Tólf leikur fóru fram í NBA-deildinni í nótt og heldur Russell Westbrook, leikmaður OKC, áfram að fara á kostum en hann gerði sína 32. þreföldu tvennu á tímabilinu.
Westbrook náði því í góðum sigurleik gegn Utah Jazz, 112-104. Hann skoraði 34 stig, gaf 14 stoðsendingar og hirti 11 fráköst. Með þessi hefur hann slegið með Wilt Chamberlain frá árinu 1968 þegar hann gerði 31 þrefalda tvennu á einu tímabili. Metið í deildinni er aftur á móti 41 þreföld tvenna á einu tímabili.
Þá vann San Antonio Spurs frábæran sigur á Golden State Warriors, 107-85, en Warriors hvíldi lykilleikmenn í leiknum.
Úrslit næturinnar má sjá hér að neðan:
Oklahoma City Thunder — Utah Jazz 112-104
LA Clippers - Philadelphia 76ers 112-100
Detroit Pistons - New York Knicks 112-92
Charlotte Hornets - New Orleans Pelicans 112-125
Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 104-116
Milwaukee Bucks - Minnesota Timberwolves 102-95
Miami Heat - Toronto Raptors 104-89
San Antonio Spurs - Golden State Warriors 107-85
Memphis Grizzlies - Atlanta Hawks 90-107
Dallas Mavericks - Phoenix Suns 98-100
Portland Trailblazers - Washington Wizards 124-125
Sacramento Kings - Denver Nuggets 92-105
Westbrook getur ekki hætt að gera þrefaldar tvennur
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið
Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV
Íslenski boltinn
Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn
Enski boltinn
Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli
Enski boltinn