Pínulítið eins og að fara á aðra plánetu Magnús Guðmundsson skrifar 16. mars 2017 10:30 Bryce Dessner, Margrét Bjarnadóttir og Ragnar Kjartansson á Markaðnum í anddyri Borgarleikhússins. Visir/GVA Ekkert á á morgun, eftir þau Margréti Bjarnadóttur danshöfund, Ragnar Kjartansson myndlistarmann og tónskáldið Bryce Dessner, sem er jafnframt gítarleikari hljómsveitarinnar The National, er eitt verka listahátíðarinnar Fórnar sem verður frumsýnd í kvöld í Borgarleikhúsinu. Fórn er heildstæður viðburður á vegum Íslenska dansflokksins sem kannar tengsl listsköpunar og trúar og tekst með nýstárlegum hætti á við ritúalið í hversdagsleika lífs og listar. Viðburðurinn inniheldur ólík verk úr ólíkum greinum og þar á meðal má nefna kvikmyndina og innsetninguna Sameiningu eftir bandaríska listamanninn Matthew Barney, Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson og vídeóinnsetninguna Dies Irae eftir Gabríelu Friðriksdóttur sem er einnig kveikja að verkinu Helgidómi eftir Ernu og Valdimar. Listahátíðin nær svo ákveðnum hápunkti á Markaðnum, viðburði í anddyri Borgarleikhússins, þar sem margt óvænt og spennandi bíður gesta.Gítarar og dans „Við Magga kynntumst í strætó fyrir sautján árum.“ „Já, þegar ég var í MR og Raggi í Listaháskólanum vorum við oft í strætó á sama tíma og mér fannst alltaf svo góð stemning í kringum þennan strák sem kom glaður inn í vagninn á hverjum morgni,“ segir Margrét um kynni sín af Ragnari, spurð að því hvernig þessi sérstæða samvinna væri tilkomin. „Og við Bryce unnum saman að verkinu Sorrow,“ bætir Ragnar við. „Og síðan þá höfum við fengist við eitt og annað skemmtilegt.“ Ekkert á morgun er dansverk og sem slíkt þá telst það vera heimavöllur Margrétar en hún segir að það hafi reyndar verið Ragnar sem hafði samband við hana. „Íslenski dansflokkurinn hafði samband við Ragnar, vegna þess að þau vildu setja fókus á að vinna með myndlistarmönnum og í framhaldinu hóaði hann okkur saman.“ Ragnar bætir við að kjarni hugmyndarinnar á bak við verkið sé að hann hafi verið beðinn um að semja dansverk. „Mig langaði til þess að skapa verk sem byggði á hreyfingu en með gítörum. Mig langaði til þess að kanna hvernig hljómur gítaranna mundi virka innan ákveðins afmarkaðs rýmis sem er sviðið í þessu tilfelli.“ En verkið samanstendur af átta kvendönsurum sem spila á gítarana og hreyfa sig með þá um stóra sviðið í Borgarleikhúsinu. „Það eru í raun gítararnir og tónlistin sem streymir frá þeim sem gera rýmið allt áþreifanlegra með hreyfingunni. Hreyfing þeirra um rýmið breytir öllu. Fljótlega í þessu ferli bað ég Möggu og Bryce um að gera þetta með mér og við höfum í raun unnið þetta allt saman. Ekki sem danshöfundur, myndlistarmaður og tónskáld heldur höfum við öll verið með puttana í öllu.“Atriði úr verkinu Ekkert á morgun, þar sem átta konur dansa og spila á gítar.Mynd/Jónatan GrétarssonMennskur mixer Bryce Dessner segir að þrátt fyrir að vera fyrst og fremst tónlistarmaður þá hafi dansinn alls ekki verið honum framandi. „Systir mín er dansari og ég ólst því upp við það að horfa á hana dansa. Í framhaldinu fór ég svo að semja fyrir hana tónlist og hef samið talsvert af tónlist fyrir dans í gegnum tíðina, þar á meðal fyrir klassískan ballett. En þar sem Ragnar kom strax með þessa gítarnálgun þá breytti það öllu. Málið er að þegar ég spila á gítar og hugsa um gítar er það í raun mjög líkamlegt. Gítarinn sem hlutur, ekki aðeins hljóðfæri, er fær um að gera svo ótal margt fleira. Þannig að þegar maður sér dansarann með þetta stóra og hljómmikla hljóðfæri sem hann er þá gerist eitthvað. Þetta er hljóðfæri sem virðist geta tekið á sig ótal margar táknmyndir allt frá sveitarómantískum til þess að vera eins og vopn í stríði. Tónlistarlega fannst mér líka spennandi að setja gítarinn í hendurnar á dönsurunum því þær eru ekki tónlistarmenn þó svo sumar þeirra hafi lært. Áskorunin var því ekki síst fólgin í því að semja eitthvað sem þær gætu spilað og verið á hreyfingu á sama tíma. Það skipti líka miklu máli að það er verið að spila órafmagnað því það felur í sér meiri innileika.“ Margrét tekur undir þetta og segir að ef þau hefðu valið að láta dansarana vinna með rafmagnsgítara þá hefði þetta strax farið að snúast um einhvers konar „show“. „Það er mikilvægur hluti í verkinu að styrkur tónlistarinnar ræðst af fjarlægðinni á milli dansaranna og áhorfendanna.“ „Nákvæmlega“ segir Ragnar, „þetta er eiginlega eins og að vera með mennskan mixer – í stað þess að hreyfa sleðana á mixerborðinu þá hreyfast dansararnir í rýminu.“Trump og níhílísk fegurð Aðspurð um tengsl verksins við önnur verk innan hátíðarinnar þá rifjast það upp fyrir Ragnari að Matthew Barney hafi verið beðinn um að vinna út frá brúðkaupum, Gabríela út frá dauðanum en hann út frá fermingunni. „En það eiginlega bara hvarf. Oftast þegar maður vinnur upphaflega út frá einhverju konsepti þá er það alltaf til staðar en í þessu tilviki er orðið lítið eftir af fermingunni. Bara átta konur að spila á átta gítara og dansa með þá um sviðið og þá hefur það lítið með fermingu að gera – og þó,“ segir Ragnar og hlær. En hvers vegna skyldu þetta vera einvörðungu konur? „Kannski er það út frá mínum hugmyndum um klassískan ballett og líka fyrsta skáldið sem lék á hörpu og hennar kvenlegu orku,“ segir Ragnar hugsi en bætir svo við: „En svo lúkka strákar að spila á gítar líka bara ekki eins kúl.“ „Þetta snýst líka um heildarmyndina og samræmi við heildarhljóminn,“ bætir Bryce við. „Við Ragnar höfum gert talsvert af því að semja tónlist saman og hann hefur einstakt lag á því að semja einhvers konar heimsenda-sveitatónlist og finna réttu stemninguna. Við vorum að vinna að þessu verki og þá voru allt í einu forsetakosningarnar í Bandaríkjunum mál málanna og það hafði ótvíræð áhrif á útkomuna.“ Margrét tekur undir þetta og minnist þess að þau hafi verið að æfa á innsetningardegi Trumps og í öllum hléum hafi þau verið að fylgjast með og tala um það sem væri að gerast í heiminum en það hafi jafnframt verið gott að geta alltaf snúið aftur inn í veröld verksins. „Inn í veröld sem er algjörlega tilgangslaus,“ bætir Ragnar við „en á sama tíma uppfull af níhílískri fegurð.“ Aðspurð um hvernig þau sjálf sjái sitt verk í samhengi við önnur verk innan hátíðarinnar segir Margrét: „Þetta Trump-dæmi fékk mig til þess að langa dálítið til þess að vera frekar á einhverri annarri plánetu og ég er að vona að þetta verk sé kannski pínulítið eins og að fara á aðra plánetu.“ Og Bryce bætir við að „átta íslenskar konur að dansa og spila heimsendalega sveitatónlist hljómi nú óneitanlega eins og önnur pláneta“. Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ekkert á á morgun, eftir þau Margréti Bjarnadóttur danshöfund, Ragnar Kjartansson myndlistarmann og tónskáldið Bryce Dessner, sem er jafnframt gítarleikari hljómsveitarinnar The National, er eitt verka listahátíðarinnar Fórnar sem verður frumsýnd í kvöld í Borgarleikhúsinu. Fórn er heildstæður viðburður á vegum Íslenska dansflokksins sem kannar tengsl listsköpunar og trúar og tekst með nýstárlegum hætti á við ritúalið í hversdagsleika lífs og listar. Viðburðurinn inniheldur ólík verk úr ólíkum greinum og þar á meðal má nefna kvikmyndina og innsetninguna Sameiningu eftir bandaríska listamanninn Matthew Barney, Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson og vídeóinnsetninguna Dies Irae eftir Gabríelu Friðriksdóttur sem er einnig kveikja að verkinu Helgidómi eftir Ernu og Valdimar. Listahátíðin nær svo ákveðnum hápunkti á Markaðnum, viðburði í anddyri Borgarleikhússins, þar sem margt óvænt og spennandi bíður gesta.Gítarar og dans „Við Magga kynntumst í strætó fyrir sautján árum.“ „Já, þegar ég var í MR og Raggi í Listaháskólanum vorum við oft í strætó á sama tíma og mér fannst alltaf svo góð stemning í kringum þennan strák sem kom glaður inn í vagninn á hverjum morgni,“ segir Margrét um kynni sín af Ragnari, spurð að því hvernig þessi sérstæða samvinna væri tilkomin. „Og við Bryce unnum saman að verkinu Sorrow,“ bætir Ragnar við. „Og síðan þá höfum við fengist við eitt og annað skemmtilegt.“ Ekkert á morgun er dansverk og sem slíkt þá telst það vera heimavöllur Margrétar en hún segir að það hafi reyndar verið Ragnar sem hafði samband við hana. „Íslenski dansflokkurinn hafði samband við Ragnar, vegna þess að þau vildu setja fókus á að vinna með myndlistarmönnum og í framhaldinu hóaði hann okkur saman.“ Ragnar bætir við að kjarni hugmyndarinnar á bak við verkið sé að hann hafi verið beðinn um að semja dansverk. „Mig langaði til þess að skapa verk sem byggði á hreyfingu en með gítörum. Mig langaði til þess að kanna hvernig hljómur gítaranna mundi virka innan ákveðins afmarkaðs rýmis sem er sviðið í þessu tilfelli.“ En verkið samanstendur af átta kvendönsurum sem spila á gítarana og hreyfa sig með þá um stóra sviðið í Borgarleikhúsinu. „Það eru í raun gítararnir og tónlistin sem streymir frá þeim sem gera rýmið allt áþreifanlegra með hreyfingunni. Hreyfing þeirra um rýmið breytir öllu. Fljótlega í þessu ferli bað ég Möggu og Bryce um að gera þetta með mér og við höfum í raun unnið þetta allt saman. Ekki sem danshöfundur, myndlistarmaður og tónskáld heldur höfum við öll verið með puttana í öllu.“Atriði úr verkinu Ekkert á morgun, þar sem átta konur dansa og spila á gítar.Mynd/Jónatan GrétarssonMennskur mixer Bryce Dessner segir að þrátt fyrir að vera fyrst og fremst tónlistarmaður þá hafi dansinn alls ekki verið honum framandi. „Systir mín er dansari og ég ólst því upp við það að horfa á hana dansa. Í framhaldinu fór ég svo að semja fyrir hana tónlist og hef samið talsvert af tónlist fyrir dans í gegnum tíðina, þar á meðal fyrir klassískan ballett. En þar sem Ragnar kom strax með þessa gítarnálgun þá breytti það öllu. Málið er að þegar ég spila á gítar og hugsa um gítar er það í raun mjög líkamlegt. Gítarinn sem hlutur, ekki aðeins hljóðfæri, er fær um að gera svo ótal margt fleira. Þannig að þegar maður sér dansarann með þetta stóra og hljómmikla hljóðfæri sem hann er þá gerist eitthvað. Þetta er hljóðfæri sem virðist geta tekið á sig ótal margar táknmyndir allt frá sveitarómantískum til þess að vera eins og vopn í stríði. Tónlistarlega fannst mér líka spennandi að setja gítarinn í hendurnar á dönsurunum því þær eru ekki tónlistarmenn þó svo sumar þeirra hafi lært. Áskorunin var því ekki síst fólgin í því að semja eitthvað sem þær gætu spilað og verið á hreyfingu á sama tíma. Það skipti líka miklu máli að það er verið að spila órafmagnað því það felur í sér meiri innileika.“ Margrét tekur undir þetta og segir að ef þau hefðu valið að láta dansarana vinna með rafmagnsgítara þá hefði þetta strax farið að snúast um einhvers konar „show“. „Það er mikilvægur hluti í verkinu að styrkur tónlistarinnar ræðst af fjarlægðinni á milli dansaranna og áhorfendanna.“ „Nákvæmlega“ segir Ragnar, „þetta er eiginlega eins og að vera með mennskan mixer – í stað þess að hreyfa sleðana á mixerborðinu þá hreyfast dansararnir í rýminu.“Trump og níhílísk fegurð Aðspurð um tengsl verksins við önnur verk innan hátíðarinnar þá rifjast það upp fyrir Ragnari að Matthew Barney hafi verið beðinn um að vinna út frá brúðkaupum, Gabríela út frá dauðanum en hann út frá fermingunni. „En það eiginlega bara hvarf. Oftast þegar maður vinnur upphaflega út frá einhverju konsepti þá er það alltaf til staðar en í þessu tilviki er orðið lítið eftir af fermingunni. Bara átta konur að spila á átta gítara og dansa með þá um sviðið og þá hefur það lítið með fermingu að gera – og þó,“ segir Ragnar og hlær. En hvers vegna skyldu þetta vera einvörðungu konur? „Kannski er það út frá mínum hugmyndum um klassískan ballett og líka fyrsta skáldið sem lék á hörpu og hennar kvenlegu orku,“ segir Ragnar hugsi en bætir svo við: „En svo lúkka strákar að spila á gítar líka bara ekki eins kúl.“ „Þetta snýst líka um heildarmyndina og samræmi við heildarhljóminn,“ bætir Bryce við. „Við Ragnar höfum gert talsvert af því að semja tónlist saman og hann hefur einstakt lag á því að semja einhvers konar heimsenda-sveitatónlist og finna réttu stemninguna. Við vorum að vinna að þessu verki og þá voru allt í einu forsetakosningarnar í Bandaríkjunum mál málanna og það hafði ótvíræð áhrif á útkomuna.“ Margrét tekur undir þetta og minnist þess að þau hafi verið að æfa á innsetningardegi Trumps og í öllum hléum hafi þau verið að fylgjast með og tala um það sem væri að gerast í heiminum en það hafi jafnframt verið gott að geta alltaf snúið aftur inn í veröld verksins. „Inn í veröld sem er algjörlega tilgangslaus,“ bætir Ragnar við „en á sama tíma uppfull af níhílískri fegurð.“ Aðspurð um hvernig þau sjálf sjái sitt verk í samhengi við önnur verk innan hátíðarinnar segir Margrét: „Þetta Trump-dæmi fékk mig til þess að langa dálítið til þess að vera frekar á einhverri annarri plánetu og ég er að vona að þetta verk sé kannski pínulítið eins og að fara á aðra plánetu.“ Og Bryce bætir við að „átta íslenskar konur að dansa og spila heimsendalega sveitatónlist hljómi nú óneitanlega eins og önnur pláneta“.
Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira