Valdís Þóra fór ekki nógu vel af eftir sex vikna frí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2017 17:22 Valdís Þóra Jónsdóttir mynd/let/tristan jones Valdís Þóra Jónsdóttir átti erfitt uppdráttar á seinni níu holunum á Terre Blanche mótinu í Frakklandi sem hófst í dag og er hluti af LET Access mótaröðinni. Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún er ellefu höggum á eftir fremstu konu og er í 84. sæti. Valdís Þóra ætlaði að nota þetta verkefni til að komast í meiri leik- og keppnisæfingu en það eru rúmlega sex vikur síðan hún keppti síðast. Valdís Þóra byrjaði vel og var einu höggi undir pari eftir sex fyrstu holurnar. Hún fékk skolla á bæði sjöundu og níundu holu og var á einu yfir pari eftir fyrri níu. Staðan átti hinsvegar eftir að versna mikið. Síðari hluti hringsins varð henni mjög erfiður en Valdís fékk sex skolla og einn þrefaldan skolla á síðustu tíu holunum. Valdís Þóra náði reyndar fugli á bæði tíundu og sautjándu holu og var því með þrjá fugla á hringnum. Átta töpuðu högg á síðustu átta holunum sýnir svart á hvítu hversu lítið gekk upp á seinni níu holunum hjá henni. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir átti erfitt uppdráttar á seinni níu holunum á Terre Blanche mótinu í Frakklandi sem hófst í dag og er hluti af LET Access mótaröðinni. Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún er ellefu höggum á eftir fremstu konu og er í 84. sæti. Valdís Þóra ætlaði að nota þetta verkefni til að komast í meiri leik- og keppnisæfingu en það eru rúmlega sex vikur síðan hún keppti síðast. Valdís Þóra byrjaði vel og var einu höggi undir pari eftir sex fyrstu holurnar. Hún fékk skolla á bæði sjöundu og níundu holu og var á einu yfir pari eftir fyrri níu. Staðan átti hinsvegar eftir að versna mikið. Síðari hluti hringsins varð henni mjög erfiður en Valdís fékk sex skolla og einn þrefaldan skolla á síðustu tíu holunum. Valdís Þóra náði reyndar fugli á bæði tíundu og sautjándu holu og var því með þrjá fugla á hringnum. Átta töpuðu högg á síðustu átta holunum sýnir svart á hvítu hversu lítið gekk upp á seinni níu holunum hjá henni.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti