Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Akureyri 22-22 | Andri Snær jafnaði í blálokin Gabríel Sighvatsson í Eyjum skrifar 29. mars 2017 14:46 Þjálfarinn Sverre Jakobsson lék í vörn Akureyrarliðsins í kvöld. vísir/Andri Marinó Botnlið Akureyrar fór til Vestmannaeyja í kvöld og náði 22-22 jafntefli á móti heitasta liði Olís-deildar karla. Andri Snær Stefánsson skoraði jöfnunarmark Akureyringa úr vinstra horninu rétt áður en lokaflautið gall. Andri Snær Stefánsson var markahæstur hjá norðanmönnum með sex mörk. Það var ekki margt sem benti til annars en sigur ÍBV í dag þegar þeir tóku á móti Akureyri í næstsíðustu umferð Olís-deildarinnar. ÍBV voru fyrir leikinn búnir að vinna sjö í röð og voru taplausir á þessu ári. Í síðustu umferð unnu Eyjamenn risa sigur á Haukum og tylltu sér á toppinn. Akureyri á hinn bóginn var að berjast fyrir lífi sínu, voru með þrjú töp á bakinu og í neðsta sætinu. Gestirnir mættu dýrvitlausir til leiks og ætluðu að selja sig dýrt. Þeir byrjuðu mun betur og eftir korters leik var staðan 7-2 fyrir Akureyri. Eyjamenn rönkuðu aðeins við sér eftir þetta en sterkur varnarleikur Akureyri hélt að mestu aftur af þeim. Tomas Olason í marki gestanna fór mikinn og sá til þess að ÍBV kæmist ekki aftur inn í leikinn. Seinni hálfleikur einkenndist af töfum og lélegu flæði í leiknum. Dómararnir voru mikið að stoppa leikinn og það truflaði klárlega. Engu að síður náðu Eyjamenn loks að sýna sitt rétta andlit í síðari hálfleiknum og þegar 10 mínútur lifðu leiks jöfnuðu þeir og tóku svo forystuna. Akureyringar þurftu því að elta undir lok leiksins. Eyjamenn klúðruðu síðustu sókn sinni og vel útfærð lokasókn gestanna skilaði þeim jöfnunarmarki og stigi á síðustu sekúndu leiksins, bókstaflega. Þessi úrslit þýða það að ÍBV missir líklega toppsætið til annað hvort FH eða Hauka eftir því hvort liðið hefur betur í þeirra viðureign. Akureyri á enn möguleika á að bjarga sér. Þeir eiga hreinan úrslitaleik gegn Stjörnunni í lokaumferðinni.Ingimundur: Menn voru að spila fyrir félagið og hvorn annan í dag Ingimundur Ingimundarson hjá Akureyri vildi tvö stig úr leiknum í dag en var samt ánægður með sína menn í dag. „Ég hefði þegið eitt stig fyrr í vetur, en ég veit ekki hversu mikið þetta eina stig hjálpar okkur í dag, engu að síður mjög sterkt að klára þetta, ef við horfum á stöðuna í deildinni það veltur bara á úrslitum Stjörnunnar í dag hvort þetta eina stig hjálpar okkur,“ sagði Ingimundur. „Ég er ánægður með strákana, það er svo margt sem blæs á móti okkur þessa dagana, hópurinn okkar er þéttur og við erum að berjast fram í rauðan dauðann og sjáum hvort við fáum ekki úrslitaleik á þriðjudaginn og ef ég fær strákana svona stemmda í þann leik þá erum við mjög sterkir,“ sagði Ingimundur. Varnarleikurinn var virkilega sterkur hjá gestunum í dag. „Viljinn og baráttan var ég ánægðastur með, menn voru að spila fyrir félagið og hvorn annan í dag, þeir gáfu gjörsamlega allt í þetta. Við spiluðum góðan varnarleik, það er frábært fyrir okkur að fá bara 22 mörk á okkur gegn ÍBV, ég tel það mjög sterkt,“ sagði Ingimundur. Slæmir kaflar hjá Akureyri hleyptu ÍBV aftur inn í leikinn oftar en einu sinni. „Það voru vissulega slæmir kaflar hjá okkur en sterkt hjá okkur að koma aftur til baka. Við vorum sjálfir okkur verstir, við vorum að gera hluti sem við ætluðum að forðast að gera. Við buðum hættunni heim með lélegu vali á sendingum og skotfærum. Það er mjög hættulegt gegn ÍBV, þeir eru einstaklega fljótir fram og eru fljótir að refsa fyrir svona einföld mistök,“ sagði Ingimundur. Kári Kristján Kristjánsson var ekki með Eyjamönnum í dag og sagði Ingimundur að það munað klárlega um hann. „Kári er frábær línumaður, hann tekur mikið pláss til sin, þeir voru nú að lauma inn á bæði Magga og Sindra á línuna en klárlega skarð fyrir skildi að Kári sé ekki með.“ sagði Ingimundur að lokum.Andri Snær: Við sýndum frábæran karakter gegn langbesta liðinu í dag Andri Snær Stefánsson skoraði lokamark leiksins og tryggði sínum mönnum stig í leiknum. Hann var þó ekki sáttur með að fá einungis eitt stig í dag. „Nei, við vorum komnir til Eyja til þess að taka tvö stig, við erum í þannig baráttu að við þurfum að vinna og ætluðum að vinna síðustu tvo leikina. Frekar súrt að fá eitt stig en ég er ofboðslega stoltur af liðinu, við sýndum frábæran karakter gegn langbesta liðinu í dag og við getum verið með kassann uppi þó okkur hafi ekki tekist ætlunarverkið í dag,“ sagði Andri. „Við erum búnir að vera ofboðslega miklir aular að klára ekki okkar leiki, á móti Selfossi og Fram sérstaklega, og það voru mjög dýr stig í þessari baráttu og á meðan eru ÍBV búnir að vera frábærir og eru að mínu mati með besta liðið um þessar mundir en við vorum allan tímann að fara að mæta hingað til þess að vinna en því miður tókst það ekki í dag,“ sagði Andri. Akureyri var mestmegnis yfir í leiknum en leyfði ÍBV að komast aftur í leikinn með slæmum köflum inn á milli. „Það er alveg hárrétt, við vorum óskynsamir á nokkrum köflum í leiknum sem ÍBV nýtti sér mjög vel enda refsa þeir fyrir hver mistök, annars héldum við aganum í 93 prósent af leiknum en við hefðum þurft 100 prósentin til þess að vinna,“ sagði Andri. „ÍBV er með mjög góðar skyttur og í raun og veru með valinn mann í hverju rúmi, það koma ekki mörg lið til Eyja og gera eitthvað en Tomas var mjög góður í dag og leiðinlegt að það hafi ekki skilað meiru.“ sagði Andri Snær að lokum.Arnar: Við féllum bara á prófinu Það var enginn sáttur með einungis eitt stig í dag og það átti líka við um Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV. „Við ætluðum okkur að sjálfsögðu bæði stigin og halda áfram á þeirri leið sem við vorum á fyrir leikinn en það klikkaði.“ sagði Arnar. „Ég held að við höfum fallið á undirbúningsprófinu, við vorum klárlega ekki undirbúnir fyrir þennan fæting og þessa vörn sem Akureyringarnir spiluðu, þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og við einfaldlega bökkuðum svolítið út úr þeim. Tvö mörk á 15 mínútum er bara ekki boðlegt,“ sagði Arnar. Arnar segir að spilamennskan hjá liðinu hafi heilt yfir ekki verið nógu góð. „Nei, alls ekki, þetta eru klárlega tröppur niður á við, ég hef alltaf talað um tröppurnar upp á við sem við höfum verið að taka undanfarið og núna tókum við klárlega tröppur niður á við og við þurfum að stökkva upp á við í næsta leik,“ sagði Arnar. „Við þurfum að læra að takast á við það að eiga að gera eitthvað, það má vel vera að það hafi truflað okkur og það má vel vera að mjög góð spilamennska gegn Haukum í síðasta leik hafi látið menn halda að það væri eitthvað komið sem var það ekki. Þetta er bara þannig sport að ef menn eru ekki 100 prósent klárir þá lenda menn í vandræðum og við lentum í bullandi vandræðum gegn baráttuglöðum og flottum Akureyringum,“ sagði Arnar. Arnar fannst dómararnir standa sig vel í dag en margir vildi meina að vafasamir dómar hefðu fallið og að þeir hafi ekki leyft leiknum að flæða nógu mikið. „Mér fannst þeir setja góða línu sem á við um bæði lið. Mér fannst Akureyringarnir spila betur á þeirri línu en við og nálguðumst hana af meiri skynsemi. Mér fannst ekkert að þeirra störfum í dag og við féllum bara á prófinu,“ sagði Arnar. Arnar vill að sjálfsögðu ná í sigur fyrir úrslitakeppnina sem er framundan. „Við viljum sjá okkar leik verða betri og betri, við þurfum aðeins að svara fyrir það í næsta leik og sýna úr hverju við erum gerðir, við þurfum að rífa okkur upp úr þessu,“ sagði Arnar. Kári Kristján Kristjánsson var ekki með í dag og það sama átti við um Ágúst Emil Grétarsson. „Kári var í læknismeðferð í Reykjavík í gær og þarf nokkra daga til að jafna sig og Ágúst er meiddur,“ sagði Arnar um stöðuna á þeim tveimur. Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Botnlið Akureyrar fór til Vestmannaeyja í kvöld og náði 22-22 jafntefli á móti heitasta liði Olís-deildar karla. Andri Snær Stefánsson skoraði jöfnunarmark Akureyringa úr vinstra horninu rétt áður en lokaflautið gall. Andri Snær Stefánsson var markahæstur hjá norðanmönnum með sex mörk. Það var ekki margt sem benti til annars en sigur ÍBV í dag þegar þeir tóku á móti Akureyri í næstsíðustu umferð Olís-deildarinnar. ÍBV voru fyrir leikinn búnir að vinna sjö í röð og voru taplausir á þessu ári. Í síðustu umferð unnu Eyjamenn risa sigur á Haukum og tylltu sér á toppinn. Akureyri á hinn bóginn var að berjast fyrir lífi sínu, voru með þrjú töp á bakinu og í neðsta sætinu. Gestirnir mættu dýrvitlausir til leiks og ætluðu að selja sig dýrt. Þeir byrjuðu mun betur og eftir korters leik var staðan 7-2 fyrir Akureyri. Eyjamenn rönkuðu aðeins við sér eftir þetta en sterkur varnarleikur Akureyri hélt að mestu aftur af þeim. Tomas Olason í marki gestanna fór mikinn og sá til þess að ÍBV kæmist ekki aftur inn í leikinn. Seinni hálfleikur einkenndist af töfum og lélegu flæði í leiknum. Dómararnir voru mikið að stoppa leikinn og það truflaði klárlega. Engu að síður náðu Eyjamenn loks að sýna sitt rétta andlit í síðari hálfleiknum og þegar 10 mínútur lifðu leiks jöfnuðu þeir og tóku svo forystuna. Akureyringar þurftu því að elta undir lok leiksins. Eyjamenn klúðruðu síðustu sókn sinni og vel útfærð lokasókn gestanna skilaði þeim jöfnunarmarki og stigi á síðustu sekúndu leiksins, bókstaflega. Þessi úrslit þýða það að ÍBV missir líklega toppsætið til annað hvort FH eða Hauka eftir því hvort liðið hefur betur í þeirra viðureign. Akureyri á enn möguleika á að bjarga sér. Þeir eiga hreinan úrslitaleik gegn Stjörnunni í lokaumferðinni.Ingimundur: Menn voru að spila fyrir félagið og hvorn annan í dag Ingimundur Ingimundarson hjá Akureyri vildi tvö stig úr leiknum í dag en var samt ánægður með sína menn í dag. „Ég hefði þegið eitt stig fyrr í vetur, en ég veit ekki hversu mikið þetta eina stig hjálpar okkur í dag, engu að síður mjög sterkt að klára þetta, ef við horfum á stöðuna í deildinni það veltur bara á úrslitum Stjörnunnar í dag hvort þetta eina stig hjálpar okkur,“ sagði Ingimundur. „Ég er ánægður með strákana, það er svo margt sem blæs á móti okkur þessa dagana, hópurinn okkar er þéttur og við erum að berjast fram í rauðan dauðann og sjáum hvort við fáum ekki úrslitaleik á þriðjudaginn og ef ég fær strákana svona stemmda í þann leik þá erum við mjög sterkir,“ sagði Ingimundur. Varnarleikurinn var virkilega sterkur hjá gestunum í dag. „Viljinn og baráttan var ég ánægðastur með, menn voru að spila fyrir félagið og hvorn annan í dag, þeir gáfu gjörsamlega allt í þetta. Við spiluðum góðan varnarleik, það er frábært fyrir okkur að fá bara 22 mörk á okkur gegn ÍBV, ég tel það mjög sterkt,“ sagði Ingimundur. Slæmir kaflar hjá Akureyri hleyptu ÍBV aftur inn í leikinn oftar en einu sinni. „Það voru vissulega slæmir kaflar hjá okkur en sterkt hjá okkur að koma aftur til baka. Við vorum sjálfir okkur verstir, við vorum að gera hluti sem við ætluðum að forðast að gera. Við buðum hættunni heim með lélegu vali á sendingum og skotfærum. Það er mjög hættulegt gegn ÍBV, þeir eru einstaklega fljótir fram og eru fljótir að refsa fyrir svona einföld mistök,“ sagði Ingimundur. Kári Kristján Kristjánsson var ekki með Eyjamönnum í dag og sagði Ingimundur að það munað klárlega um hann. „Kári er frábær línumaður, hann tekur mikið pláss til sin, þeir voru nú að lauma inn á bæði Magga og Sindra á línuna en klárlega skarð fyrir skildi að Kári sé ekki með.“ sagði Ingimundur að lokum.Andri Snær: Við sýndum frábæran karakter gegn langbesta liðinu í dag Andri Snær Stefánsson skoraði lokamark leiksins og tryggði sínum mönnum stig í leiknum. Hann var þó ekki sáttur með að fá einungis eitt stig í dag. „Nei, við vorum komnir til Eyja til þess að taka tvö stig, við erum í þannig baráttu að við þurfum að vinna og ætluðum að vinna síðustu tvo leikina. Frekar súrt að fá eitt stig en ég er ofboðslega stoltur af liðinu, við sýndum frábæran karakter gegn langbesta liðinu í dag og við getum verið með kassann uppi þó okkur hafi ekki tekist ætlunarverkið í dag,“ sagði Andri. „Við erum búnir að vera ofboðslega miklir aular að klára ekki okkar leiki, á móti Selfossi og Fram sérstaklega, og það voru mjög dýr stig í þessari baráttu og á meðan eru ÍBV búnir að vera frábærir og eru að mínu mati með besta liðið um þessar mundir en við vorum allan tímann að fara að mæta hingað til þess að vinna en því miður tókst það ekki í dag,“ sagði Andri. Akureyri var mestmegnis yfir í leiknum en leyfði ÍBV að komast aftur í leikinn með slæmum köflum inn á milli. „Það er alveg hárrétt, við vorum óskynsamir á nokkrum köflum í leiknum sem ÍBV nýtti sér mjög vel enda refsa þeir fyrir hver mistök, annars héldum við aganum í 93 prósent af leiknum en við hefðum þurft 100 prósentin til þess að vinna,“ sagði Andri. „ÍBV er með mjög góðar skyttur og í raun og veru með valinn mann í hverju rúmi, það koma ekki mörg lið til Eyja og gera eitthvað en Tomas var mjög góður í dag og leiðinlegt að það hafi ekki skilað meiru.“ sagði Andri Snær að lokum.Arnar: Við féllum bara á prófinu Það var enginn sáttur með einungis eitt stig í dag og það átti líka við um Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV. „Við ætluðum okkur að sjálfsögðu bæði stigin og halda áfram á þeirri leið sem við vorum á fyrir leikinn en það klikkaði.“ sagði Arnar. „Ég held að við höfum fallið á undirbúningsprófinu, við vorum klárlega ekki undirbúnir fyrir þennan fæting og þessa vörn sem Akureyringarnir spiluðu, þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og við einfaldlega bökkuðum svolítið út úr þeim. Tvö mörk á 15 mínútum er bara ekki boðlegt,“ sagði Arnar. Arnar segir að spilamennskan hjá liðinu hafi heilt yfir ekki verið nógu góð. „Nei, alls ekki, þetta eru klárlega tröppur niður á við, ég hef alltaf talað um tröppurnar upp á við sem við höfum verið að taka undanfarið og núna tókum við klárlega tröppur niður á við og við þurfum að stökkva upp á við í næsta leik,“ sagði Arnar. „Við þurfum að læra að takast á við það að eiga að gera eitthvað, það má vel vera að það hafi truflað okkur og það má vel vera að mjög góð spilamennska gegn Haukum í síðasta leik hafi látið menn halda að það væri eitthvað komið sem var það ekki. Þetta er bara þannig sport að ef menn eru ekki 100 prósent klárir þá lenda menn í vandræðum og við lentum í bullandi vandræðum gegn baráttuglöðum og flottum Akureyringum,“ sagði Arnar. Arnar fannst dómararnir standa sig vel í dag en margir vildi meina að vafasamir dómar hefðu fallið og að þeir hafi ekki leyft leiknum að flæða nógu mikið. „Mér fannst þeir setja góða línu sem á við um bæði lið. Mér fannst Akureyringarnir spila betur á þeirri línu en við og nálguðumst hana af meiri skynsemi. Mér fannst ekkert að þeirra störfum í dag og við féllum bara á prófinu,“ sagði Arnar. Arnar vill að sjálfsögðu ná í sigur fyrir úrslitakeppnina sem er framundan. „Við viljum sjá okkar leik verða betri og betri, við þurfum aðeins að svara fyrir það í næsta leik og sýna úr hverju við erum gerðir, við þurfum að rífa okkur upp úr þessu,“ sagði Arnar. Kári Kristján Kristjánsson var ekki með í dag og það sama átti við um Ágúst Emil Grétarsson. „Kári var í læknismeðferð í Reykjavík í gær og þarf nokkra daga til að jafna sig og Ágúst er meiddur,“ sagði Arnar um stöðuna á þeim tveimur.
Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira