Íslensku crossfit drottningarnar settu markið hátt fyrir aðra keppendur á The Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2017 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í keppninni í nótt. Mynd/Twittersíða The CrossFit Games Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. Katrín Tanja hafði á endanum betur eftir hörkukeppni en það munaði aðeins þremur sekúndum á stelpunum. Katrín kláraði á 6:53 mínútum en Sara á 6:56 mínútum. Allir aðrir keppendur fá nú tíma fram á mánudaginn til þess að gera betur en þær Katrín Tanja og Sara og það verður allt annað en auðvelt fyrir þær sem reyna við það. The Open, eða opna mótið, er fyrsta skrefið fyrir keppendur sem ætla sér að komast inn á heimsleikana í Madison í sumar en með því að klára meðal þeirra bestu í sínum hluta heimsins þá tryggir viðkomandi sér þátttökurétt á næsta stigi sem er svæðakeppni. Undanfarnar fimm vikur hafa þátttakendur á The Open fengið að sjá æfingaröð aðfaranótt föstudags sem þeir þurfa að framkvæma og skila inn á mánudegi á heimasíðu Crossfit. Keppendur þurfa annaðhvort að taka upp æfingarnar eða fá þær staðfestar af löggiltum samstarfsaðil CrossFit samtakanna. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur staðið sig frábærlega í þessum æfingum og er eins og er með gott forskot á heimslistanum. Það mun síðan koma í ljós eftir að allir hafa skilið inn æfingum sínum hvort Sara vinnur The Open í ár en það verður erfitt að taka af henni toppsætið.. Íslensky stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja og Þuríður Erla Helgadóttir eru allar meðal efstu kvenna í keppninni en það má sjá stöðuna hér. CrossFit hefur einnig gert upp einvígi íslensku stelpnanna í nótt á Twitter-síðu sinni og þar sést hversu litlu munaði á þeim í þessum tíu umferðum sem þær þurftu að framkvæma. Katrín Tanja var að meðaltali 18 sekúndur að klára lyftingarnar og 22 sekúndur að klára sippið. Ragnheiður Sara var að meðaltali 18 sekúndur að klára lyftingarnar en 23 sekúndur að klára sippið. Það munaði því bara einni sekúndu á meðaltíma íslensku crossfit drottninganna. Hér fyrir neðan má sjá einnig upptöku frá einvígi Katrínu Tönju og Söru frá því í gær. “It's just me, the barbell and the double-unders.”—@katrintanja on how she kept her composure. pic.twitter.com/2RCZ9Uq9TM— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 .@katrintanja held an average split of 18 seconds on the thrusters and 22 seconds on double-unders throughout the 10 rounds of #17point5. pic.twitter.com/VnUy3pj9b1— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 .@SaraSigmundsdot held an average split of 18 seconds on the thrusters and 23 seconds on double-unders through the 10 rounds of #17point5 pic.twitter.com/pz6VP3hnlQ— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 "I just go until they tell me to stop." —@SaraSigmundsdot pic.twitter.com/fyR7m6SI27— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ Sjá meira
Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. Katrín Tanja hafði á endanum betur eftir hörkukeppni en það munaði aðeins þremur sekúndum á stelpunum. Katrín kláraði á 6:53 mínútum en Sara á 6:56 mínútum. Allir aðrir keppendur fá nú tíma fram á mánudaginn til þess að gera betur en þær Katrín Tanja og Sara og það verður allt annað en auðvelt fyrir þær sem reyna við það. The Open, eða opna mótið, er fyrsta skrefið fyrir keppendur sem ætla sér að komast inn á heimsleikana í Madison í sumar en með því að klára meðal þeirra bestu í sínum hluta heimsins þá tryggir viðkomandi sér þátttökurétt á næsta stigi sem er svæðakeppni. Undanfarnar fimm vikur hafa þátttakendur á The Open fengið að sjá æfingaröð aðfaranótt föstudags sem þeir þurfa að framkvæma og skila inn á mánudegi á heimasíðu Crossfit. Keppendur þurfa annaðhvort að taka upp æfingarnar eða fá þær staðfestar af löggiltum samstarfsaðil CrossFit samtakanna. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur staðið sig frábærlega í þessum æfingum og er eins og er með gott forskot á heimslistanum. Það mun síðan koma í ljós eftir að allir hafa skilið inn æfingum sínum hvort Sara vinnur The Open í ár en það verður erfitt að taka af henni toppsætið.. Íslensky stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja og Þuríður Erla Helgadóttir eru allar meðal efstu kvenna í keppninni en það má sjá stöðuna hér. CrossFit hefur einnig gert upp einvígi íslensku stelpnanna í nótt á Twitter-síðu sinni og þar sést hversu litlu munaði á þeim í þessum tíu umferðum sem þær þurftu að framkvæma. Katrín Tanja var að meðaltali 18 sekúndur að klára lyftingarnar og 22 sekúndur að klára sippið. Ragnheiður Sara var að meðaltali 18 sekúndur að klára lyftingarnar en 23 sekúndur að klára sippið. Það munaði því bara einni sekúndu á meðaltíma íslensku crossfit drottninganna. Hér fyrir neðan má sjá einnig upptöku frá einvígi Katrínu Tönju og Söru frá því í gær. “It's just me, the barbell and the double-unders.”—@katrintanja on how she kept her composure. pic.twitter.com/2RCZ9Uq9TM— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 .@katrintanja held an average split of 18 seconds on the thrusters and 22 seconds on double-unders throughout the 10 rounds of #17point5. pic.twitter.com/VnUy3pj9b1— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 .@SaraSigmundsdot held an average split of 18 seconds on the thrusters and 23 seconds on double-unders through the 10 rounds of #17point5 pic.twitter.com/pz6VP3hnlQ— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 "I just go until they tell me to stop." —@SaraSigmundsdot pic.twitter.com/fyR7m6SI27— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ Sjá meira
Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11