Meirihluti skattgreiðslna Trump kom til vegna skatts sem hann vill afnema Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2017 10:29 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump afskrifaði um 100 milljón dollara til þess að lækka skattgreiðslur sínar árið 2005. MSNBC birti í nótt tvær blaðsíður úr skattskýrslu Trump fyrir árið 2005. Megnið af skattgreiðslum hans kom til vegna skattareglna sem hann vill afnema. Trump greiddi um 38 milljónir dollara í skatt það árið á meðan tekjur hans námu 150 milljónum dollara. Það þýðir að skatthlutfall Trump var um 25 prósent, eilítið hærra prósentuhlutfall en hinn meðalborgari í Bandaríkjunum. Með því að afskrifa milljónirnar lítur út fyrir að Trump hafi sparað sér háar greiðslur til skattayfirvalda.Upplýsingarnar úr skattskýrslu Trump voru birtar í þætti Rachel Maddow á MSNBC í gærkvöldi að bandarískum tíma. Upplýsingarnar sem koma segja lítið um starfsemi fyrirtækja Trump og Trump sjálfan annað en það að hann greiddi 38 milljónir dollara í skatt árið 2005.Þar kemur einnig fram að megnið af þessum greiðslum kom til vegna skatts sem nefnast Alternative minimum tax, sem ætlað er að tryggja að auðjöfrar á borð við Trump komi sér hjá því að greiða lítið sem ekkert í skatta í gegnum glufur í skattalögum. Hefði skatturinn ekki verið í gildi árið 2005 hefði Trump aðeins greitt um sjö milljónir í skatta, um 4,5 prósent af 153 milljón dollara tekjum.Samkvæmt tillögum Trump í skattamálum liggur fyrir að hann vill afnema þennan skatt og því ljóst skattbyrði hans myndi lækka umtalsvert, gangi þær eftir.Hvað er Trump að fela?Í umfjöllun VOX um blaðsíðurnar úr skattaframtali Trump segir að stóra spurningin varðandi framtöl Trump sé hvað hann sé fela með því að neita því að birta framtöl sín líkt og allir frambjóðendur stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum hafa gert frá forsetatíð Richard Nixon á áttunda áratug síðustu aldar. Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu áður en að þáttur MSNBC var birtur. Þar segir að tapið sem Trump hafi afskrifað árið 2005 hafi komið til vegna virðisrýrnunar við byggingarframkvæmdir. Hillary Clinton og Donald Trump tókust ítrekað á um skattamál hins síðarnefnda í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári, sérstaklega eftir að New York Times greindi frá því að gríðarlegt tap Trump vegna rekstur spilavítis í Atlantic City árið 1995 kynni að hafa orðið til þess að hann slyppi við að borga tekjuskatt í átján ár. Donald Trump Tengdar fréttir Skattaskýrslu Trump lekið á netið Hluta af skattaskýrslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá árinu 2005 hefur verið lekið í fjölmiðla 15. mars 2017 08:12 Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14 Trump hyggst lækka skatta og draga úr reglugerðum Nýr Bandaríkjaforseti ætlar að koma í veg fyrir flutninga bandarískra fyrirtækja til útlanda. Skattar á fyrirtæki í Bandaríkjunum verða lækkaðir en ofurskattur lagður á innflutning varnings bandarískra fyrirtækja sem flutt hafa úr land 24. janúar 2017 07:00 Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Donald Trump afskrifaði um 100 milljón dollara til þess að lækka skattgreiðslur sínar árið 2005. MSNBC birti í nótt tvær blaðsíður úr skattskýrslu Trump fyrir árið 2005. Megnið af skattgreiðslum hans kom til vegna skattareglna sem hann vill afnema. Trump greiddi um 38 milljónir dollara í skatt það árið á meðan tekjur hans námu 150 milljónum dollara. Það þýðir að skatthlutfall Trump var um 25 prósent, eilítið hærra prósentuhlutfall en hinn meðalborgari í Bandaríkjunum. Með því að afskrifa milljónirnar lítur út fyrir að Trump hafi sparað sér háar greiðslur til skattayfirvalda.Upplýsingarnar úr skattskýrslu Trump voru birtar í þætti Rachel Maddow á MSNBC í gærkvöldi að bandarískum tíma. Upplýsingarnar sem koma segja lítið um starfsemi fyrirtækja Trump og Trump sjálfan annað en það að hann greiddi 38 milljónir dollara í skatt árið 2005.Þar kemur einnig fram að megnið af þessum greiðslum kom til vegna skatts sem nefnast Alternative minimum tax, sem ætlað er að tryggja að auðjöfrar á borð við Trump komi sér hjá því að greiða lítið sem ekkert í skatta í gegnum glufur í skattalögum. Hefði skatturinn ekki verið í gildi árið 2005 hefði Trump aðeins greitt um sjö milljónir í skatta, um 4,5 prósent af 153 milljón dollara tekjum.Samkvæmt tillögum Trump í skattamálum liggur fyrir að hann vill afnema þennan skatt og því ljóst skattbyrði hans myndi lækka umtalsvert, gangi þær eftir.Hvað er Trump að fela?Í umfjöllun VOX um blaðsíðurnar úr skattaframtali Trump segir að stóra spurningin varðandi framtöl Trump sé hvað hann sé fela með því að neita því að birta framtöl sín líkt og allir frambjóðendur stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum hafa gert frá forsetatíð Richard Nixon á áttunda áratug síðustu aldar. Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu áður en að þáttur MSNBC var birtur. Þar segir að tapið sem Trump hafi afskrifað árið 2005 hafi komið til vegna virðisrýrnunar við byggingarframkvæmdir. Hillary Clinton og Donald Trump tókust ítrekað á um skattamál hins síðarnefnda í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári, sérstaklega eftir að New York Times greindi frá því að gríðarlegt tap Trump vegna rekstur spilavítis í Atlantic City árið 1995 kynni að hafa orðið til þess að hann slyppi við að borga tekjuskatt í átján ár.
Donald Trump Tengdar fréttir Skattaskýrslu Trump lekið á netið Hluta af skattaskýrslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá árinu 2005 hefur verið lekið í fjölmiðla 15. mars 2017 08:12 Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14 Trump hyggst lækka skatta og draga úr reglugerðum Nýr Bandaríkjaforseti ætlar að koma í veg fyrir flutninga bandarískra fyrirtækja til útlanda. Skattar á fyrirtæki í Bandaríkjunum verða lækkaðir en ofurskattur lagður á innflutning varnings bandarískra fyrirtækja sem flutt hafa úr land 24. janúar 2017 07:00 Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Skattaskýrslu Trump lekið á netið Hluta af skattaskýrslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá árinu 2005 hefur verið lekið í fjölmiðla 15. mars 2017 08:12
Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14
Trump hyggst lækka skatta og draga úr reglugerðum Nýr Bandaríkjaforseti ætlar að koma í veg fyrir flutninga bandarískra fyrirtækja til útlanda. Skattar á fyrirtæki í Bandaríkjunum verða lækkaðir en ofurskattur lagður á innflutning varnings bandarískra fyrirtækja sem flutt hafa úr land 24. janúar 2017 07:00
Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17