Kári Stefáns hefur ekki haft samband við ofurmömmu íslenska fótboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2017 10:30 Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir, móðir fjögurra landsliðsmanna í fótbolta var í Akraborginni og ræddi þá við Hjört Hjartarson um strákana sína sem hafa allir fjórir skorað fyrir íslenska A-landsliðið. Björn Bergmann Sigurðarson, sá yngsti, skoraði fyrra mark Íslands í sigri á Kósóvó í undankeppni HM á föstudagskvöldið. „Þetta var yndislegt og alveg frábært. Við trylltumst bæði. Þetta var alveg frábær tilfinning,“ sagði Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir um upplifun sína af því að sjá strákinn sinn skora fyrir íslenska landsliðið í fyrsta sinn. Áður höfðu þeir Þórður Guðjónsson, Bjarni Guðjónsson og Jóhannes Karl Guðjónsson skorað fyrir íslenska landsliðið. Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir, eða Badda, eins og hún er kölluð staðfesti það að Sigurður faðir Björns Bergmanns hafi hreinlega farið að gráta þegar strákurinn gaf aftur kost á sér í landsliðið. „Það er alveg rétt. Hann þráði þetta alveg svakalega mikið að hann væri í landsliðinu. Honum fannst það alveg nauðsynlegt að hann gæfi kost á sér,“ sagði Bjarney Þórunn.Björn Bergmann Sigurðarson skorar hér á móti Kósóvó.Vísir/EPAÞað hefur oft komið fram að Björn Bergmann Sigurðarson hafi lítinn áhuga á fótbolta þrátt fyrir að spila sem atvinnumaður í fótbolta. En af hverju er það? „Það er mjög skrýtið. Hann hefur aldrei horft á fótbolta eða neitt svoleiðis. Bjarni var reyndar svona líka því hann horfði aldrei á leiki þegar hann var yngri. Enda eru þeir báðir fiskar og fæddir sama dag,“ sagði Bjarney Þórunn. Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl eru allir synir Guðjóns Þórðarsonar og Badda er sammála því að Björn Bergmann sé ólíkur hálfbræðrum sínum. „Hann er mjög ólíkur. Hann er ofsalega mikill verkmaður og mjög duglegur til vinnu. Hann hefur gaman af því að gera hluti. Alveg frá því að hann var smá krakki þá var hann mjög vinnusamur,“ sagði Bjarney Þórunn en leit út fyrir að hann yrði atvinnumaður í fótbolta? „Ég bjóst ekki við því. Hann var svo duglegur í fótboltanum en aldrei að spá í því að hann ætlaði að gera heldur snérist þetta alltaf um liðsandann hjá honum. Hann vildi ekki sóla upp völlinn einn og reyna að skora heldur að spila. Hann hefur alla tíð verið þannig og svo ósérhlífinn. Svo kannski þegar leikurinn var búinn þá vissi hann ekki einu sinni hvernig han fór. Hann var svo slakur yfir þessu,“ sagði Bjarney Þórunn um Björn Bergmann. „Hann spurði pabba sinn oft eftir leikinn: Unnum við ekki örugglega. Þetta var bara gaman að meðan því stóð. Hann er mjög slakur yfir þessu öllu saman. Hann er ekki með þetta brjálaða keppnisskap en hann vill samt vinna. Það er ekki eins og hann fari heima að grenja þegar hann tapar,“ segir Bjarney Þórunn.Björn Bergmann SigurðarsonVísir/GettyHvað gerði Bjarney Þórunn til að gera strákana sína svona góða í fótbolta? „Ég kom þeim bara í heiminn. Það var engin sérstök uppskrift. Þeir borðuðu yfirleitt mjög hollan mat. Ég var alltaf með tvær heitar máltíðir á dag. Það var alla tíð þannig,“ segir Bjarney Þórunn. Hjörtur Hjartarson fór aðeins grínast í framhaldinu og spurði hana um hvort hún væri enn í barneign eða hvort að þekktasti erfðafræðingur Íslands hafi haft samband. „Kári Stefánsson hefur ekkert haft samband,“ sagði Bjarney Þórunn og staðfesti að hún væri komin úr barneign. Það er því ekki von á fleiri landsliðsstrákum frá henni. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.Queen Badda. Afkvæmi: 4 drengir Landsliðsmenn: AllirAllir komnir með mark f Ísland pic.twitter.com/qvukMOM4LH— Hjörtur Hjartar (@hjorturh) March 24, 2017 Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir, móðir fjögurra landsliðsmanna í fótbolta var í Akraborginni og ræddi þá við Hjört Hjartarson um strákana sína sem hafa allir fjórir skorað fyrir íslenska A-landsliðið. Björn Bergmann Sigurðarson, sá yngsti, skoraði fyrra mark Íslands í sigri á Kósóvó í undankeppni HM á föstudagskvöldið. „Þetta var yndislegt og alveg frábært. Við trylltumst bæði. Þetta var alveg frábær tilfinning,“ sagði Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir um upplifun sína af því að sjá strákinn sinn skora fyrir íslenska landsliðið í fyrsta sinn. Áður höfðu þeir Þórður Guðjónsson, Bjarni Guðjónsson og Jóhannes Karl Guðjónsson skorað fyrir íslenska landsliðið. Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir, eða Badda, eins og hún er kölluð staðfesti það að Sigurður faðir Björns Bergmanns hafi hreinlega farið að gráta þegar strákurinn gaf aftur kost á sér í landsliðið. „Það er alveg rétt. Hann þráði þetta alveg svakalega mikið að hann væri í landsliðinu. Honum fannst það alveg nauðsynlegt að hann gæfi kost á sér,“ sagði Bjarney Þórunn.Björn Bergmann Sigurðarson skorar hér á móti Kósóvó.Vísir/EPAÞað hefur oft komið fram að Björn Bergmann Sigurðarson hafi lítinn áhuga á fótbolta þrátt fyrir að spila sem atvinnumaður í fótbolta. En af hverju er það? „Það er mjög skrýtið. Hann hefur aldrei horft á fótbolta eða neitt svoleiðis. Bjarni var reyndar svona líka því hann horfði aldrei á leiki þegar hann var yngri. Enda eru þeir báðir fiskar og fæddir sama dag,“ sagði Bjarney Þórunn. Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl eru allir synir Guðjóns Þórðarsonar og Badda er sammála því að Björn Bergmann sé ólíkur hálfbræðrum sínum. „Hann er mjög ólíkur. Hann er ofsalega mikill verkmaður og mjög duglegur til vinnu. Hann hefur gaman af því að gera hluti. Alveg frá því að hann var smá krakki þá var hann mjög vinnusamur,“ sagði Bjarney Þórunn en leit út fyrir að hann yrði atvinnumaður í fótbolta? „Ég bjóst ekki við því. Hann var svo duglegur í fótboltanum en aldrei að spá í því að hann ætlaði að gera heldur snérist þetta alltaf um liðsandann hjá honum. Hann vildi ekki sóla upp völlinn einn og reyna að skora heldur að spila. Hann hefur alla tíð verið þannig og svo ósérhlífinn. Svo kannski þegar leikurinn var búinn þá vissi hann ekki einu sinni hvernig han fór. Hann var svo slakur yfir þessu,“ sagði Bjarney Þórunn um Björn Bergmann. „Hann spurði pabba sinn oft eftir leikinn: Unnum við ekki örugglega. Þetta var bara gaman að meðan því stóð. Hann er mjög slakur yfir þessu öllu saman. Hann er ekki með þetta brjálaða keppnisskap en hann vill samt vinna. Það er ekki eins og hann fari heima að grenja þegar hann tapar,“ segir Bjarney Þórunn.Björn Bergmann SigurðarsonVísir/GettyHvað gerði Bjarney Þórunn til að gera strákana sína svona góða í fótbolta? „Ég kom þeim bara í heiminn. Það var engin sérstök uppskrift. Þeir borðuðu yfirleitt mjög hollan mat. Ég var alltaf með tvær heitar máltíðir á dag. Það var alla tíð þannig,“ segir Bjarney Þórunn. Hjörtur Hjartarson fór aðeins grínast í framhaldinu og spurði hana um hvort hún væri enn í barneign eða hvort að þekktasti erfðafræðingur Íslands hafi haft samband. „Kári Stefánsson hefur ekkert haft samband,“ sagði Bjarney Þórunn og staðfesti að hún væri komin úr barneign. Það er því ekki von á fleiri landsliðsstrákum frá henni. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.Queen Badda. Afkvæmi: 4 drengir Landsliðsmenn: AllirAllir komnir með mark f Ísland pic.twitter.com/qvukMOM4LH— Hjörtur Hjartar (@hjorturh) March 24, 2017
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira