Bílskúrinn: Ágætis byrjun í Ástralíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. mars 2017 17:00 Sebastian Vettel gefur liðsstjóra Ferrari Maurizio Arrivabene háa fimmu. Vísir/Getty Formúlu 1 tímabilið hófst á nýjan leik í Ástralíu um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í spennandi keppni sem lofar góðu fyrir tímabilið. Klúðraði Mercedes eða var Ferrari betra liðið? Daniel Ricciardo í vandræðum á heimavelli, verður raunveruleg barátta um titlana í ár? Þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Verstappen lagði grunninn fyrir Vettel Lewis Hamilton ræsti keppnina af ráspól, Vettel var annar staðan hélst óbreytt fram að þjónustuhléi Hamilton. Hamiltonfór snemma inn á þjónustusvæðið miðað við aðra sem voru framarlega í keppninni. Vettel hélt áfram að aka hring eftir hring á fínum tímum, tapaði smávæginlega gagnvart Hamilton fyrst en svo lenti Hamilton fyrir aftan Verstappen sem var á slitnum dekkjum og ók töluvert hægar en Vettel, en hélt Hamilton fyrir aftan sig. Vettel tók svo þjónustuhlé og komst út á brautina fyrir framan Hamilton og hélt stöðunni til loka. Verstappen skóp því raunar sigur Vettel að sögn margra. Ofanritaður telur þó raunar frekar að Verstappen hafi átt þátt í að auðvelda Vettel að vinna keppnina. Hamilton reyndi að ná Vettel og gat það ekki, en það veit raunar enginn hversu harkalega Vettel var að taka á Ferrari fáknum. Eitt er víst að keppnin er raunveruleg í ár, sem er afar vel.Kimi Raikkonen á meira inni að mati blaðamanns.Vísir/GettyEr Kimi Raikkonen útbrunninn? Spurning sem vaknar með komu lóunnar. Raikkonen virðist alltaf þurfa að verja sig og sína frammistöðu meira en aðrir. Ekki það að honum finnist það, honum er sennilega slétt sama. Gagnrýnisraddirnar hafa þó sjaldan verið háværari en nú. Liðsfélagi hans átti keppnina og kom fyrstur í mark en Raikkonen landar léttu fjórða sæti á Ferrari bílnum. Bíllinn var ekki rétt uppstilltur að sögn Finnans. Staðreyndin er sú að bílar þessarar nýju kynslóðar eru viðkvæmari í uppstillingu en áður, enda meiri kraftar í gangi og því munar meira um hverja skekkju, hvern millimetra eða hvert gramm sem fært er til eða frá. Af því leiðir að rétt uppstilling er mikilvægari en oft áður og munurinn augljósari á góðri og ekki eins góðri uppstillingu. Kimi Raikkonen er raunar afar líklegur til árangurs í ár. Bílarnir eru almennt eins og hann vill hafa þá, þeir eru snöggir og kraftarnir í kringum þá miklir. Raikkonen hefur sagt að hann sé mjög hrifinn af þeim. Það er því að mati ofanritaðs of snemmt að dæma Raikkonen úr leik og kalla eftir að Antonio Giovinazzi, þróunarökumaður Ferrari taki sæti fyrrum heimsmeistarans. Giovinazzi tók sæti Pascal Wehrlein hjá Sauber í keppninni en Wehrlein var meiddur. Giovinazzi þótti standa sig með stakri prýði í sinni fyrstu keppni.Ricciardo átti afleidda helgi á heimabrautinni.Vísir/GettyRaunir Ricciardo, helgi til að gleyma Heimamaðurinn, ástralski ökumaðurinn Daniel Ricciardo átti ekkert sérstaka tímatöku, hann var í ágætum málum fram að síðustu lotu tímatökunnar. Hann missti svo stjórn á bílnum í upphafi síðustu lotunnar. Fyrir keppnina bilaði skynjari í bíl heimamannsins, hann festist í gír á leið sinni á ráslínuna. Liðinu tókst að koma bílnum svo aftur í gang þegar tveimur hringjum var lokið í keppninni. Ricciardo kórónaði svo hryllinginn í heimakeppninni þegar bíllinn bilaði í keppninni. Helgi til að gleyma fyrir heimamanninn.Valtteri Bottas fagnar eftir góða fyrstu keppni hjá Mercedes.Vísir/GettyByrjun Bottas hjá Mercedes Nú þegar hefur Valtteri Bottas þurft að þola samanburð við heimsmeistarann, Nico Rosberg. Gárungar eru á því að Rosberg hefði ekkert endilega staðið sig betur í keppninni en Bottas gerði. Niki Lauda, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 og ráðgjafi Mercedes liðsins er þar á meðal. Bottas var raunar farinn að sækja á Hamilton í keppninni, svo Finninn er greinilega fljótur að læra. Það verður áhugavert að sjá hvort Bottas verði bannað að taka fram úr Hamilton eða hvort liðið heldur áfram að leyfa ökumönnum sínum að keppa innan skynsemismarka. Það er opinber afstaða liðsins að ökumenn fá að keppa og það er enginn númer eitt innan liðsins. Bottas byrjaði vel um helgina og er greinilega kominn til að setja mark sitt á Mercedes liðsins.Fernando Alonso á McLaren-Honda bílnum ók ótrúlega vel um helgina.Vísir/GettyÖkumaður keppninnar Fernando Alonso var um langt skeið í keppninni í 10. sæti. Eitthvað sem var ekki beinlínis líklegt þegar liðin yfirgáfu æfingabúðirnar í Barselóna. McLaren-Honda hafði einungis tekist að aka 11 samfellda hringi. Alonso tók McLaren-Honda bílinn og skellti honum bara í stigasæti. Eins og honum einum er lagið. Það er að segja þangað til fjöðrunin í bílnum gaf sig þegar hann átti fimm hringi eftir. Það var grátlega stutt í stig fyrir hið hnignandi stórveldi. Formúla Tengdar fréttir Sebastian Vettel vann í Ástralíu Sebastian Vettel vann fyrstu keppni tímabilsins á Ferrari bílnum. Lewis Hamilton varð annar á Mervedes og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 26. mars 2017 06:28 Vettel: Við erum komin til að berjast Sebastian Vettel vann fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu. Hann er því sá fyrsti sem leiðir heimsmeistarakeppni á Hybrid skeiði Formúlu 1 sem er ekki ökumaður Mercedes. 26. mars 2017 12:30 Upphitunarmyndband fyrir fyrsta kappaksturinn: Tímabilið hefst í nótt Tímabilið í Formúlunni hefst í nótt með ástralska kappakstrinum en Stöð 2 Sport hefur tekið saman skemmtilegt upphitunarmyndband þar sem öll helstu tilþrif síðasta tímabilsins koma fram. 25. mars 2017 21:00 Vettel vann fyrstu keppni tímabilsins | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir helstu uppákomur í fyrstu keppni tímabilsins. 26. mars 2017 13:15 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Formúlu 1 tímabilið hófst á nýjan leik í Ástralíu um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í spennandi keppni sem lofar góðu fyrir tímabilið. Klúðraði Mercedes eða var Ferrari betra liðið? Daniel Ricciardo í vandræðum á heimavelli, verður raunveruleg barátta um titlana í ár? Þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Verstappen lagði grunninn fyrir Vettel Lewis Hamilton ræsti keppnina af ráspól, Vettel var annar staðan hélst óbreytt fram að þjónustuhléi Hamilton. Hamiltonfór snemma inn á þjónustusvæðið miðað við aðra sem voru framarlega í keppninni. Vettel hélt áfram að aka hring eftir hring á fínum tímum, tapaði smávæginlega gagnvart Hamilton fyrst en svo lenti Hamilton fyrir aftan Verstappen sem var á slitnum dekkjum og ók töluvert hægar en Vettel, en hélt Hamilton fyrir aftan sig. Vettel tók svo þjónustuhlé og komst út á brautina fyrir framan Hamilton og hélt stöðunni til loka. Verstappen skóp því raunar sigur Vettel að sögn margra. Ofanritaður telur þó raunar frekar að Verstappen hafi átt þátt í að auðvelda Vettel að vinna keppnina. Hamilton reyndi að ná Vettel og gat það ekki, en það veit raunar enginn hversu harkalega Vettel var að taka á Ferrari fáknum. Eitt er víst að keppnin er raunveruleg í ár, sem er afar vel.Kimi Raikkonen á meira inni að mati blaðamanns.Vísir/GettyEr Kimi Raikkonen útbrunninn? Spurning sem vaknar með komu lóunnar. Raikkonen virðist alltaf þurfa að verja sig og sína frammistöðu meira en aðrir. Ekki það að honum finnist það, honum er sennilega slétt sama. Gagnrýnisraddirnar hafa þó sjaldan verið háværari en nú. Liðsfélagi hans átti keppnina og kom fyrstur í mark en Raikkonen landar léttu fjórða sæti á Ferrari bílnum. Bíllinn var ekki rétt uppstilltur að sögn Finnans. Staðreyndin er sú að bílar þessarar nýju kynslóðar eru viðkvæmari í uppstillingu en áður, enda meiri kraftar í gangi og því munar meira um hverja skekkju, hvern millimetra eða hvert gramm sem fært er til eða frá. Af því leiðir að rétt uppstilling er mikilvægari en oft áður og munurinn augljósari á góðri og ekki eins góðri uppstillingu. Kimi Raikkonen er raunar afar líklegur til árangurs í ár. Bílarnir eru almennt eins og hann vill hafa þá, þeir eru snöggir og kraftarnir í kringum þá miklir. Raikkonen hefur sagt að hann sé mjög hrifinn af þeim. Það er því að mati ofanritaðs of snemmt að dæma Raikkonen úr leik og kalla eftir að Antonio Giovinazzi, þróunarökumaður Ferrari taki sæti fyrrum heimsmeistarans. Giovinazzi tók sæti Pascal Wehrlein hjá Sauber í keppninni en Wehrlein var meiddur. Giovinazzi þótti standa sig með stakri prýði í sinni fyrstu keppni.Ricciardo átti afleidda helgi á heimabrautinni.Vísir/GettyRaunir Ricciardo, helgi til að gleyma Heimamaðurinn, ástralski ökumaðurinn Daniel Ricciardo átti ekkert sérstaka tímatöku, hann var í ágætum málum fram að síðustu lotu tímatökunnar. Hann missti svo stjórn á bílnum í upphafi síðustu lotunnar. Fyrir keppnina bilaði skynjari í bíl heimamannsins, hann festist í gír á leið sinni á ráslínuna. Liðinu tókst að koma bílnum svo aftur í gang þegar tveimur hringjum var lokið í keppninni. Ricciardo kórónaði svo hryllinginn í heimakeppninni þegar bíllinn bilaði í keppninni. Helgi til að gleyma fyrir heimamanninn.Valtteri Bottas fagnar eftir góða fyrstu keppni hjá Mercedes.Vísir/GettyByrjun Bottas hjá Mercedes Nú þegar hefur Valtteri Bottas þurft að þola samanburð við heimsmeistarann, Nico Rosberg. Gárungar eru á því að Rosberg hefði ekkert endilega staðið sig betur í keppninni en Bottas gerði. Niki Lauda, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 og ráðgjafi Mercedes liðsins er þar á meðal. Bottas var raunar farinn að sækja á Hamilton í keppninni, svo Finninn er greinilega fljótur að læra. Það verður áhugavert að sjá hvort Bottas verði bannað að taka fram úr Hamilton eða hvort liðið heldur áfram að leyfa ökumönnum sínum að keppa innan skynsemismarka. Það er opinber afstaða liðsins að ökumenn fá að keppa og það er enginn númer eitt innan liðsins. Bottas byrjaði vel um helgina og er greinilega kominn til að setja mark sitt á Mercedes liðsins.Fernando Alonso á McLaren-Honda bílnum ók ótrúlega vel um helgina.Vísir/GettyÖkumaður keppninnar Fernando Alonso var um langt skeið í keppninni í 10. sæti. Eitthvað sem var ekki beinlínis líklegt þegar liðin yfirgáfu æfingabúðirnar í Barselóna. McLaren-Honda hafði einungis tekist að aka 11 samfellda hringi. Alonso tók McLaren-Honda bílinn og skellti honum bara í stigasæti. Eins og honum einum er lagið. Það er að segja þangað til fjöðrunin í bílnum gaf sig þegar hann átti fimm hringi eftir. Það var grátlega stutt í stig fyrir hið hnignandi stórveldi.
Formúla Tengdar fréttir Sebastian Vettel vann í Ástralíu Sebastian Vettel vann fyrstu keppni tímabilsins á Ferrari bílnum. Lewis Hamilton varð annar á Mervedes og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 26. mars 2017 06:28 Vettel: Við erum komin til að berjast Sebastian Vettel vann fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu. Hann er því sá fyrsti sem leiðir heimsmeistarakeppni á Hybrid skeiði Formúlu 1 sem er ekki ökumaður Mercedes. 26. mars 2017 12:30 Upphitunarmyndband fyrir fyrsta kappaksturinn: Tímabilið hefst í nótt Tímabilið í Formúlunni hefst í nótt með ástralska kappakstrinum en Stöð 2 Sport hefur tekið saman skemmtilegt upphitunarmyndband þar sem öll helstu tilþrif síðasta tímabilsins koma fram. 25. mars 2017 21:00 Vettel vann fyrstu keppni tímabilsins | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir helstu uppákomur í fyrstu keppni tímabilsins. 26. mars 2017 13:15 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel vann í Ástralíu Sebastian Vettel vann fyrstu keppni tímabilsins á Ferrari bílnum. Lewis Hamilton varð annar á Mervedes og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 26. mars 2017 06:28
Vettel: Við erum komin til að berjast Sebastian Vettel vann fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu. Hann er því sá fyrsti sem leiðir heimsmeistarakeppni á Hybrid skeiði Formúlu 1 sem er ekki ökumaður Mercedes. 26. mars 2017 12:30
Upphitunarmyndband fyrir fyrsta kappaksturinn: Tímabilið hefst í nótt Tímabilið í Formúlunni hefst í nótt með ástralska kappakstrinum en Stöð 2 Sport hefur tekið saman skemmtilegt upphitunarmyndband þar sem öll helstu tilþrif síðasta tímabilsins koma fram. 25. mars 2017 21:00
Vettel vann fyrstu keppni tímabilsins | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir helstu uppákomur í fyrstu keppni tímabilsins. 26. mars 2017 13:15