Iðrun og yfirbót Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 4. mars 2017 07:00 Flestar akademískar stéttir sækja menntun og fróðleik til útlanda að loknu grunnnámi. Kennarar í verkfræði, læknisfræði, félagsvísindum, arkitektúr og listum hafa flestir sótt framhaldsnám í virtum menntastofnunum í útlöndum. Margir hafa lokið doktorsprófi. Listir standa með miklum blóma. Sama á við um læknisfræði, náttúruvísindi og raungreinar almennt. Sprengmenntað fólk hefur skilað sér heim eftir langt og strangt nám vestan hafs og austan. Myndast hefur lítill en kraumandi pottur alþjóðlegra strauma úr mörgum áttum. Í þessu felst mikill styrkur fyrir smáþjóð. Til skamms tíma átti þetta ekki við um allar háskólastéttir. Undantekning var að löglærðir sæktu nám í útlöndum. Aðeins örfáir luku doktorsnámi, sumir frá Háskóla Íslands. Fyrir vikið höfðu kennarar við lagadeild Háskólans – einu menntastofnunina sem kenndi lögfræði lengst af – næstum allir með tölu numið öll sín fræði við einn og sama skólann, kennarar og nemendur. Leiðir löglærðra sem náð hafa aldri til að gegna lykilstöðum – stjórnmálamanna, yfirmanna í ráðuneytum, æðstu stjórnenda lögreglu, dómara, saksóknara og prófessora – liggja víða saman. Með hóflegri alhæfingu má segja að allir hafi forsendur til að hafa skoðanir á öllum. Það býður heim hættunni á vanhæfi þvers og kruss. Ekki bætir úr skák að kunnáttufólkið lætur sjaldan í sér heyra af ótta við að stíga á tærnar á gömlum vini eða skólafélaga. Enda verður umfjöllun um dómsmál á Íslandi iðulega afar tilfinningaþrungin. Nýir háskólar og alþjóðasamstarf menntastofnana er að færa þetta til betri vegar. Laganemar sækja hluta menntunar sinnar í skiptinámi og æ fleiri fara í framhaldsnám utan landsteinanna. Yngri lögfræðingar eru faglega miklu fjölbreyttari hópur en þeir eldri. Myndin sem hér er dregin upp af valdamestu stétt landsins – stétt ráðsettra lögfræðinga – á ekki við um alla. Í röðum lögfræðinga eru góðir fagmenn. Vandinn er kerfislægur, ekki einstaklingsbundinn. Mestar framfarir felast þó í því að réttarbætur eru sóttar til útlanda. Geirfinns- og Guðmundarmál hefðu aldrei orðið sá harmur, sem kallaður var yfir dómþola, foreldra þeirra, vini, börn og barnabörn, ef Mannréttindasáttmáli Evrópu og dómstóllinn í Strasbourg hefðu verið komnir til sögunnar fyrir 40 árum. Frá Strasbourg er stöðugt horft yfir öxlina á íslenskum dómurum, öllum til heilla. Fagna ætti málaleitan Erlu Bolladóttur um leiðréttingu eftir öll rangindin. Ekki stóð steinn yfir steini í meðferð okkar frumstæða réttarkerfis gegn henni og félögum hennar. Þras um lagaskilyrði hljómar eins og þráhyggja eftir allt sem á undan er gengið. Tími er til kominn að arftakar í ömurlegu kerfi sem kallaði ólýsanlegan harm yfir fjölda fólks mann fram af manni í 40 ár sýni iðrun og yfirbót fyrir verk fyrirrennara sinna. Voðaverk kerfisins blasa við.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Flestar akademískar stéttir sækja menntun og fróðleik til útlanda að loknu grunnnámi. Kennarar í verkfræði, læknisfræði, félagsvísindum, arkitektúr og listum hafa flestir sótt framhaldsnám í virtum menntastofnunum í útlöndum. Margir hafa lokið doktorsprófi. Listir standa með miklum blóma. Sama á við um læknisfræði, náttúruvísindi og raungreinar almennt. Sprengmenntað fólk hefur skilað sér heim eftir langt og strangt nám vestan hafs og austan. Myndast hefur lítill en kraumandi pottur alþjóðlegra strauma úr mörgum áttum. Í þessu felst mikill styrkur fyrir smáþjóð. Til skamms tíma átti þetta ekki við um allar háskólastéttir. Undantekning var að löglærðir sæktu nám í útlöndum. Aðeins örfáir luku doktorsnámi, sumir frá Háskóla Íslands. Fyrir vikið höfðu kennarar við lagadeild Háskólans – einu menntastofnunina sem kenndi lögfræði lengst af – næstum allir með tölu numið öll sín fræði við einn og sama skólann, kennarar og nemendur. Leiðir löglærðra sem náð hafa aldri til að gegna lykilstöðum – stjórnmálamanna, yfirmanna í ráðuneytum, æðstu stjórnenda lögreglu, dómara, saksóknara og prófessora – liggja víða saman. Með hóflegri alhæfingu má segja að allir hafi forsendur til að hafa skoðanir á öllum. Það býður heim hættunni á vanhæfi þvers og kruss. Ekki bætir úr skák að kunnáttufólkið lætur sjaldan í sér heyra af ótta við að stíga á tærnar á gömlum vini eða skólafélaga. Enda verður umfjöllun um dómsmál á Íslandi iðulega afar tilfinningaþrungin. Nýir háskólar og alþjóðasamstarf menntastofnana er að færa þetta til betri vegar. Laganemar sækja hluta menntunar sinnar í skiptinámi og æ fleiri fara í framhaldsnám utan landsteinanna. Yngri lögfræðingar eru faglega miklu fjölbreyttari hópur en þeir eldri. Myndin sem hér er dregin upp af valdamestu stétt landsins – stétt ráðsettra lögfræðinga – á ekki við um alla. Í röðum lögfræðinga eru góðir fagmenn. Vandinn er kerfislægur, ekki einstaklingsbundinn. Mestar framfarir felast þó í því að réttarbætur eru sóttar til útlanda. Geirfinns- og Guðmundarmál hefðu aldrei orðið sá harmur, sem kallaður var yfir dómþola, foreldra þeirra, vini, börn og barnabörn, ef Mannréttindasáttmáli Evrópu og dómstóllinn í Strasbourg hefðu verið komnir til sögunnar fyrir 40 árum. Frá Strasbourg er stöðugt horft yfir öxlina á íslenskum dómurum, öllum til heilla. Fagna ætti málaleitan Erlu Bolladóttur um leiðréttingu eftir öll rangindin. Ekki stóð steinn yfir steini í meðferð okkar frumstæða réttarkerfis gegn henni og félögum hennar. Þras um lagaskilyrði hljómar eins og þráhyggja eftir allt sem á undan er gengið. Tími er til kominn að arftakar í ömurlegu kerfi sem kallaði ólýsanlegan harm yfir fjölda fólks mann fram af manni í 40 ár sýni iðrun og yfirbót fyrir verk fyrirrennara sinna. Voðaverk kerfisins blasa við.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun