Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2017 14:57 Lionel Messi lét þennan aðstoðardómara heyra það. Vísir/Getty Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. Messi var auk þess sektaður um tíu þúsund svissneska franka. Hann fær bannið og sektina fyrir að láta aðstoðardómara heyra það í leik Argentínu og Síle í undankeppni HM síðasta fimmtudag. Messi skoraði eina mark leiksins og tryggði Argentínu lífsnauðsynlegan sigur. FIFA segir frá. Messi þarf ekki að hafa mikla áhyggjur af þessari sekt sem eru rúm 1,1 milljón íslenskra króna en Argentína gæti lent í miklum vandræðum án hans í undankeppninni. Argentínska landsliðið er langt frá því að vera öruggt með sæti á HM. Liðið er í þriðja sæti í Suður-Ameríkuriðlinum en fjórar efstu þjóðirnar fara beint á HM og liðið í fimmta sæti fer í umspil. Argentína hefur aðeins unnið 6 af 13 leikjum sínum og er bara tveimur stigum á undan Síle sem er í sjötta sæti riðilsins. Fyrsti leikurinn sem Messi missir af er á móti Bólivíu í kvöld. Fimm leikir eru eftir í riðlinum og missir Messi því af öllum leikjum nema lokaleiknum sem er á móti Ekvador á útivelli. Sá leikur fer þó ekki fram fyrr en 10. október og Messi spilar því ekki keppnislandsleik næstu sex mánuði. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá hefur argentínska landsliðinu gengið mjög illa án Messi í undankeppninni til þessa en hann hefur misst af sjö leikjum. Með hann innanborðs hafa Argentínumenn unnið 5 af 6 leikjum en aðeins 1 af 7 án hans.Lionel Messi has been suspended for 4 official matches by FIFA. Argentina has been better in World Cup Qualifying with Messi in the lineup. pic.twitter.com/xSTkI9pBId— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 28, 2017 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. Messi var auk þess sektaður um tíu þúsund svissneska franka. Hann fær bannið og sektina fyrir að láta aðstoðardómara heyra það í leik Argentínu og Síle í undankeppni HM síðasta fimmtudag. Messi skoraði eina mark leiksins og tryggði Argentínu lífsnauðsynlegan sigur. FIFA segir frá. Messi þarf ekki að hafa mikla áhyggjur af þessari sekt sem eru rúm 1,1 milljón íslenskra króna en Argentína gæti lent í miklum vandræðum án hans í undankeppninni. Argentínska landsliðið er langt frá því að vera öruggt með sæti á HM. Liðið er í þriðja sæti í Suður-Ameríkuriðlinum en fjórar efstu þjóðirnar fara beint á HM og liðið í fimmta sæti fer í umspil. Argentína hefur aðeins unnið 6 af 13 leikjum sínum og er bara tveimur stigum á undan Síle sem er í sjötta sæti riðilsins. Fyrsti leikurinn sem Messi missir af er á móti Bólivíu í kvöld. Fimm leikir eru eftir í riðlinum og missir Messi því af öllum leikjum nema lokaleiknum sem er á móti Ekvador á útivelli. Sá leikur fer þó ekki fram fyrr en 10. október og Messi spilar því ekki keppnislandsleik næstu sex mánuði. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá hefur argentínska landsliðinu gengið mjög illa án Messi í undankeppninni til þessa en hann hefur misst af sjö leikjum. Með hann innanborðs hafa Argentínumenn unnið 5 af 6 leikjum en aðeins 1 af 7 án hans.Lionel Messi has been suspended for 4 official matches by FIFA. Argentina has been better in World Cup Qualifying with Messi in the lineup. pic.twitter.com/xSTkI9pBId— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 28, 2017
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira