Segja samfélagsmiðla þurfa að gera meira gegn öfgum Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2017 08:51 Ráðherrar í Bretlandi segja að tæknifyrirtæki og samfélagsmiðlafyrirtæki verði að grípa til aðgerða gegn öfgum og koma í veg fyrir dreifingu áróðurs hryðjuverkasamtaka. Amber Rudd, innanríkisráðherra, segir fyrirtæki eins og Twitter, Google og Facebook þurfa að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða.Boris Johnson, utanríkisráðherra, kallar eftir því internetfyrirtæki þrói aðferðir til að bera kennsl á boðskap og áróður og fjarlægja efnið og segir „ógeðslegt“ hve illa fyrirtæki hafa staðið sig í þessum efnum. Rudd skrifaði grein í Telegraph í kjölfar Westminnsterárásarinnar. Þar segir hún að hver einasta hryðjuverkaárás staðfesti hlutverk internetsins í dreifingu efnis sem sem ýti undir ofbeldi og dreifingu áróðurs. Lögreglan í Bretlandi segir Khalid Masood, árásarmanninn í Westminnster, hafa verið einan að verki. Þó sagðist lögreglan staðráðin í að komast að því hvort hann hefði orðið fyrir áhrifum hryðjuverkasamtaka. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og sagt að Masood hafi verið „hermaður“ samtakanna. „Við þurfum hjálp frá samfélagsmiðlafyrirtækjum eins og Google, Twitter og Facebook,“ skrifaði Rudd. Hún nefndi ekki einungis risana í samfélagsmiðlaheimum, heldur einnig fyrirtæki eins og Telegram, Wordpress og Justpaste.it.Johson var í viðtali við Sunday Times þar sem hann segir „ógeðslegt“ hve illa Google og aðrir tæknirisar hafi staðið sig í að eyða efni hryðjuverkasamtaka og öfgamanna. Þessi sömu fyrirtæki birtu auglýsingar við hlið þessa áróðurs. Hann sagði fyrirtækin ekki grípa til aðgerða þegar þeim væri bent á efni hryðjuverka- og öfgasamtaka og kallaði eftir því að umrædd fyrirtæki þrói tæknilegar aðferðir til að bera kennsl á efnið og fjarlægja það. „Illskan blómstrar þegar góðir menn eru aðgerðarlausir og það er að gerast í þessu tilfelli.“Samkvæmt frétt BBC baðst yfirmaður Google í Evrópu afsökunar fyrr í mánuðinum eftir að auglýsingar birtust með efni hryðjuverkasamtaka á Youtube. Hann hét því að endurskoða stefnur Google og auka eftirlit. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Ráðherrar í Bretlandi segja að tæknifyrirtæki og samfélagsmiðlafyrirtæki verði að grípa til aðgerða gegn öfgum og koma í veg fyrir dreifingu áróðurs hryðjuverkasamtaka. Amber Rudd, innanríkisráðherra, segir fyrirtæki eins og Twitter, Google og Facebook þurfa að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða.Boris Johnson, utanríkisráðherra, kallar eftir því internetfyrirtæki þrói aðferðir til að bera kennsl á boðskap og áróður og fjarlægja efnið og segir „ógeðslegt“ hve illa fyrirtæki hafa staðið sig í þessum efnum. Rudd skrifaði grein í Telegraph í kjölfar Westminnsterárásarinnar. Þar segir hún að hver einasta hryðjuverkaárás staðfesti hlutverk internetsins í dreifingu efnis sem sem ýti undir ofbeldi og dreifingu áróðurs. Lögreglan í Bretlandi segir Khalid Masood, árásarmanninn í Westminnster, hafa verið einan að verki. Þó sagðist lögreglan staðráðin í að komast að því hvort hann hefði orðið fyrir áhrifum hryðjuverkasamtaka. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og sagt að Masood hafi verið „hermaður“ samtakanna. „Við þurfum hjálp frá samfélagsmiðlafyrirtækjum eins og Google, Twitter og Facebook,“ skrifaði Rudd. Hún nefndi ekki einungis risana í samfélagsmiðlaheimum, heldur einnig fyrirtæki eins og Telegram, Wordpress og Justpaste.it.Johson var í viðtali við Sunday Times þar sem hann segir „ógeðslegt“ hve illa Google og aðrir tæknirisar hafi staðið sig í að eyða efni hryðjuverkasamtaka og öfgamanna. Þessi sömu fyrirtæki birtu auglýsingar við hlið þessa áróðurs. Hann sagði fyrirtækin ekki grípa til aðgerða þegar þeim væri bent á efni hryðjuverka- og öfgasamtaka og kallaði eftir því að umrædd fyrirtæki þrói tæknilegar aðferðir til að bera kennsl á efnið og fjarlægja það. „Illskan blómstrar þegar góðir menn eru aðgerðarlausir og það er að gerast í þessu tilfelli.“Samkvæmt frétt BBC baðst yfirmaður Google í Evrópu afsökunar fyrr í mánuðinum eftir að auglýsingar birtust með efni hryðjuverkasamtaka á Youtube. Hann hét því að endurskoða stefnur Google og auka eftirlit.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira