Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina.
Mikil spenna er í loftinu eftir að Ferrari liðið átti afar góðar æfingar fyrir tímabilið og sérfræðingarnir búast við ítalska stórveldinu sterku í ár.
Blaðamaður bað þá um að spá fyrir um heimsmeistara og niðurstöðuna má sjá í myndbandinu sem fylgir fréttinni.
Fyrsta keppni tímabilsins fer fram í Ástralíu um helgina. Tímatakan og keppnin verða í beinni útsendingu í leiftrandi háskerpu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.
