Landsliðsmenn Kósóvó eiga landsleiki með sjö mismunandi þjóðum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2017 18:00 Slegið á létta strengi á æfingu landsliðs Kósóvó í gær. Vísir/EPA Innan við ár er síðan að Kósóvó fékk fulla inngöngu í Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og þar með heimild til að taka þátt í alþjóðlegum keppnum. Kósóvó mætir Íslandi í undankeppni HM 2018 í kvöld og fer leikurinn fram í nágrannalandinu Albaníu. Stríðið á Balkansskaganum og langverandi átök í Kósóvó gerðu það að verkum að mikill fólksflótti var frá svæðinu til annarra landa í Evrópu. Af þeim sökum eru víða ungir knattspyrnumenn sem ólust að stærstum hluta í öðrum löndum að heiðra gamla föðurlandið með því að spila fyrir landslið Kósóvó. Fjölþjóðlegur bakgrunnur 23 manna leikmannahóps Kósóvó fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld blasir við þegar hópurinn er skoðaður. Alls eiga átján leikmenn í hópnum landsleiki, ýmist A-landsleiki eða með yngri landsliðum, með samtals sjö öðrum þjóðum. Sjá einnig: Framherjinn frá Schalke kominn með leikheimild og má spila á móti Íslandi í kvöld Þar af eru átta sem hafa leikið með A-landsliðum annarra landa en flestir þeirra hafa spilað með Albaníu enda tengsl þessara tveggja landa afar náin. Margir íbúar Kósóvó líta raunar enn þann daginn í dag á landslið Albaníu sem þeirra eigið landslið og fjölmargir leikmenn albanska liðsins fæddust í Kósóvó eða eiga foreldra sem eru þaðan. Þó eru sumir í núverandi landsliðshópi Kósóvó sem ákváðu að sækja um leikheimild með hinu nýja landsliði þegar það var sett á laggirnar. Meðal þeirra má nefna markvörðinn Samir Ujkani, sem einnig er fyrirliði Kósóvó, varnarmennina Amir Rrahmani og Fidan Aliti, miðjumanninn Milot Rashica og sóknarmanninn Besart Berisha. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn Kósóvó sem eiga landsleiki að baki með öðrum þjóðum.Markverðir: Samir Ujkani (Albanía A, U21) Adis Nurković (Bosnía A, U21)Varnarmenn: Fanol Përdedaj (Þýskaland U21) Leart Paqarada (Þýskaland U21, Albanía U21) Amir Rrahmani (Albanía A, U21) Fidan Aliti (Albanía A) Mërgim Vojvoda (Albanía U21)Miðjumenn: Valon Berisha (Noregur A, U15-23) Bersant Celina (Noregur U15-21) Milot Rashica (Albanía A, U17-21) Herolind Shala (Noregur U17-21, Albanía A, U21) Arber Zeneli (Svíþjóð U17-21) Hekuran Kryeziu (Sviss U17-21)Framherjar: Vedat Muriqi (Albanía U21) Elba Rashani (Noregur U17-21) Besart Berisha (Albanía A) Atdhe Nuhiu (Austurríki U19-21) Donis Avdijaj (Þýskaland U16-19) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Enski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Sjá meira
Innan við ár er síðan að Kósóvó fékk fulla inngöngu í Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og þar með heimild til að taka þátt í alþjóðlegum keppnum. Kósóvó mætir Íslandi í undankeppni HM 2018 í kvöld og fer leikurinn fram í nágrannalandinu Albaníu. Stríðið á Balkansskaganum og langverandi átök í Kósóvó gerðu það að verkum að mikill fólksflótti var frá svæðinu til annarra landa í Evrópu. Af þeim sökum eru víða ungir knattspyrnumenn sem ólust að stærstum hluta í öðrum löndum að heiðra gamla föðurlandið með því að spila fyrir landslið Kósóvó. Fjölþjóðlegur bakgrunnur 23 manna leikmannahóps Kósóvó fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld blasir við þegar hópurinn er skoðaður. Alls eiga átján leikmenn í hópnum landsleiki, ýmist A-landsleiki eða með yngri landsliðum, með samtals sjö öðrum þjóðum. Sjá einnig: Framherjinn frá Schalke kominn með leikheimild og má spila á móti Íslandi í kvöld Þar af eru átta sem hafa leikið með A-landsliðum annarra landa en flestir þeirra hafa spilað með Albaníu enda tengsl þessara tveggja landa afar náin. Margir íbúar Kósóvó líta raunar enn þann daginn í dag á landslið Albaníu sem þeirra eigið landslið og fjölmargir leikmenn albanska liðsins fæddust í Kósóvó eða eiga foreldra sem eru þaðan. Þó eru sumir í núverandi landsliðshópi Kósóvó sem ákváðu að sækja um leikheimild með hinu nýja landsliði þegar það var sett á laggirnar. Meðal þeirra má nefna markvörðinn Samir Ujkani, sem einnig er fyrirliði Kósóvó, varnarmennina Amir Rrahmani og Fidan Aliti, miðjumanninn Milot Rashica og sóknarmanninn Besart Berisha. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn Kósóvó sem eiga landsleiki að baki með öðrum þjóðum.Markverðir: Samir Ujkani (Albanía A, U21) Adis Nurković (Bosnía A, U21)Varnarmenn: Fanol Përdedaj (Þýskaland U21) Leart Paqarada (Þýskaland U21, Albanía U21) Amir Rrahmani (Albanía A, U21) Fidan Aliti (Albanía A) Mërgim Vojvoda (Albanía U21)Miðjumenn: Valon Berisha (Noregur A, U15-23) Bersant Celina (Noregur U15-21) Milot Rashica (Albanía A, U17-21) Herolind Shala (Noregur U17-21, Albanía A, U21) Arber Zeneli (Svíþjóð U17-21) Hekuran Kryeziu (Sviss U17-21)Framherjar: Vedat Muriqi (Albanía U21) Elba Rashani (Noregur U17-21) Besart Berisha (Albanía A) Atdhe Nuhiu (Austurríki U19-21) Donis Avdijaj (Þýskaland U16-19)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Enski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Sjá meira