Það horfir allt til betri vegar hjá Sverri Inga Ingasyni og félögum í Granada eftir þrjá sigra í síðustu fimm leikjum.
Í kvöld vann Granada 2-1 sigur á Alaves á heimavelli.
Sverrir Ingi lék allan leikinn í miðri vörn Granada sem er í fallsæti á markatölu.
Blikinn hefur spilað alla þessa þrjá sigurleiki en Granada hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í þessum þremur leikjum.
Granada á afar mikilvægan leik fyrir höndum á laugardaginn þegar liðið sækir Leganes heim í miklum fallslag. Vinni Granada kemst liðið upp úr fallsæti.
Þriðji sigurinn í síðustu fimm leikjum hjá Sverri Inga og félögum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn



Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn

Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
