Ræddum við ráðherrann Ellert B. Schram skrifar 22. mars 2017 07:00 Já, það hefur verið nóg að gera hjá mér, eftir að hafa verið kosinn formaður í Félagi eldri borgara hér í höfuðborginni. Fundir og heimsóknir hér og hvar, uppákomur og atburðir og svo náttúrlega afskipti af málefnum eldri borgara inn á við og út um allt. Þetta er auðvitað meira og minna gaman, ef frá eru svo talin hagsmunamálin, tryggingabæturnar, húsnæðismálin, heilsuþjónustan og frítekjumörkin! Vandinn er nefnilega sá, þegar kemur að alvörumálefnum eldri borgara, lífskjörunum, þá er valdið og stefnan í höndum annarra, í höndum Alþingis, ríkisstjórnar og bæjarstjórna. Talsmenn fullorðinna landsmanna verða að setjast í biðstofur ráðuneytanna og bíða eftir samtölum við yfirvaldið. Það er nú fyrst í þessari viku, að ég fékk tíma hjá velferðarráðherra, sem á auðvitað í mörg horn að líta. Við vorum tveir, gestirnir, ég og framkvæmdastjóri FEB. Ég hafði með mér lista yfir þau mál sem brenna á fullorðnu fólki, meðal annars tveggja ára bið eftir augasteinsaðgerðum og mjaðmaskiptum, afnuminn grunnlífeyrir, vanræktar skyldur RÚV varðandi sjónvarpstexta, hækkandi greiðslur heimilismanna á elliheimilum og svo auðvitað frítekjumarkið. Allt mál sem falla undir velferð eldri borgara. Það er skemmst frá því að segja að þessi heimsókn til ráðherrans hafi verið endaslepp. Ráðherrann gerði frítekjumarkið að umræðuefni sínu, ítrekaði að hann hefði lýst því yfir að hækka þyrfti frítekjumarkið en það yrði að gerast á næstu fjórum árum í áföngum. Þar var hans stoppustöð. Það tekur sem sagt fjögur ár að afnema þessa fátæktargildru sem núverandi ellilífeyrisþegar mega búa við næstu árin. Ég mæti ekki sem ölmusumaður hjá Þorsteini velferðarráðherra, sem ég þekki af góðu einu, og foreldra hans. Ég mæti á fund með ráðherranum af virðingu og velvild í umboði frá eldri borgurum. Ég fer bónleiðina en ekki í hertygjum. Ég er ekki að ræða við ráðherrann prívat. Ég tala máli fjörutíu þúsund fullorðinna landsmanna, sem eiga svo sannarlega inni hjá þjóðinni og ríkisvaldinu skilning og stuðning. Ef ég varð fyrir vonbrigðum með þennan fund, þá er bara að taka því, eins og þegar maður tapaði fótboltaleik. Bíta á jaxlinn og gera betur í næstu atrennu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Já, það hefur verið nóg að gera hjá mér, eftir að hafa verið kosinn formaður í Félagi eldri borgara hér í höfuðborginni. Fundir og heimsóknir hér og hvar, uppákomur og atburðir og svo náttúrlega afskipti af málefnum eldri borgara inn á við og út um allt. Þetta er auðvitað meira og minna gaman, ef frá eru svo talin hagsmunamálin, tryggingabæturnar, húsnæðismálin, heilsuþjónustan og frítekjumörkin! Vandinn er nefnilega sá, þegar kemur að alvörumálefnum eldri borgara, lífskjörunum, þá er valdið og stefnan í höndum annarra, í höndum Alþingis, ríkisstjórnar og bæjarstjórna. Talsmenn fullorðinna landsmanna verða að setjast í biðstofur ráðuneytanna og bíða eftir samtölum við yfirvaldið. Það er nú fyrst í þessari viku, að ég fékk tíma hjá velferðarráðherra, sem á auðvitað í mörg horn að líta. Við vorum tveir, gestirnir, ég og framkvæmdastjóri FEB. Ég hafði með mér lista yfir þau mál sem brenna á fullorðnu fólki, meðal annars tveggja ára bið eftir augasteinsaðgerðum og mjaðmaskiptum, afnuminn grunnlífeyrir, vanræktar skyldur RÚV varðandi sjónvarpstexta, hækkandi greiðslur heimilismanna á elliheimilum og svo auðvitað frítekjumarkið. Allt mál sem falla undir velferð eldri borgara. Það er skemmst frá því að segja að þessi heimsókn til ráðherrans hafi verið endaslepp. Ráðherrann gerði frítekjumarkið að umræðuefni sínu, ítrekaði að hann hefði lýst því yfir að hækka þyrfti frítekjumarkið en það yrði að gerast á næstu fjórum árum í áföngum. Þar var hans stoppustöð. Það tekur sem sagt fjögur ár að afnema þessa fátæktargildru sem núverandi ellilífeyrisþegar mega búa við næstu árin. Ég mæti ekki sem ölmusumaður hjá Þorsteini velferðarráðherra, sem ég þekki af góðu einu, og foreldra hans. Ég mæti á fund með ráðherranum af virðingu og velvild í umboði frá eldri borgurum. Ég fer bónleiðina en ekki í hertygjum. Ég er ekki að ræða við ráðherrann prívat. Ég tala máli fjörutíu þúsund fullorðinna landsmanna, sem eiga svo sannarlega inni hjá þjóðinni og ríkisvaldinu skilning og stuðning. Ef ég varð fyrir vonbrigðum með þennan fund, þá er bara að taka því, eins og þegar maður tapaði fótboltaleik. Bíta á jaxlinn og gera betur í næstu atrennu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun