Cristiano Ronaldo var á skotskónum í öruggum sigri Portúgal á Ungverjum 3-0 en þarna mættust liðin sem skyldu jöfn í riðli Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi síðasta sumar.
Evrópumeistararnir voru búnir að blása til veislu í síðustu þremur leikjum og skora sextán mörk gegn aðeins einu en þeir máttu varla við því að tapa stigum í eltingarleiknum við Sviss.
Andre Silva kom Portúgal yfir á 32. mínútu og aðeins fimm mínútum síðar var Ronaldo búinn að bæta við marki eftir undirbúning frá Silva.
Ronaldo var svo aftur á ferðinni á 65. mínútu leiksins þegar hann skoraði með gullfallegri aukaspyrnu og innsiglaði sigurinn en honum tókst ekki að fullkomna þrennuna.
Ronaldo afgreiddi Ungverja

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn



„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
