Íslensku crossfit drottningarnar settu markið hátt fyrir aðra keppendur á The Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2017 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í keppninni í nótt. Mynd/Twittersíða The CrossFit Games Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. Katrín Tanja hafði á endanum betur eftir hörkukeppni en það munaði aðeins þremur sekúndum á stelpunum. Katrín kláraði á 6:53 mínútum en Sara á 6:56 mínútum. Allir aðrir keppendur fá nú tíma fram á mánudaginn til þess að gera betur en þær Katrín Tanja og Sara og það verður allt annað en auðvelt fyrir þær sem reyna við það. The Open, eða opna mótið, er fyrsta skrefið fyrir keppendur sem ætla sér að komast inn á heimsleikana í Madison í sumar en með því að klára meðal þeirra bestu í sínum hluta heimsins þá tryggir viðkomandi sér þátttökurétt á næsta stigi sem er svæðakeppni. Undanfarnar fimm vikur hafa þátttakendur á The Open fengið að sjá æfingaröð aðfaranótt föstudags sem þeir þurfa að framkvæma og skila inn á mánudegi á heimasíðu Crossfit. Keppendur þurfa annaðhvort að taka upp æfingarnar eða fá þær staðfestar af löggiltum samstarfsaðil CrossFit samtakanna. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur staðið sig frábærlega í þessum æfingum og er eins og er með gott forskot á heimslistanum. Það mun síðan koma í ljós eftir að allir hafa skilið inn æfingum sínum hvort Sara vinnur The Open í ár en það verður erfitt að taka af henni toppsætið.. Íslensky stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja og Þuríður Erla Helgadóttir eru allar meðal efstu kvenna í keppninni en það má sjá stöðuna hér. CrossFit hefur einnig gert upp einvígi íslensku stelpnanna í nótt á Twitter-síðu sinni og þar sést hversu litlu munaði á þeim í þessum tíu umferðum sem þær þurftu að framkvæma. Katrín Tanja var að meðaltali 18 sekúndur að klára lyftingarnar og 22 sekúndur að klára sippið. Ragnheiður Sara var að meðaltali 18 sekúndur að klára lyftingarnar en 23 sekúndur að klára sippið. Það munaði því bara einni sekúndu á meðaltíma íslensku crossfit drottninganna. Hér fyrir neðan má sjá einnig upptöku frá einvígi Katrínu Tönju og Söru frá því í gær. “It's just me, the barbell and the double-unders.”—@katrintanja on how she kept her composure. pic.twitter.com/2RCZ9Uq9TM— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 .@katrintanja held an average split of 18 seconds on the thrusters and 22 seconds on double-unders throughout the 10 rounds of #17point5. pic.twitter.com/VnUy3pj9b1— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 .@SaraSigmundsdot held an average split of 18 seconds on the thrusters and 23 seconds on double-unders through the 10 rounds of #17point5 pic.twitter.com/pz6VP3hnlQ— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 "I just go until they tell me to stop." —@SaraSigmundsdot pic.twitter.com/fyR7m6SI27— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira
Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. Katrín Tanja hafði á endanum betur eftir hörkukeppni en það munaði aðeins þremur sekúndum á stelpunum. Katrín kláraði á 6:53 mínútum en Sara á 6:56 mínútum. Allir aðrir keppendur fá nú tíma fram á mánudaginn til þess að gera betur en þær Katrín Tanja og Sara og það verður allt annað en auðvelt fyrir þær sem reyna við það. The Open, eða opna mótið, er fyrsta skrefið fyrir keppendur sem ætla sér að komast inn á heimsleikana í Madison í sumar en með því að klára meðal þeirra bestu í sínum hluta heimsins þá tryggir viðkomandi sér þátttökurétt á næsta stigi sem er svæðakeppni. Undanfarnar fimm vikur hafa þátttakendur á The Open fengið að sjá æfingaröð aðfaranótt föstudags sem þeir þurfa að framkvæma og skila inn á mánudegi á heimasíðu Crossfit. Keppendur þurfa annaðhvort að taka upp æfingarnar eða fá þær staðfestar af löggiltum samstarfsaðil CrossFit samtakanna. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur staðið sig frábærlega í þessum æfingum og er eins og er með gott forskot á heimslistanum. Það mun síðan koma í ljós eftir að allir hafa skilið inn æfingum sínum hvort Sara vinnur The Open í ár en það verður erfitt að taka af henni toppsætið.. Íslensky stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja og Þuríður Erla Helgadóttir eru allar meðal efstu kvenna í keppninni en það má sjá stöðuna hér. CrossFit hefur einnig gert upp einvígi íslensku stelpnanna í nótt á Twitter-síðu sinni og þar sést hversu litlu munaði á þeim í þessum tíu umferðum sem þær þurftu að framkvæma. Katrín Tanja var að meðaltali 18 sekúndur að klára lyftingarnar og 22 sekúndur að klára sippið. Ragnheiður Sara var að meðaltali 18 sekúndur að klára lyftingarnar en 23 sekúndur að klára sippið. Það munaði því bara einni sekúndu á meðaltíma íslensku crossfit drottninganna. Hér fyrir neðan má sjá einnig upptöku frá einvígi Katrínu Tönju og Söru frá því í gær. “It's just me, the barbell and the double-unders.”—@katrintanja on how she kept her composure. pic.twitter.com/2RCZ9Uq9TM— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 .@katrintanja held an average split of 18 seconds on the thrusters and 22 seconds on double-unders throughout the 10 rounds of #17point5. pic.twitter.com/VnUy3pj9b1— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 .@SaraSigmundsdot held an average split of 18 seconds on the thrusters and 23 seconds on double-unders through the 10 rounds of #17point5 pic.twitter.com/pz6VP3hnlQ— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 "I just go until they tell me to stop." —@SaraSigmundsdot pic.twitter.com/fyR7m6SI27— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira
Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11