Þrefaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn og ökumaður Mercedes liðsins, Lewis Hamilton segir að Ferrari bíllinn sé sá fljótasti um þessar mundir.
Hamilton telur að Ferrari sé líklegasta liðið til að vinna keppnina í Melbourne, Ástralíu um helgina.
Hamilton byggir ályktun sína á frábærum árangri Ferrari á æfingum fyrir tímabilið. Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen, ökumenn Ferrari settu tvo hröðustu hringi æfinganna og bíllinn var afar áreiðanlegur.
„Mér sýnist Ferrari vera fljótastir; þeir eru klárlega líklegastir en Sebastian [Vettel] er að reyna að hafa hemil á sér,“ sagði Hamilton á blaðamannafundi í morgun.
Hamilton bætti við að hann væri spenntur að sjá hvað Red Bull myndi koma með til Ástralíu.
„Við sáum þá ekki koma með margar uppfærslur á æfingum, svo ég geri ráð fyrir að þeir komi með eitthvað.“
Hamilton er þó bjartsýnn á að Mercedes liðið geti haldið áfram á sigurbraut.
„Eftir því sem ég best veit hefur ekkert lið varið heimsmeistaratitil sinn í gegnum reglubreytingar, við erum hingað komin til að gera það sem enginn hefur gert,“ sagði Hamilton að lokum.
Fyrsta keppni tímabilsins fer fram í Ástralíu um helgina. Tímatakan og keppnin verða í beinni útsendingu í leiftrandi háskerpu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.
Hamilton: Ferrari bíllinn fljótastur

Tengdar fréttir

Zak Brown: Honda fjárfestir til að gera vélina samkeppnishæfa
Zak Brown, framkvæmdastjóri McLaren liðsins í Formúlu 1 segir að Honda sé að gera allt sem hægt er til að vélin verði samkeppnishæf sem fyrst.

Webber: Sebastian Vettel mun vinna í Ástralíu
Fyrrum Formúlu 1 ökumaður og liðsfélagi Sebastian Vettel hjá Red Bull, Mark Webber spáir því að Vettel vinni fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu um helgina.

Sergio Perez: Allt getur gerst í Ástralíu
Sergio Perez, ökumaður Force India liðsins í Formúlu 1 segir að allt geti gerst í fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu næstu helgi.

Mercedes og Red Bull skikkuð til að breyta fjöðrun
Deilur um fjöðrunarhönnun í Formúlu 1 munu líklega aukast í kjölfar ákvörðunar FIA um að skikka liðin til að breyta hönnun fjöðrunar sinnar.