Kristófer Acox: Var að spila á móti strákum sem eru kannski að fara í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2017 19:00 Kristófer Acox lenti á Íslandi í morgun og ætlar að spila næsta leik með KR í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en annar leikur Keflavíkur og KR fer fram á mánudagskvöldið. Kristófer er landsliðsmaður og því mikill liðstyrkur fyrir hið sterka lið KR sem vann 19 stiga sigur á Keflavík í fyrsta leik undanúrslitanna. Kristófer hefur undanfarin fjögur ár leikið með Furman í bandaríska háskólakörfuboltanum og setti meðal annars skólamet í skotnýtingu auk þess að skora yfir þúsund stig í leikjum með skólanum. Kristófer mætti á fyrstu æfingu með KR-liðinu í kvöld en hann hefur spilað með mörgum strákanna áður, bæði með landsliðnu og með KR áður en hann fór út í skóla. „Ég lenti bara í morgun og fer bara á fyrstu æfingu á eftir. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður á mánudaginn,“ sagði Kristófer Acox í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Það er mikil tilhlökkun enda fjögur ár síðan að ég spilaði síðast heima. Ég held að ég geti fullyrt það að ég hafi bætt mig mikið á þessum tíma í skólanum. Ég er búinn að æfa mikið og ég hef líka eytt tíma í að bæta minn leik á sumrin. Ég geng mjög sáttur frá þessu,“ sagði Kristófer. „Það er mjög mikill agi þarna úti og körfuboltinn er líka allt öðruvísi en hér heima. Þú ert að spila með meiri íþróttamönnum og að spila á móti strákum sem eru kannski að fara í NBA,“ sagði Kristófer. „Planið er að koma heim í eitt ár en ég sé það meira eftir sumarið hvernig þetta fer. Vonandi næ ég að gera eitthvað á Eurobasket en ég veit meira eftir sumarið,“ sagði Kristófer. „Ég held að það sé best fyrir mig að koma heim í eitt ár og spila mína réttu stöðu. Ég ætla að leggja áherslu á það í sumar og komast í það að spila aðra stöðu en ég hef verið að gera út í Bandaríkjunum. Ísland er mjög góður staður fyrir það,“ sagði Kristófer en það má sjá allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer stigahæstur í sigri Furman | Ekki á heimleið strax Kristófer Acox átti sannkallaðan stórleik í fimmtán stiga sigri Furman á heimavelli í kvöld en hann nýtti ellefu af tólf skotum sínum í leiknum og tók tíu fráköst fyrir tvöfaldri tvennu. 25. mars 2017 22:30 Kristófer: Vildi gefa fólkinu eitthvað til að japla á Kristófer Acox, leikmaður Furman-háskólans og íslenska landsliðsins í körfubolta, segist hafa verið að stríða landanum er hann birti mynd af pizzusneið á Twitter-síðu sinni í gær en hann hefur heyrt orðrómana um að hann sé að snúa aftur í KR-treyjuna. 26. mars 2017 14:45 Kristófer Acox tekur slaginn með KR í úrslitakeppninni Ógnarsterkt lið KR-inga fékk í dag liðsstyrk þegar staðfest var að landsliðsmaðurinn Kristófer Acox myndi leika með liðinu það sem eftir lifir úrslitakeppninnar en Kristófer kemur aftur í lið KR eftir að hafa leikið með Furman í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár. 25. mars 2017 17:17 Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR Kristófer Acox lenti á Íslandi í morgun og er orðinn löglegur leikmaður KR. Hann verður með Íslandsmeisturunum í öðrum leik liðsins gegn Keflavík. Kristófer hefur undirbúið þessa heimför síðan í desember. 31. mars 2017 06:00 Friðrik Ingi: Reiknaði með því að Kristófer kæmi í KR Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 31. mars 2017 12:00 Furman tapaði í nótt í síðasta leik Kristófers fyrir skólann Kristófer Acox spilaði í nótt síðasta leikinn á tímabilinu með Furman-háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum en liðið datt þá út í undanúrslitum CollegeInsider.com úrslitakeppninnar (CIT). 30. mars 2017 11:00 Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Kristófer Acox lenti á Íslandi í morgun og ætlar að spila næsta leik með KR í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en annar leikur Keflavíkur og KR fer fram á mánudagskvöldið. Kristófer er landsliðsmaður og því mikill liðstyrkur fyrir hið sterka lið KR sem vann 19 stiga sigur á Keflavík í fyrsta leik undanúrslitanna. Kristófer hefur undanfarin fjögur ár leikið með Furman í bandaríska háskólakörfuboltanum og setti meðal annars skólamet í skotnýtingu auk þess að skora yfir þúsund stig í leikjum með skólanum. Kristófer mætti á fyrstu æfingu með KR-liðinu í kvöld en hann hefur spilað með mörgum strákanna áður, bæði með landsliðnu og með KR áður en hann fór út í skóla. „Ég lenti bara í morgun og fer bara á fyrstu æfingu á eftir. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður á mánudaginn,“ sagði Kristófer Acox í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Það er mikil tilhlökkun enda fjögur ár síðan að ég spilaði síðast heima. Ég held að ég geti fullyrt það að ég hafi bætt mig mikið á þessum tíma í skólanum. Ég er búinn að æfa mikið og ég hef líka eytt tíma í að bæta minn leik á sumrin. Ég geng mjög sáttur frá þessu,“ sagði Kristófer. „Það er mjög mikill agi þarna úti og körfuboltinn er líka allt öðruvísi en hér heima. Þú ert að spila með meiri íþróttamönnum og að spila á móti strákum sem eru kannski að fara í NBA,“ sagði Kristófer. „Planið er að koma heim í eitt ár en ég sé það meira eftir sumarið hvernig þetta fer. Vonandi næ ég að gera eitthvað á Eurobasket en ég veit meira eftir sumarið,“ sagði Kristófer. „Ég held að það sé best fyrir mig að koma heim í eitt ár og spila mína réttu stöðu. Ég ætla að leggja áherslu á það í sumar og komast í það að spila aðra stöðu en ég hef verið að gera út í Bandaríkjunum. Ísland er mjög góður staður fyrir það,“ sagði Kristófer en það má sjá allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer stigahæstur í sigri Furman | Ekki á heimleið strax Kristófer Acox átti sannkallaðan stórleik í fimmtán stiga sigri Furman á heimavelli í kvöld en hann nýtti ellefu af tólf skotum sínum í leiknum og tók tíu fráköst fyrir tvöfaldri tvennu. 25. mars 2017 22:30 Kristófer: Vildi gefa fólkinu eitthvað til að japla á Kristófer Acox, leikmaður Furman-háskólans og íslenska landsliðsins í körfubolta, segist hafa verið að stríða landanum er hann birti mynd af pizzusneið á Twitter-síðu sinni í gær en hann hefur heyrt orðrómana um að hann sé að snúa aftur í KR-treyjuna. 26. mars 2017 14:45 Kristófer Acox tekur slaginn með KR í úrslitakeppninni Ógnarsterkt lið KR-inga fékk í dag liðsstyrk þegar staðfest var að landsliðsmaðurinn Kristófer Acox myndi leika með liðinu það sem eftir lifir úrslitakeppninnar en Kristófer kemur aftur í lið KR eftir að hafa leikið með Furman í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár. 25. mars 2017 17:17 Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR Kristófer Acox lenti á Íslandi í morgun og er orðinn löglegur leikmaður KR. Hann verður með Íslandsmeisturunum í öðrum leik liðsins gegn Keflavík. Kristófer hefur undirbúið þessa heimför síðan í desember. 31. mars 2017 06:00 Friðrik Ingi: Reiknaði með því að Kristófer kæmi í KR Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 31. mars 2017 12:00 Furman tapaði í nótt í síðasta leik Kristófers fyrir skólann Kristófer Acox spilaði í nótt síðasta leikinn á tímabilinu með Furman-háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum en liðið datt þá út í undanúrslitum CollegeInsider.com úrslitakeppninnar (CIT). 30. mars 2017 11:00 Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Kristófer stigahæstur í sigri Furman | Ekki á heimleið strax Kristófer Acox átti sannkallaðan stórleik í fimmtán stiga sigri Furman á heimavelli í kvöld en hann nýtti ellefu af tólf skotum sínum í leiknum og tók tíu fráköst fyrir tvöfaldri tvennu. 25. mars 2017 22:30
Kristófer: Vildi gefa fólkinu eitthvað til að japla á Kristófer Acox, leikmaður Furman-háskólans og íslenska landsliðsins í körfubolta, segist hafa verið að stríða landanum er hann birti mynd af pizzusneið á Twitter-síðu sinni í gær en hann hefur heyrt orðrómana um að hann sé að snúa aftur í KR-treyjuna. 26. mars 2017 14:45
Kristófer Acox tekur slaginn með KR í úrslitakeppninni Ógnarsterkt lið KR-inga fékk í dag liðsstyrk þegar staðfest var að landsliðsmaðurinn Kristófer Acox myndi leika með liðinu það sem eftir lifir úrslitakeppninnar en Kristófer kemur aftur í lið KR eftir að hafa leikið með Furman í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár. 25. mars 2017 17:17
Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR Kristófer Acox lenti á Íslandi í morgun og er orðinn löglegur leikmaður KR. Hann verður með Íslandsmeisturunum í öðrum leik liðsins gegn Keflavík. Kristófer hefur undirbúið þessa heimför síðan í desember. 31. mars 2017 06:00
Friðrik Ingi: Reiknaði með því að Kristófer kæmi í KR Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 31. mars 2017 12:00
Furman tapaði í nótt í síðasta leik Kristófers fyrir skólann Kristófer Acox spilaði í nótt síðasta leikinn á tímabilinu með Furman-háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum en liðið datt þá út í undanúrslitum CollegeInsider.com úrslitakeppninnar (CIT). 30. mars 2017 11:00