Vettel: Við erum komin til að berjast Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. mars 2017 12:30 Sebastian Vettel vann fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu. Hann er því sá fyrsti sem leiðir heimsmeistarakeppni á Hybrid skeiði Formúlu 1 sem er ekki ökumaður Mercedes. „Þetta er það sem liðið þurfti. Við erum búin að vinna hörðum höndum að þessu. Bíllinn var frábær og hagaði sér mjög vel. Þetta eru skilaboð, við erum komin til að berjast,“ sagði Vettel á verðlaunapallinum. Hann vann í dag sína fyrstu keppni síðan í Singapúr 2015. „Ég þurfti að taka þjónustuhlé snemma því ég var búinn með dekkin. Ég var farinn að eiga erfitt með grip aftur í lokin. Helgin gekk vel fyrir utan keppnina,“ sagði Lewis Hamilton á verðlaunapallinum. „Það er ekki slæmt að byrja tímabilið hjá nýju liði með verðlaunapalli. Við getum bætt okkur og förum nú að einbeita okkur að því. Rauðu mennirnir voru of fljótir í dag,“ sagði Valtteri Bottas ásínum tíunda verðlaunapalli á Formúlu 1 ferlinum. „Við ætluðum að reyna að nota þjónustuhléin til að taka fram úr Hamilton. Tækifærið féll upp í hendurnar á okkur þegar Hamilton festist í umferð,“ sagði Jock Clear, yfirverkfræðingur Ferrari.„Sebastian [Vettel] var mjög fljótur og gat sett pressu á okkur. Við töldum okkur vita að Ferrari væri í góðri stöðu strax á æfingum í Barselóna. Við vitum núna fyrir víst að tímabilið verður spennuþrungið, meira en undanfarið. Valtteri [Bottas] stóð sig mjög vel og hann átti frábæra helgi í heildina,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes sem mun eflaust leggjast yfir heimavinnuna sína á næstu dögum í leit að svörum við Ferrari. „Á jákvæðum nótum, þá er ég að fara héðan. Þetta var langur dagur og ég vil helst að honum ljúki. Ég vakna á morgun og verð tilbúinn að hefja undirbúning fyrir Kína,“ sagði Daniel Ricciardo sem vill gleyma heimakeppninni sinni sem fyrst. „Það kom mér aðeins á óvart að ég gat haldið í Kimi [Raikkonen]. Pressan var lítil frá bílum fyrir aftan mig,“ sagði Max Verstappen sem varð fimmti í dag á Red Bull bílnum. „Ég var að aka mjög vel og við vorum óvænt í stigasæti. En að endingu kláruðum við ekki. Raunverulega erum við síðust, á venjulegri braut og með allt eins og það á að vera þá erum við með minnsta aflið,“ sagði Fernando Alonso sem hætti keppni þegar fjórir hringir voru eftir en var stóran hluta af keppninni í 10. sæti, sem er síðasta stiga sætið. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Lewis Hamilton náði ráspól í fyrstu tímatöku Formúlu 1 tímabilsins. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 25. mars 2017 06:35 Vettel: Ég held að ráspóllinn hafi verið utan seilingar Lewis Hamilton náði fyrsta ráspól tímabilsins í Formúlu 1. Hann vantar nú einungis sex ráspóla í að jafna met Michael Schumacher sem er 68 ráspólar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. mars 2017 13:15 Sebastian Vettel vann í Ástralíu Sebastian Vettel vann fyrstu keppni tímabilsins á Ferrari bílnum. Lewis Hamilton varð annar á Mervedes og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 26. mars 2017 06:28 Upphitunarmyndband fyrir fyrsta kappaksturinn: Tímabilið hefst í nótt Tímabilið í Formúlunni hefst í nótt með ástralska kappakstrinum en Stöð 2 Sport hefur tekið saman skemmtilegt upphitunarmyndband þar sem öll helstu tilþrif síðasta tímabilsins koma fram. 25. mars 2017 21:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel vann fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu. Hann er því sá fyrsti sem leiðir heimsmeistarakeppni á Hybrid skeiði Formúlu 1 sem er ekki ökumaður Mercedes. „Þetta er það sem liðið þurfti. Við erum búin að vinna hörðum höndum að þessu. Bíllinn var frábær og hagaði sér mjög vel. Þetta eru skilaboð, við erum komin til að berjast,“ sagði Vettel á verðlaunapallinum. Hann vann í dag sína fyrstu keppni síðan í Singapúr 2015. „Ég þurfti að taka þjónustuhlé snemma því ég var búinn með dekkin. Ég var farinn að eiga erfitt með grip aftur í lokin. Helgin gekk vel fyrir utan keppnina,“ sagði Lewis Hamilton á verðlaunapallinum. „Það er ekki slæmt að byrja tímabilið hjá nýju liði með verðlaunapalli. Við getum bætt okkur og förum nú að einbeita okkur að því. Rauðu mennirnir voru of fljótir í dag,“ sagði Valtteri Bottas ásínum tíunda verðlaunapalli á Formúlu 1 ferlinum. „Við ætluðum að reyna að nota þjónustuhléin til að taka fram úr Hamilton. Tækifærið féll upp í hendurnar á okkur þegar Hamilton festist í umferð,“ sagði Jock Clear, yfirverkfræðingur Ferrari.„Sebastian [Vettel] var mjög fljótur og gat sett pressu á okkur. Við töldum okkur vita að Ferrari væri í góðri stöðu strax á æfingum í Barselóna. Við vitum núna fyrir víst að tímabilið verður spennuþrungið, meira en undanfarið. Valtteri [Bottas] stóð sig mjög vel og hann átti frábæra helgi í heildina,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes sem mun eflaust leggjast yfir heimavinnuna sína á næstu dögum í leit að svörum við Ferrari. „Á jákvæðum nótum, þá er ég að fara héðan. Þetta var langur dagur og ég vil helst að honum ljúki. Ég vakna á morgun og verð tilbúinn að hefja undirbúning fyrir Kína,“ sagði Daniel Ricciardo sem vill gleyma heimakeppninni sinni sem fyrst. „Það kom mér aðeins á óvart að ég gat haldið í Kimi [Raikkonen]. Pressan var lítil frá bílum fyrir aftan mig,“ sagði Max Verstappen sem varð fimmti í dag á Red Bull bílnum. „Ég var að aka mjög vel og við vorum óvænt í stigasæti. En að endingu kláruðum við ekki. Raunverulega erum við síðust, á venjulegri braut og með allt eins og það á að vera þá erum við með minnsta aflið,“ sagði Fernando Alonso sem hætti keppni þegar fjórir hringir voru eftir en var stóran hluta af keppninni í 10. sæti, sem er síðasta stiga sætið.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Lewis Hamilton náði ráspól í fyrstu tímatöku Formúlu 1 tímabilsins. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 25. mars 2017 06:35 Vettel: Ég held að ráspóllinn hafi verið utan seilingar Lewis Hamilton náði fyrsta ráspól tímabilsins í Formúlu 1. Hann vantar nú einungis sex ráspóla í að jafna met Michael Schumacher sem er 68 ráspólar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. mars 2017 13:15 Sebastian Vettel vann í Ástralíu Sebastian Vettel vann fyrstu keppni tímabilsins á Ferrari bílnum. Lewis Hamilton varð annar á Mervedes og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 26. mars 2017 06:28 Upphitunarmyndband fyrir fyrsta kappaksturinn: Tímabilið hefst í nótt Tímabilið í Formúlunni hefst í nótt með ástralska kappakstrinum en Stöð 2 Sport hefur tekið saman skemmtilegt upphitunarmyndband þar sem öll helstu tilþrif síðasta tímabilsins koma fram. 25. mars 2017 21:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Lewis Hamilton náði ráspól í fyrstu tímatöku Formúlu 1 tímabilsins. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 25. mars 2017 06:35
Vettel: Ég held að ráspóllinn hafi verið utan seilingar Lewis Hamilton náði fyrsta ráspól tímabilsins í Formúlu 1. Hann vantar nú einungis sex ráspóla í að jafna met Michael Schumacher sem er 68 ráspólar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. mars 2017 13:15
Sebastian Vettel vann í Ástralíu Sebastian Vettel vann fyrstu keppni tímabilsins á Ferrari bílnum. Lewis Hamilton varð annar á Mervedes og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 26. mars 2017 06:28
Upphitunarmyndband fyrir fyrsta kappaksturinn: Tímabilið hefst í nótt Tímabilið í Formúlunni hefst í nótt með ástralska kappakstrinum en Stöð 2 Sport hefur tekið saman skemmtilegt upphitunarmyndband þar sem öll helstu tilþrif síðasta tímabilsins koma fram. 25. mars 2017 21:00