Fylkir vann góðan sigur á KR, 1-0, í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Eina mark leiksins gerði Ásgeir Örn Arnþórsson á 88. mínútu leiksins og tryggði Fylki stigin þrjú.
ÍBV er í efsta sæti riðilsins með sjö stig, Leiknir R. er með sex stig. KR, Selfoss og Fylkir eru öll með fjögur stig.
Grindvíkingar unnu síðan Framara, 3-1, í öðru riðli í Lengjubikarnum. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengin á vefsíðunni Úrslit.net.
