Staða barna í Sýrlandi aldrei verri en nú Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2017 22:34 Lítil stúlka í Aleppó. vísir/getty Sex ár eru í dag liðin frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst en upphaf hennar má rekja til mótmæla gegn forseta Sýrlands, Bashar al-Assad, þann 15. mars 2011. Enn sér ekki fyrir endann á styrjöldinni sem hefur haft vægast hræðilegar afleiðingar þar sem meira en 450 þúsund Sýrlendingar hafa týnt lífi, meira en milljón hefur særst í átökunum og meira en helmingur íbúa Sýrlands hefur þurft að leggja á flótta. Ríkisstjórn Assad svaraði mótmælunum sem hófust í mars 2011 með hörku þar sem hundruð mótmælenda voru myrtir og fjöldi annarra voru handteknir. Í júlí sama ár hófst svo vopnuð uppreisn nokkurra hermanna úr sýrlenska hernum. Sá hópur sem farið hefur hvað verst út úr stríðinu eru sýrlensk börn en staða barna hefur aldrei verið verri en nú, sex árum eftir að stríðið hófst. Í frétt á vef UNICEF á Íslandi segir að sex milljónir barna þurfi nú á mannúðaraðstoð að halda vegna styrjaldarinnar en það er tólf sinnum meira en árið 2012. Milljónir barna hafa þurft að flýja heimili sín, oft á tíðum ein síns liðs, en dæmi eru um börn sem hafa hrakist á milli allt að sjö mismunandi staða. UNICEF gaf í dag út lag sem heitir á ensku Heartbeat eða „Hjartsláttur.“ Lagið er eftir Zade Dirane og er flutt af 10 ára gamalli blindri stúlku sem er á flótta í Sýrlandi. Myndbandið við lagið var tekið upp á stöðum víðs vegar um Sýrland sem eru rústir einar vegna stríðsins. Þá eru öll börnin sem koma fram í myndbandinu á flótta og taka þátt í verkefnum á vegum UNICEF þar sem þau fá sálrænan stuðning. Myndbandið má sjá hér að neðan. Sýrland Tengdar fréttir Tugir látnir og á annað hundrað særðir eftir sprengjuárásir í Damaskus Sprengjuárásin átti sér stað á rútustöð í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Var árásunum beint að pílagrímsförum úr hópi sjíta múslima. 11. mars 2017 16:02 Vilja fjölga hermönnum enn frekar í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum undirbúa að senda þúsund hermenn til Sýrlands til að styðja árásina á Raqqa. 15. mars 2017 18:45 Tvær sjálfsmorðsárásir á sex ára afmæli uppreisnarinnar í Sýrlandi Minnst 25 eru látnir eftir tvær sjálfsmorðsárásir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. 15. mars 2017 14:03 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Sex ár eru í dag liðin frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst en upphaf hennar má rekja til mótmæla gegn forseta Sýrlands, Bashar al-Assad, þann 15. mars 2011. Enn sér ekki fyrir endann á styrjöldinni sem hefur haft vægast hræðilegar afleiðingar þar sem meira en 450 þúsund Sýrlendingar hafa týnt lífi, meira en milljón hefur særst í átökunum og meira en helmingur íbúa Sýrlands hefur þurft að leggja á flótta. Ríkisstjórn Assad svaraði mótmælunum sem hófust í mars 2011 með hörku þar sem hundruð mótmælenda voru myrtir og fjöldi annarra voru handteknir. Í júlí sama ár hófst svo vopnuð uppreisn nokkurra hermanna úr sýrlenska hernum. Sá hópur sem farið hefur hvað verst út úr stríðinu eru sýrlensk börn en staða barna hefur aldrei verið verri en nú, sex árum eftir að stríðið hófst. Í frétt á vef UNICEF á Íslandi segir að sex milljónir barna þurfi nú á mannúðaraðstoð að halda vegna styrjaldarinnar en það er tólf sinnum meira en árið 2012. Milljónir barna hafa þurft að flýja heimili sín, oft á tíðum ein síns liðs, en dæmi eru um börn sem hafa hrakist á milli allt að sjö mismunandi staða. UNICEF gaf í dag út lag sem heitir á ensku Heartbeat eða „Hjartsláttur.“ Lagið er eftir Zade Dirane og er flutt af 10 ára gamalli blindri stúlku sem er á flótta í Sýrlandi. Myndbandið við lagið var tekið upp á stöðum víðs vegar um Sýrland sem eru rústir einar vegna stríðsins. Þá eru öll börnin sem koma fram í myndbandinu á flótta og taka þátt í verkefnum á vegum UNICEF þar sem þau fá sálrænan stuðning. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Sýrland Tengdar fréttir Tugir látnir og á annað hundrað særðir eftir sprengjuárásir í Damaskus Sprengjuárásin átti sér stað á rútustöð í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Var árásunum beint að pílagrímsförum úr hópi sjíta múslima. 11. mars 2017 16:02 Vilja fjölga hermönnum enn frekar í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum undirbúa að senda þúsund hermenn til Sýrlands til að styðja árásina á Raqqa. 15. mars 2017 18:45 Tvær sjálfsmorðsárásir á sex ára afmæli uppreisnarinnar í Sýrlandi Minnst 25 eru látnir eftir tvær sjálfsmorðsárásir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. 15. mars 2017 14:03 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Tugir látnir og á annað hundrað særðir eftir sprengjuárásir í Damaskus Sprengjuárásin átti sér stað á rútustöð í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Var árásunum beint að pílagrímsförum úr hópi sjíta múslima. 11. mars 2017 16:02
Vilja fjölga hermönnum enn frekar í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum undirbúa að senda þúsund hermenn til Sýrlands til að styðja árásina á Raqqa. 15. mars 2017 18:45
Tvær sjálfsmorðsárásir á sex ára afmæli uppreisnarinnar í Sýrlandi Minnst 25 eru látnir eftir tvær sjálfsmorðsárásir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. 15. mars 2017 14:03