Cristiano Ronaldo var á skotskónum í öruggum sigri Portúgal á Ungverjum 3-0 en þarna mættust liðin sem skyldu jöfn í riðli Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi síðasta sumar.
Evrópumeistararnir voru búnir að blása til veislu í síðustu þremur leikjum og skora sextán mörk gegn aðeins einu en þeir máttu varla við því að tapa stigum í eltingarleiknum við Sviss.
Andre Silva kom Portúgal yfir á 32. mínútu og aðeins fimm mínútum síðar var Ronaldo búinn að bæta við marki eftir undirbúning frá Silva.
Ronaldo var svo aftur á ferðinni á 65. mínútu leiksins þegar hann skoraði með gullfallegri aukaspyrnu og innsiglaði sigurinn en honum tókst ekki að fullkomna þrennuna.

