Nú vitum við hvað Rooney gerði og sagði í klefanum eftir tapið á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2017 10:45 Wayne Rooney og Eiður Smári Guðjohnsen eftir leikinn. Vísir/Getty Englendingar eru ekki ennþá búnir að jafna sig eftir tapið á móti Íslandi í sextán liða úrslit Evrópumótsins síðasta sumar. Nú vitum við hinsvegar meira um hvað gerðist í klefa enska landsliðsins eftir leikinn fræga. Ísland vann þá 2-1 sigur í Nice og komst áfram í átta liða úrslitin á meðan stórstjörnur enska landsliðsins snéru aftur heim með skottið á milli lappanna. Þjálfarinn Roy Hodgson er ennþá atvinnulaus og það mun taka enska landsliðið tíma að jafna sig á áfallinu að tapa á móti litla Íslandi. Marcus Rashford er ein af framtíðarstjörnum enska landsliðsins og hann hefur nú sagt frá því hvað gerðist í búningsklefa enska landsliðsins eftir tapið á móti Íslandi 27. júní 2016. „Þegar við duttum út á móti Íslandi á EM þá voru það gríðarleg vonbrigði. Við sátum allir hljóðir í búningsklefanum eftir leikinn og vissum ekki alveg hvernig við áttum að haga okkur. Þá stendur Wayne upp og hann segir bara eitt,“ rifjar Marcus Rashford upp í viðtali við The Playerstribune.com. „Berið höfuðið hátt. Við höfum fyrir miklu að berjast í framtíðinni. Horfið fram á veginn,“ segir Rashford að Wayne Rooney hafi sagt eftir leikinn. Rooney gerði meira en það því að hann gekk á hvern mann fyrir sig, horfði í augu viðkomandi manns og endurtók þessi orð. Enska landsliðið hefur spilað fjóra keppnisleiki eftir tapið á móti Íslandi og unnið þrjá þeirra. Liðið vann Slóvakíu (1-0), Möltu (2-0) og Skotland (3-0) og gerði markalaust jafntefli við Slóveníu í fyrstu leikjum sínum í undanriðli HM í Rússlandi 2018. Mökrin sem Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu hjá enska landsliðinu í Nice í júní 2016 eru ennþá tvö síðustu mörkin sem enska fótboltalandsliðið fékk á sig í keppnisleik því Englendingar hafa haldið hreinu í fjórum fyrstu leikjum sínum í undankeppni HM 2018.vísir/gettyVísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Sjá meira
Englendingar eru ekki ennþá búnir að jafna sig eftir tapið á móti Íslandi í sextán liða úrslit Evrópumótsins síðasta sumar. Nú vitum við hinsvegar meira um hvað gerðist í klefa enska landsliðsins eftir leikinn fræga. Ísland vann þá 2-1 sigur í Nice og komst áfram í átta liða úrslitin á meðan stórstjörnur enska landsliðsins snéru aftur heim með skottið á milli lappanna. Þjálfarinn Roy Hodgson er ennþá atvinnulaus og það mun taka enska landsliðið tíma að jafna sig á áfallinu að tapa á móti litla Íslandi. Marcus Rashford er ein af framtíðarstjörnum enska landsliðsins og hann hefur nú sagt frá því hvað gerðist í búningsklefa enska landsliðsins eftir tapið á móti Íslandi 27. júní 2016. „Þegar við duttum út á móti Íslandi á EM þá voru það gríðarleg vonbrigði. Við sátum allir hljóðir í búningsklefanum eftir leikinn og vissum ekki alveg hvernig við áttum að haga okkur. Þá stendur Wayne upp og hann segir bara eitt,“ rifjar Marcus Rashford upp í viðtali við The Playerstribune.com. „Berið höfuðið hátt. Við höfum fyrir miklu að berjast í framtíðinni. Horfið fram á veginn,“ segir Rashford að Wayne Rooney hafi sagt eftir leikinn. Rooney gerði meira en það því að hann gekk á hvern mann fyrir sig, horfði í augu viðkomandi manns og endurtók þessi orð. Enska landsliðið hefur spilað fjóra keppnisleiki eftir tapið á móti Íslandi og unnið þrjá þeirra. Liðið vann Slóvakíu (1-0), Möltu (2-0) og Skotland (3-0) og gerði markalaust jafntefli við Slóveníu í fyrstu leikjum sínum í undanriðli HM í Rússlandi 2018. Mökrin sem Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu hjá enska landsliðinu í Nice í júní 2016 eru ennþá tvö síðustu mörkin sem enska fótboltalandsliðið fékk á sig í keppnisleik því Englendingar hafa haldið hreinu í fjórum fyrstu leikjum sínum í undankeppni HM 2018.vísir/gettyVísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Sjá meira