Emil Hallfreðsson var að vanda í byrjunarliði Udinese sem lagði Palermo 4-1 á heimavelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag.
Palermo náði foyrstunni á 12. mínútu en Cyril Thereau jafnaði metin rétt fyrir hálfleik.
Daniel Zapata kom Udinese yfir á 60. mínútu og átta mínútum síðar jók Rodrigo de Paul forystuna.
Jakub Jankto gerði út um leikinn tíu mínútum fyrir leikslok.
Emil stóð fyrir sínu að vanda á miðju Udinese og fékk að líta gula spjaldið á 72. mínútu.
Udinese lyfti sér upp í 12. sæti með sigrinum þar sem liðið er með 36 stig í 13 leikjum. Palermo er í 18. sæti, fallsæti, með 15 stig.
