Arngrímur tjáir sig um flugslysið: Sat við hliðina á látnum vini sínum án þess að geta gert neitt Birgir Olgeirsson skrifar 3. mars 2017 11:44 Arngrímur Jóhannsson lýsir flugslysinu örlagaríka í viðtali við Vikudag. „Ég fæ oft „flashback“ og upplifi aftur þær mínútur sem við höfðum áður en vélin brotlenti. Það er án efa versta upplifun sem ég hef gengið í gegnum að sitja við hliðina á látnum vini mínum lengst upp á fjöllum og geta ekkert gert,“ segir Arngrímur Jóhannsson, einn þekktasti flugmaður landsins, í áhrifaríku viðtali í Vikudegi um flugslysið örlagaríka sem hann lenti í fyrir tveimur árum. Slysið átti sér stað í 9. ágúst árið 2015 en Arngrímur hafði lagt af stað frá Akureyrarflugvelli á sjóflugvél af gerðinni Beaver ásamt kanadískum vini sínum. Áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20 sama dag. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Um klukkan 17 var lýst yfir neyðarástandi eftir að leit hafði engu skilað. Klukkan 20:29 sama dag fann þyrla Landhelgisgæslunnar sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal.Forsíða Vikudags.Var með brunasár um allan líkamann Arngrímur var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík með alvarlega áverka. Hann var síðar færður á lýtalækningadeild Landspítalans en í viðtalinu við Vikudag segist hann hafa verið með brunasár um allan líkamann og að tekið hafi verið af honum skinn á einum stað líkamans til að græða sár annars staðar á líkama hans. Í viðtalinu lýsir hann að þeir félagarnir haf vitað að þeir myndu brotlenda og að þessa reynsla hafi gjörbreytt lífi hans. Hann segist hafa haft mikla ástríðu fyrir listflugi fyrir slysið en nú geti hann ekki hugsað sér að snúa vélinni á hvolf.Bréf frá vinum hins látna ýtti honum aftur í flugið Hann segist hafa snúið aftur í flugið fljótlega eftir slysi og það sem fékk hann til að gera það var bréf sem honum barst frá vinum félaga hans sem lést. „Þeir voru allir sammála um að ég yrði að halda áfram að fljúga, því það væri það sem hann hefði viljað og einnig það sem ég hefði viljað ef hlutskipti okkar hefði verið öfugt farið.“ Nánar um málið í Vikudegi hér.Hér má sjá mynd þegar TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti flak vélarinnar í niður að Bug í Hörgárdal.Vísir/Völundur Jónsson Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur útskrifaður af lýtalækningadeild Framundan er langt og strangt bataferli en Arngrímur er á hægum en góðum batavegi. 17. september 2015 14:01 Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Sjá meira
„Ég fæ oft „flashback“ og upplifi aftur þær mínútur sem við höfðum áður en vélin brotlenti. Það er án efa versta upplifun sem ég hef gengið í gegnum að sitja við hliðina á látnum vini mínum lengst upp á fjöllum og geta ekkert gert,“ segir Arngrímur Jóhannsson, einn þekktasti flugmaður landsins, í áhrifaríku viðtali í Vikudegi um flugslysið örlagaríka sem hann lenti í fyrir tveimur árum. Slysið átti sér stað í 9. ágúst árið 2015 en Arngrímur hafði lagt af stað frá Akureyrarflugvelli á sjóflugvél af gerðinni Beaver ásamt kanadískum vini sínum. Áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20 sama dag. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Um klukkan 17 var lýst yfir neyðarástandi eftir að leit hafði engu skilað. Klukkan 20:29 sama dag fann þyrla Landhelgisgæslunnar sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal.Forsíða Vikudags.Var með brunasár um allan líkamann Arngrímur var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík með alvarlega áverka. Hann var síðar færður á lýtalækningadeild Landspítalans en í viðtalinu við Vikudag segist hann hafa verið með brunasár um allan líkamann og að tekið hafi verið af honum skinn á einum stað líkamans til að græða sár annars staðar á líkama hans. Í viðtalinu lýsir hann að þeir félagarnir haf vitað að þeir myndu brotlenda og að þessa reynsla hafi gjörbreytt lífi hans. Hann segist hafa haft mikla ástríðu fyrir listflugi fyrir slysið en nú geti hann ekki hugsað sér að snúa vélinni á hvolf.Bréf frá vinum hins látna ýtti honum aftur í flugið Hann segist hafa snúið aftur í flugið fljótlega eftir slysi og það sem fékk hann til að gera það var bréf sem honum barst frá vinum félaga hans sem lést. „Þeir voru allir sammála um að ég yrði að halda áfram að fljúga, því það væri það sem hann hefði viljað og einnig það sem ég hefði viljað ef hlutskipti okkar hefði verið öfugt farið.“ Nánar um málið í Vikudegi hér.Hér má sjá mynd þegar TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti flak vélarinnar í niður að Bug í Hörgárdal.Vísir/Völundur Jónsson
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur útskrifaður af lýtalækningadeild Framundan er langt og strangt bataferli en Arngrímur er á hægum en góðum batavegi. 17. september 2015 14:01 Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Sjá meira
Arngrímur útskrifaður af lýtalækningadeild Framundan er langt og strangt bataferli en Arngrímur er á hægum en góðum batavegi. 17. september 2015 14:01
Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19
Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18
Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00
Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00