Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. mars 2017 06:35 Lewis Hamilton var fljótastur í dag á nýju brautarmeti á Albert Park. Vísir/Getty Lewis Hamilton náði ráspól í fyrstu tímatöku Formúlu 1 tímabilsins. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. Tímatakan var spennandi fyrir margar sakir. Einna helst af þeirri ástæðu að hún er fyrsta tilefnið sem liðin hafa til að raunverulega sýna hvað býr í bílum ársins.Fyrsta lota Ferrari menn komu út úr bílskúrnum á ofur-mjúkum dekkjum. Allir aðrir hófu leik á últra-mjúkum dekkjum sem eru mýkstu og jafnframt hröðustu dekkin sem völ er á. Ökumenn voru aðeins að athuga þanþol bílanna og þar af leiðandi töluvert um smá grasslátt í kringum brautina. Í fyrstu lotu duttu út; Antonio Giovinazzi á Sauber, Kevin Magnussen á Haas, Stoffel Vandoorne á McLaren, Lance Stroll á Williams og Jolyon Palmer á Renault. Magnussen þvældist mikið utan brautar og náði ekki að setja almennilegan hring saman. Stærsti munurinn var þó á Nico Hulkenberg og Palmer hjá Renault. Hulkenberg varð fimmti í fyrstu lotunni og Palmer 20. Fernando Alonso sýndi að McLaren bíllinn er ekki alveg vita vonlaus með því að koma honum í 12. sæti í fyrstu lotu.Önnur lota Valtteri Bottas setti fyrsta formlega brautarmetið í ár með sínum fyrsta hring í annarri lotu. Hann fór hringinn um Albert Park á 1.23:215. Hamilton og Ferrari menn komu þar rétt á eftir. Allir á sama fjórðungnum úr sekúndu. Vettel hins vegar var að fela eitthvað, hann hægði á sér um rúmlega 100 km/klst áður en hann lauk sínum hraðasta hring í lotunni. Í annarri lotu duttu út; Sergio Perez á Force India, Nico Hulkenberg á Renault, Alonso á McLaren, Esteban Ocon á Force India og Marcus Ericsson á Sauber.Daniel Ricciardo átti ekki neitt sérstakan dag í dag.Vísir/GettyÞriðja lota Raikkonen tilkynnti um regndropa í upphafi lotunnar en lítið varð úr því. Eftir að Mercedes og Ferrari menn höfðu tekið einn hring hver þá var Hamilton fljótastur með 0,3 sekúndna forskot á Vettel sem var annar og Bottas var þriðji og Raikkonen fjórði. Heimamaðurinn Daniel Ricciardo á Red Bull setti ekki tíma í lotunni. Hann missti stjórn á bílnum og hafnaði á varnarvegg eftir að hafa skautað yfir malargryfju. Bíllinn skemmdist þó nokkuð að aftan og tímatakan stöðvuð tímabundið. Þegar tímatakan hófst á ný fór Romain Grosjean á Haas á stjá og setti fínan tíma. Hamilton og Bottas komu svo út og tryggðu sér ráspól og þriðja besta tímann, með Vettel á milli sín.Afleiðingar þriðju æfingarinnar Vettel var fljótastur á þriðju æfingunni fyrir ástralska kappaksturinn. Hann setti hraðasta tíma sögunnar á Albert Park, fram að tímatökunni, 1.23:380. Sauber ákvað að Pascal Wehrlein tæki ekki frekari þátt um helgina og þriðji ökumaður Ferrari, Giovinazzi tók við Sauber bíl Wehrlein. Þessi breyting er fylgifiskur meiðsla sem Wehrlein varð fyrir í janúar á keppni meistaranna. „Ég er ekki í því líkamlega ástandi sem ég þyrfti að vera í til að fara heila keppnisvegalengd af því ég gat ekki æft vegna meiðsla. Ég útskýrði málið fyrir liðinu í gærkvöldi,“ sagði Wehrlein sem stefnir að því að vera orðinn heill fyrir kínverska kappaksturinn. Lance Stroll þarf að taka út fimm sæta refsingu eftir að skipta þurfti um gírkassa í bíl nýliðans. Hann skellti bílnum utan í vegg á síðustu æfingunni fyrir tímatökuna.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina. 24. mars 2017 12:00 Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum í Ástralíu Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrstu æfingum tímabilsins sem fram fór í Ástralíu í nótt. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni. 24. mars 2017 17:00 Upphitunarþáttur fyrir Formúluna Keppnistímabilið í Formúlu 1 kappakstrinum rýkur af stað um helgina og Stöð 2 Sport hitaði að sjálfsögðu vel upp. 25. mars 2017 09:00 Ferrari sýnir klærnar og fær heimsmeistara Nýtt tímabil í Formúlu 1 hefst snemma á sunnudagsmorgun þegar mikið breyttir bílarnir verða ræstir í Ástralíu. Gríðarlegar breytingar boða spennandi keppni. Sérfræðingur Stöðvar 2 Sport spáir endurkomu Ferrari á þessu ári. 24. mars 2017 06:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton náði ráspól í fyrstu tímatöku Formúlu 1 tímabilsins. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. Tímatakan var spennandi fyrir margar sakir. Einna helst af þeirri ástæðu að hún er fyrsta tilefnið sem liðin hafa til að raunverulega sýna hvað býr í bílum ársins.Fyrsta lota Ferrari menn komu út úr bílskúrnum á ofur-mjúkum dekkjum. Allir aðrir hófu leik á últra-mjúkum dekkjum sem eru mýkstu og jafnframt hröðustu dekkin sem völ er á. Ökumenn voru aðeins að athuga þanþol bílanna og þar af leiðandi töluvert um smá grasslátt í kringum brautina. Í fyrstu lotu duttu út; Antonio Giovinazzi á Sauber, Kevin Magnussen á Haas, Stoffel Vandoorne á McLaren, Lance Stroll á Williams og Jolyon Palmer á Renault. Magnussen þvældist mikið utan brautar og náði ekki að setja almennilegan hring saman. Stærsti munurinn var þó á Nico Hulkenberg og Palmer hjá Renault. Hulkenberg varð fimmti í fyrstu lotunni og Palmer 20. Fernando Alonso sýndi að McLaren bíllinn er ekki alveg vita vonlaus með því að koma honum í 12. sæti í fyrstu lotu.Önnur lota Valtteri Bottas setti fyrsta formlega brautarmetið í ár með sínum fyrsta hring í annarri lotu. Hann fór hringinn um Albert Park á 1.23:215. Hamilton og Ferrari menn komu þar rétt á eftir. Allir á sama fjórðungnum úr sekúndu. Vettel hins vegar var að fela eitthvað, hann hægði á sér um rúmlega 100 km/klst áður en hann lauk sínum hraðasta hring í lotunni. Í annarri lotu duttu út; Sergio Perez á Force India, Nico Hulkenberg á Renault, Alonso á McLaren, Esteban Ocon á Force India og Marcus Ericsson á Sauber.Daniel Ricciardo átti ekki neitt sérstakan dag í dag.Vísir/GettyÞriðja lota Raikkonen tilkynnti um regndropa í upphafi lotunnar en lítið varð úr því. Eftir að Mercedes og Ferrari menn höfðu tekið einn hring hver þá var Hamilton fljótastur með 0,3 sekúndna forskot á Vettel sem var annar og Bottas var þriðji og Raikkonen fjórði. Heimamaðurinn Daniel Ricciardo á Red Bull setti ekki tíma í lotunni. Hann missti stjórn á bílnum og hafnaði á varnarvegg eftir að hafa skautað yfir malargryfju. Bíllinn skemmdist þó nokkuð að aftan og tímatakan stöðvuð tímabundið. Þegar tímatakan hófst á ný fór Romain Grosjean á Haas á stjá og setti fínan tíma. Hamilton og Bottas komu svo út og tryggðu sér ráspól og þriðja besta tímann, með Vettel á milli sín.Afleiðingar þriðju æfingarinnar Vettel var fljótastur á þriðju æfingunni fyrir ástralska kappaksturinn. Hann setti hraðasta tíma sögunnar á Albert Park, fram að tímatökunni, 1.23:380. Sauber ákvað að Pascal Wehrlein tæki ekki frekari þátt um helgina og þriðji ökumaður Ferrari, Giovinazzi tók við Sauber bíl Wehrlein. Þessi breyting er fylgifiskur meiðsla sem Wehrlein varð fyrir í janúar á keppni meistaranna. „Ég er ekki í því líkamlega ástandi sem ég þyrfti að vera í til að fara heila keppnisvegalengd af því ég gat ekki æft vegna meiðsla. Ég útskýrði málið fyrir liðinu í gærkvöldi,“ sagði Wehrlein sem stefnir að því að vera orðinn heill fyrir kínverska kappaksturinn. Lance Stroll þarf að taka út fimm sæta refsingu eftir að skipta þurfti um gírkassa í bíl nýliðans. Hann skellti bílnum utan í vegg á síðustu æfingunni fyrir tímatökuna.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina. 24. mars 2017 12:00 Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum í Ástralíu Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrstu æfingum tímabilsins sem fram fór í Ástralíu í nótt. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni. 24. mars 2017 17:00 Upphitunarþáttur fyrir Formúluna Keppnistímabilið í Formúlu 1 kappakstrinum rýkur af stað um helgina og Stöð 2 Sport hitaði að sjálfsögðu vel upp. 25. mars 2017 09:00 Ferrari sýnir klærnar og fær heimsmeistara Nýtt tímabil í Formúlu 1 hefst snemma á sunnudagsmorgun þegar mikið breyttir bílarnir verða ræstir í Ástralíu. Gríðarlegar breytingar boða spennandi keppni. Sérfræðingur Stöðvar 2 Sport spáir endurkomu Ferrari á þessu ári. 24. mars 2017 06:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina. 24. mars 2017 12:00
Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum í Ástralíu Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrstu æfingum tímabilsins sem fram fór í Ástralíu í nótt. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni. 24. mars 2017 17:00
Upphitunarþáttur fyrir Formúluna Keppnistímabilið í Formúlu 1 kappakstrinum rýkur af stað um helgina og Stöð 2 Sport hitaði að sjálfsögðu vel upp. 25. mars 2017 09:00
Ferrari sýnir klærnar og fær heimsmeistara Nýtt tímabil í Formúlu 1 hefst snemma á sunnudagsmorgun þegar mikið breyttir bílarnir verða ræstir í Ástralíu. Gríðarlegar breytingar boða spennandi keppni. Sérfræðingur Stöðvar 2 Sport spáir endurkomu Ferrari á þessu ári. 24. mars 2017 06:00