Ætla að endurnýta fyrstu eldflaugina Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2017 12:15 Ljósmynd af geimskoti SpaceX tekin yfir ákveðið tímabil. Hún sýnir geimskotið og lendinguna. SpaceX Fyrirtækið SpaceX stefnir að því að brjóta blað í sögu geimkönnunar í næstu viku. Þá verður Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins skotið á loft frá Flórída, en sú eldflaug hefur áður verið notuð til að ferja gervihnetti á braut um jörðu og var henni lent aftur. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið endurnýtir eldflaug. Tilgangur þess að endurnýta eldflaugar er að spara verulega við kostnað geimskota og á endanum að koma upp byggð manna á Mars. Eldflaugin sem um ræðir lenti á drónaskipi í Atlantshafinu í apríl í fyrra, eins og sjá má hér að neðan.Allt í allt hefur SpaceX tekist að lenda átta eldflaugum frá því í desember 2015. Þremur á landi og fimm á sjó, samkvæmt frétt Bloomberg. Þeim hefur verið komið fyrir í vöruskemmu í Kaliforníu. Það tók um fjóra mánuði að gera þessa eldflaug klára fyrir annað geimskot, en markmið SpaceX er að stytta það tímabil niður í einn dag. Starfsmenn fyrirtækisins ætla sér að nota geimflaugar eins og flugvélar eru notaðar. Dýrasti hluti geimskota er eldflaugin, sem yfirleitt er hönnuð til þess að brenna upp í gufuhvolfinu. Samkvæmt Business Insider kostar hvert skot Falcon 9 eldflaugar um 62 milljónir dala. Þar af fara um 37 milljónir í byggingu eldflaugarinnar. SpaceX hefur gefið út að viðskiptavinir fyrirtækisins sem notast við notaðar eldflaugar fái um 30 prósenta afslátt. Mest lesið Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Lífsferilsgreining Polestar 4 sýnir lægsta kolefnisspor allra Polestar bíla Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fyrirtækið SpaceX stefnir að því að brjóta blað í sögu geimkönnunar í næstu viku. Þá verður Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins skotið á loft frá Flórída, en sú eldflaug hefur áður verið notuð til að ferja gervihnetti á braut um jörðu og var henni lent aftur. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið endurnýtir eldflaug. Tilgangur þess að endurnýta eldflaugar er að spara verulega við kostnað geimskota og á endanum að koma upp byggð manna á Mars. Eldflaugin sem um ræðir lenti á drónaskipi í Atlantshafinu í apríl í fyrra, eins og sjá má hér að neðan.Allt í allt hefur SpaceX tekist að lenda átta eldflaugum frá því í desember 2015. Þremur á landi og fimm á sjó, samkvæmt frétt Bloomberg. Þeim hefur verið komið fyrir í vöruskemmu í Kaliforníu. Það tók um fjóra mánuði að gera þessa eldflaug klára fyrir annað geimskot, en markmið SpaceX er að stytta það tímabil niður í einn dag. Starfsmenn fyrirtækisins ætla sér að nota geimflaugar eins og flugvélar eru notaðar. Dýrasti hluti geimskota er eldflaugin, sem yfirleitt er hönnuð til þess að brenna upp í gufuhvolfinu. Samkvæmt Business Insider kostar hvert skot Falcon 9 eldflaugar um 62 milljónir dala. Þar af fara um 37 milljónir í byggingu eldflaugarinnar. SpaceX hefur gefið út að viðskiptavinir fyrirtækisins sem notast við notaðar eldflaugar fái um 30 prósenta afslátt.
Mest lesið Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Lífsferilsgreining Polestar 4 sýnir lægsta kolefnisspor allra Polestar bíla Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira