Hvorki söngur né Li Shang í leikinni endurgerð af Múlan Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. mars 2017 10:35 Enginn Li Shang verður í endurgerðinni. Skjáskot/Disney Nýsjálenski leikstjórinn Niki Caro staðfesti í síðustu viku að hún muni leikstýra nýrri leikinni endurgerð af Disney teiknimyndinni Mulan. Í viðtali við vefinn Moviefone staðfesti hún orðróma um að endurgerðin verði ekki söngleikur, en upprunalega teiknimyndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist árið 1999. Sean Bailey, sem fer fyrir kvikmyndagerð Disney, sagði í samtali við Vulture að myndin verði meira í anda leikstjórans Ridley Scott, sem leikstýrði meðal annars kvikmyndunum Blade Runner og Gladiator. „Mulan er valdeflandi kvenhetjusaga en við getum líka gert eitt með þessari endurgerð, gert hana aðeins vöðvastæltari, sterkari, með smá Ridley Scott,“ sagði Bailey. Caro segir að endurgerðin verði „stórbrotin, stelpuleg bardagalista epík. Hún verður spennandi, skemmtileg og hrífandi.“Röð endurgerða Endurgerðin af Mulan er sú nýjasta í röð leikinna endurgerða af teiknimyndum hjá Disney. Nú á dögunum kom út endurgerð af Fríðu og Dýrinu og þá kom endurgerð af Skógarlífi út á síðasta ári. Meðal þeirra ástsælu teiknimynda sem Disney hyggst endurgera sem leiknar kvikmyndir eru Aladdín, Konungur ljónanna og Pétur Pan. Hlutverkalisti fyrir kvikmyndina lak nýverið á netið og hefur það vakið athygli að hlutverk Li Shang, herforingja herdeildar Mulan, er ekki á listanum. Þess í stað hefur verið lýst eftir leikara í hlutverk Chen Honghui, karlmanns á tvítugsaldri sem bætist í herdeild Mulan og verður einn helsti keppinautur hennar. Þessar breytingar á myndinni hafa ekki farið vel ofan í aðdáendur, sem fá ekki að heyra Li Shang syngja um að gera karlmenn úr hermönnum sínum.Wait a hot second, why is Captain Li Shang being replaced by this dude in the new #Mulan. First no music, now this. Grrr pic.twitter.com/tE17hM1G7p— Jo-Anne Rowney (@JoAnne_Rowney) March 19, 2017 pic.twitter.com/NuMVgvMvi4— Whit (@I_Slayy) March 19, 2017 Bíó og sjónvarp Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Nýsjálenski leikstjórinn Niki Caro staðfesti í síðustu viku að hún muni leikstýra nýrri leikinni endurgerð af Disney teiknimyndinni Mulan. Í viðtali við vefinn Moviefone staðfesti hún orðróma um að endurgerðin verði ekki söngleikur, en upprunalega teiknimyndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist árið 1999. Sean Bailey, sem fer fyrir kvikmyndagerð Disney, sagði í samtali við Vulture að myndin verði meira í anda leikstjórans Ridley Scott, sem leikstýrði meðal annars kvikmyndunum Blade Runner og Gladiator. „Mulan er valdeflandi kvenhetjusaga en við getum líka gert eitt með þessari endurgerð, gert hana aðeins vöðvastæltari, sterkari, með smá Ridley Scott,“ sagði Bailey. Caro segir að endurgerðin verði „stórbrotin, stelpuleg bardagalista epík. Hún verður spennandi, skemmtileg og hrífandi.“Röð endurgerða Endurgerðin af Mulan er sú nýjasta í röð leikinna endurgerða af teiknimyndum hjá Disney. Nú á dögunum kom út endurgerð af Fríðu og Dýrinu og þá kom endurgerð af Skógarlífi út á síðasta ári. Meðal þeirra ástsælu teiknimynda sem Disney hyggst endurgera sem leiknar kvikmyndir eru Aladdín, Konungur ljónanna og Pétur Pan. Hlutverkalisti fyrir kvikmyndina lak nýverið á netið og hefur það vakið athygli að hlutverk Li Shang, herforingja herdeildar Mulan, er ekki á listanum. Þess í stað hefur verið lýst eftir leikara í hlutverk Chen Honghui, karlmanns á tvítugsaldri sem bætist í herdeild Mulan og verður einn helsti keppinautur hennar. Þessar breytingar á myndinni hafa ekki farið vel ofan í aðdáendur, sem fá ekki að heyra Li Shang syngja um að gera karlmenn úr hermönnum sínum.Wait a hot second, why is Captain Li Shang being replaced by this dude in the new #Mulan. First no music, now this. Grrr pic.twitter.com/tE17hM1G7p— Jo-Anne Rowney (@JoAnne_Rowney) March 19, 2017 pic.twitter.com/NuMVgvMvi4— Whit (@I_Slayy) March 19, 2017
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira