Í göngutúrum með barnavagninn og myndavélina Magnús Guðmundsson skrifar 4. mars 2017 13:15 Eitt af verkum Klængs Gunnarssonar á sýningunni Hjúpur í sýningarsal SÍM. Í gær opnaði Klængur Gunnarsson einkasýninguna Hjúp í sýningarsal Sambands íslenskra myndlistarmanna að Hafnarstræti 16. Klængur útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hefur frá útskrift sýnt víða, bæði hér heima og erlendis. Klængur segir að hann hafi reyndar búið á Akureyri síðustu tvo vetur. „Þar var ég formaður myndlistarfélagsins og ansi virkur í myndlistarlífinu fyrir norðan sem er nú ansi kröftugt. En svo er ég nýlega fluttur aftur heim og er svona aðeins að reyna að sýna mig hérna líka.“ Á sýningunni má sjá ljósmyndir af hinum litlu og ómeðvituðu innsetningum sem við höfum flest tekið þátt í að skapa í okkar daglega lífi í gegnum tíðina með samtíningi hversdagsins í aftursætum bifreiða. Klængur segir að hversdagurinn hafi alltaf verið honum hugleikinn og að hann hafi unnið með hann lengi. „Ég tíni fram svona andartök úr hversdeginum og nýti þau í innsetningar, skúlptúra og vídeó en þetta er fyrsta ljósmyndasýningin mín í langan tíma. Ég lærði fyrst ljósmyndun úti í Svíþjóð fyrir tólf árum. Þetta eru myndir úr aftursætum bifreiða sem ég er búinn að vera að safna saman á síðustu tveimur árum og þetta er úrval af einhverjum 250 til 300 myndum. Ég mynda þetta mest í mínu nærumhverfi og ég fer í göngutúra til þess að mynda. Núna er ég í fæðingarorlofi og þá geng ég með barnavagninn og er ekki alveg eins berskjaldaður þegar ég er að munda myndavélina inn um glugga kyrrstæðra bíla. Þetta lítur kannski hálf undarlega út svona út á við en ég lofa að mér gengur ekkert illt til,“ segir Klængur léttur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. mars. Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í gær opnaði Klængur Gunnarsson einkasýninguna Hjúp í sýningarsal Sambands íslenskra myndlistarmanna að Hafnarstræti 16. Klængur útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hefur frá útskrift sýnt víða, bæði hér heima og erlendis. Klængur segir að hann hafi reyndar búið á Akureyri síðustu tvo vetur. „Þar var ég formaður myndlistarfélagsins og ansi virkur í myndlistarlífinu fyrir norðan sem er nú ansi kröftugt. En svo er ég nýlega fluttur aftur heim og er svona aðeins að reyna að sýna mig hérna líka.“ Á sýningunni má sjá ljósmyndir af hinum litlu og ómeðvituðu innsetningum sem við höfum flest tekið þátt í að skapa í okkar daglega lífi í gegnum tíðina með samtíningi hversdagsins í aftursætum bifreiða. Klængur segir að hversdagurinn hafi alltaf verið honum hugleikinn og að hann hafi unnið með hann lengi. „Ég tíni fram svona andartök úr hversdeginum og nýti þau í innsetningar, skúlptúra og vídeó en þetta er fyrsta ljósmyndasýningin mín í langan tíma. Ég lærði fyrst ljósmyndun úti í Svíþjóð fyrir tólf árum. Þetta eru myndir úr aftursætum bifreiða sem ég er búinn að vera að safna saman á síðustu tveimur árum og þetta er úrval af einhverjum 250 til 300 myndum. Ég mynda þetta mest í mínu nærumhverfi og ég fer í göngutúra til þess að mynda. Núna er ég í fæðingarorlofi og þá geng ég með barnavagninn og er ekki alveg eins berskjaldaður þegar ég er að munda myndavélina inn um glugga kyrrstæðra bíla. Þetta lítur kannski hálf undarlega út svona út á við en ég lofa að mér gengur ekkert illt til,“ segir Klængur léttur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. mars.
Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira