Mourinho: Ætlar ekki að stilla upp Nicky Butt liði á móti Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2017 11:45 Nicky Butt er hluti af 1992-súperárganginum hjá Manchester United. Vísir/Samett/Getty Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er með liðið sitt í keppni á öllum vígstöðum, í deildinni, í bikarnum og í Evrópudeildinni. United á ennþá tvær opnar leiðir inn í Meistaradeildina eða með því annaðhvort að ná einu af fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni eða með því að vinna Evrópudeildina. Næsti leikur liðsins er hinsvegar á móti Chelsea í enska bikarnum. Mourinho viðurkenndi eftir Evrópudeildarleik í gær að aðaláherslan væri lögð á deildina og Evrópudeildina með það markmið að komast í Meistaradeildina. „Við viljum halda þessum tveimur dyrum opnum,“ sagði Jose Mourinho eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á móti Rostov í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. ESPN sagði frá. „Við verðum að halda áfram að safna stigum í ensku úrvalsdeildinni til að halda þeim dyrum opnum og ef við komust áfram í Evrópudeildinni þá eru við komnir í átta liða úrslitin. Þær dyr væru því opnar líka,“ sagði Mourinho. „Við erum komnir með einn bikar sem er alltaf gott og góð tilfinning fyrir alla. Nú þurfum við að berjast um eitt af fjórum efstu sætunum, reyna að vinna Rostov og svo ætlum við ekki að stilla upp Nicky Butt liði á mánudaginn,“ sagði Mourinho og er þá að vísa til þess að hvíla lykilmenn í bikarleiknum við Chelsea. „Við getum ekki stillt upp Nicky Butt liði. Manchester United er of stórt. Manchester United er núverandi bikarmeistari.,“ sagði Jose Mourinho. „Það er ekki Chelsea að kenna að þessi leikur var settur á mánudaginn. Við verðum að gera breytingar vegna leiksins á fimmtudaginn á eftir en við förum ekki á Stamford Bridge með Nicky Butt lið,“ sagði Mourinho. Nicky Butt er hluti af 1992-árgangi Manchester United. Hann lék með United frá 1992 til 2004 alls 270 leiki. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er með liðið sitt í keppni á öllum vígstöðum, í deildinni, í bikarnum og í Evrópudeildinni. United á ennþá tvær opnar leiðir inn í Meistaradeildina eða með því annaðhvort að ná einu af fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni eða með því að vinna Evrópudeildina. Næsti leikur liðsins er hinsvegar á móti Chelsea í enska bikarnum. Mourinho viðurkenndi eftir Evrópudeildarleik í gær að aðaláherslan væri lögð á deildina og Evrópudeildina með það markmið að komast í Meistaradeildina. „Við viljum halda þessum tveimur dyrum opnum,“ sagði Jose Mourinho eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á móti Rostov í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. ESPN sagði frá. „Við verðum að halda áfram að safna stigum í ensku úrvalsdeildinni til að halda þeim dyrum opnum og ef við komust áfram í Evrópudeildinni þá eru við komnir í átta liða úrslitin. Þær dyr væru því opnar líka,“ sagði Mourinho. „Við erum komnir með einn bikar sem er alltaf gott og góð tilfinning fyrir alla. Nú þurfum við að berjast um eitt af fjórum efstu sætunum, reyna að vinna Rostov og svo ætlum við ekki að stilla upp Nicky Butt liði á mánudaginn,“ sagði Mourinho og er þá að vísa til þess að hvíla lykilmenn í bikarleiknum við Chelsea. „Við getum ekki stillt upp Nicky Butt liði. Manchester United er of stórt. Manchester United er núverandi bikarmeistari.,“ sagði Jose Mourinho. „Það er ekki Chelsea að kenna að þessi leikur var settur á mánudaginn. Við verðum að gera breytingar vegna leiksins á fimmtudaginn á eftir en við förum ekki á Stamford Bridge með Nicky Butt lið,“ sagði Mourinho. Nicky Butt er hluti af 1992-árgangi Manchester United. Hann lék með United frá 1992 til 2004 alls 270 leiki.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti