Hörður Björgvin: Ætlaði fyrst að setja boltann í markmannshornið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2017 22:53 Hörður Björgvin Magnússon var að vonum alsæll eftir að hafa tryggt Íslandi fyrsta sigurinn á Írlandi með sínu fyrsta landsliðsmarki. Hann skoraði þá með fallegu skoti beint úr aukaspyrnu. „Það var mikill léttir að ná sínu fyrsta marki fyrir landsliðið. Ég vil hrósa liðsheildinni, þetta sýnir hversu sterkir við erum. Við missum sterka leikmenn en það komu aðrir sterkir menn inn. Spilamennskan var mjög góð,“ sagði Hörður Björgvin í samtali við Vísi í kvöld. Hann segist að hafa fengið það hlutverk að taka aukaspyrnurnar í leiknum í kvöld. „Það var ákveðið fyrir leik. Þeir vita að ég get alveg tekið aukaspyrnur og hef tekið fyrir mitt félagslið. Það var gott að sýna að ég er sá sem er á hælunum á Gylfa að taka þessar aukaspyrnur. Það var gaman að skora,“ sagði Hörður Björgvin sem sneri boltann skemmtilega yfir varnarvegg Íranna. „Ég var mjög heppinn. Spyrnan hefði ekki mátt vera lægri, þá hefði boltinn örugglega farið í öxlina á einhverjum í veggnum. Ég hitti á milli hausanna á þeim. Veggurinn var ekkert rosalega vel upp stilltur. Ég ætlaði að skjóta í markmannshornið en svo sá ég hvernig þeir stilltu upp veggnum og ákvað að setja boltann yfir hann.“ Hörður Björgvin kvaðst ánægður með varnarleik Íslendinga sem réði vel við allar sóknaraðgerðir Íranna. „Þeir lágu vel á okkur í seinni hálfleik og við vissum að þeir myndu koma dýrvitlausir inn í hann. Við náðum að drepa tempóið hjá þeim. Okkar verkefni var að stoppa fyrirgjafirnar og þeirra skyndisóknir. Mér fannst þeir ekki fá mörg færi. Varnarleikurinn var mjög sterkur,“ sagði Hörður Björgvin að lokum. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30 Heimir: Man ekki eftir opnu færi hjá þeim Landsliðsþjálfarinn var sáttur með frammistöðuna gegn Írlandi. 28. mars 2017 21:39 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon var að vonum alsæll eftir að hafa tryggt Íslandi fyrsta sigurinn á Írlandi með sínu fyrsta landsliðsmarki. Hann skoraði þá með fallegu skoti beint úr aukaspyrnu. „Það var mikill léttir að ná sínu fyrsta marki fyrir landsliðið. Ég vil hrósa liðsheildinni, þetta sýnir hversu sterkir við erum. Við missum sterka leikmenn en það komu aðrir sterkir menn inn. Spilamennskan var mjög góð,“ sagði Hörður Björgvin í samtali við Vísi í kvöld. Hann segist að hafa fengið það hlutverk að taka aukaspyrnurnar í leiknum í kvöld. „Það var ákveðið fyrir leik. Þeir vita að ég get alveg tekið aukaspyrnur og hef tekið fyrir mitt félagslið. Það var gott að sýna að ég er sá sem er á hælunum á Gylfa að taka þessar aukaspyrnur. Það var gaman að skora,“ sagði Hörður Björgvin sem sneri boltann skemmtilega yfir varnarvegg Íranna. „Ég var mjög heppinn. Spyrnan hefði ekki mátt vera lægri, þá hefði boltinn örugglega farið í öxlina á einhverjum í veggnum. Ég hitti á milli hausanna á þeim. Veggurinn var ekkert rosalega vel upp stilltur. Ég ætlaði að skjóta í markmannshornið en svo sá ég hvernig þeir stilltu upp veggnum og ákvað að setja boltann yfir hann.“ Hörður Björgvin kvaðst ánægður með varnarleik Íslendinga sem réði vel við allar sóknaraðgerðir Íranna. „Þeir lágu vel á okkur í seinni hálfleik og við vissum að þeir myndu koma dýrvitlausir inn í hann. Við náðum að drepa tempóið hjá þeim. Okkar verkefni var að stoppa fyrirgjafirnar og þeirra skyndisóknir. Mér fannst þeir ekki fá mörg færi. Varnarleikurinn var mjög sterkur,“ sagði Hörður Björgvin að lokum.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30 Heimir: Man ekki eftir opnu færi hjá þeim Landsliðsþjálfarinn var sáttur með frammistöðuna gegn Írlandi. 28. mars 2017 21:39 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira
Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30
Heimir: Man ekki eftir opnu færi hjá þeim Landsliðsþjálfarinn var sáttur með frammistöðuna gegn Írlandi. 28. mars 2017 21:39