Lewis Hamilton fyrstur í mark í Kína Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. apríl 2017 07:35 Lewis Hamilton leiddi keppina frá ræsingu til loka. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji. Vettel og Hamilton eru þar með jafnir að stigum í keppni ökumanna. Baráttan verður hörð í ár. Keppnin hófst á rakri braut en engin rigning að falla þegar keppnin var ræst. Stoffel Vandoorne, ökumaður McLaren sagði að ökumenn þyrftu að ákveða hvort sléttu þurrdekkin væru nógu góð til að hefja keppnina eða hvort milli-regndekkin væru réttu dekkin. Carlos Sainz á Toro Rosso var eini ökumaðurinn sem ræsti á þurrdekkjum. Hann ræsti á ofur-mjúkum dekkjum. Kimi Raikkonen tapaði fjórða sætinu til Daniel Ricciardo í ræsingunni. Max Verstappen á Red Bull ræsti 16. en var orðinn sjöundi á fyrsta hring. Stafrænn öryggisbíll var notaður á brautinni á meðan Williams bíll nýliðans, Lance Stroll var hirtur úr malargryfjunni eftir samstuð við Sergio Perez. Ökumenn hópuðust inn á þjónustusvæðið í lok fyrsta hrings til að taka þurrdekk, þar á meðal Sebastian Vettel. Antonio Giovinazzi skellti Sauber bílnum á varnarvegg á ráskaflanum, ekki ósvipað atvikinu í tímatökunni í gær. Þá var öryggisbíllinn kallaður út og ökumenn leiddir í gegnum þjónustusvæðið og þá nýttu flestir sér tækifærið til að skipta yfir á þurrdekk.Antonio Giovinazzi klessti Sauber bílinn aftur í dag.Vísir/GettyValtteri Bottas var fimmti þegar öryggisbíllinn var að koma inn en svo missti hann stjórn á bílnum og tapaði sjö sætum og var orðinn 12. Verstappen tók fram úr Raikkonen á fyrsta hring eftir að öryggisbíllinn kom inn og Verstappen var þá orðinn þriðji. Hann stal svo öðru sætinu af liðsfélaga sínum, Ricciardo og var orðinn annar á eftir Hamilton á 11. hring. Vettel tók fram úr Raikkonen á 20. hring og gat þá hafist handa við að reyna sókn á Ricciardo. Vettel tróð sér svo fram úr Ricciardo og náði þriðja sætinu tveimur hringjum seinna. Vettel náði öðru sætinu við lok 28. hringjar. Hann var þá um 11 sekúndum á eftir Hamilton. Vettel kom inn á þjónustusvæðið á hring 34 og tók mjúk dekk undir, Hamilton svaraði í sömu mynt á 36 hring. Vettel sótti aðeins á Hamilton og kom bilinu niður í um sjö sekúndur þegar minnst var en það dugði ekki til. Baráttan um þriðja sætið á milli Verstappen og Ricciardo hitnaði á síðustu hringjum keppninnar. Ricciardo var kominn vel inn fyrir sekúnduna á hring 50 og var farinn að opna afturvænginn. Ricciardo tókst þrátt fyrir góðar tilraunir ekki að stela verðlaunasætinu af liðsfélaga sínum.Hér að neðan má sjá gagnvirkt brautarkort sem sýnir öll helstu úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Verstappen var fljótastur á fyrri æfingu í Kína | Seinni æfingu aflýst Fyrri æfingin var stöðvuð tvisvar í langan tíma en Max Verstappen tókst að fara hraðast á Red Bull bílnum á blautri brautinni. Seinni æfingunni var aflýst. 7. apríl 2017 12:30 Hamilton: Ferrari bílarnir virkuðu hraðir í dag Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag. Hann náði sínum sjötta ráspól í röð, sem jafnar met Ayrton Senna, átrúnaðargoðs Hamilton. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. apríl 2017 21:30 Lewis Hamilton á ráspól í Kína Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir kínverska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji, einum þúsundasta á eftir Vettel. 8. apríl 2017 08:05 Wehrlein ekki með í Kína Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1, verður ekki með í kínverska kappakstrinum um komandi helgi. Antonio Giovinazzi fær því annað tækifæri eftir frábæra fumraun í Ástralíu. 4. apríl 2017 17:15 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji. Vettel og Hamilton eru þar með jafnir að stigum í keppni ökumanna. Baráttan verður hörð í ár. Keppnin hófst á rakri braut en engin rigning að falla þegar keppnin var ræst. Stoffel Vandoorne, ökumaður McLaren sagði að ökumenn þyrftu að ákveða hvort sléttu þurrdekkin væru nógu góð til að hefja keppnina eða hvort milli-regndekkin væru réttu dekkin. Carlos Sainz á Toro Rosso var eini ökumaðurinn sem ræsti á þurrdekkjum. Hann ræsti á ofur-mjúkum dekkjum. Kimi Raikkonen tapaði fjórða sætinu til Daniel Ricciardo í ræsingunni. Max Verstappen á Red Bull ræsti 16. en var orðinn sjöundi á fyrsta hring. Stafrænn öryggisbíll var notaður á brautinni á meðan Williams bíll nýliðans, Lance Stroll var hirtur úr malargryfjunni eftir samstuð við Sergio Perez. Ökumenn hópuðust inn á þjónustusvæðið í lok fyrsta hrings til að taka þurrdekk, þar á meðal Sebastian Vettel. Antonio Giovinazzi skellti Sauber bílnum á varnarvegg á ráskaflanum, ekki ósvipað atvikinu í tímatökunni í gær. Þá var öryggisbíllinn kallaður út og ökumenn leiddir í gegnum þjónustusvæðið og þá nýttu flestir sér tækifærið til að skipta yfir á þurrdekk.Antonio Giovinazzi klessti Sauber bílinn aftur í dag.Vísir/GettyValtteri Bottas var fimmti þegar öryggisbíllinn var að koma inn en svo missti hann stjórn á bílnum og tapaði sjö sætum og var orðinn 12. Verstappen tók fram úr Raikkonen á fyrsta hring eftir að öryggisbíllinn kom inn og Verstappen var þá orðinn þriðji. Hann stal svo öðru sætinu af liðsfélaga sínum, Ricciardo og var orðinn annar á eftir Hamilton á 11. hring. Vettel tók fram úr Raikkonen á 20. hring og gat þá hafist handa við að reyna sókn á Ricciardo. Vettel tróð sér svo fram úr Ricciardo og náði þriðja sætinu tveimur hringjum seinna. Vettel náði öðru sætinu við lok 28. hringjar. Hann var þá um 11 sekúndum á eftir Hamilton. Vettel kom inn á þjónustusvæðið á hring 34 og tók mjúk dekk undir, Hamilton svaraði í sömu mynt á 36 hring. Vettel sótti aðeins á Hamilton og kom bilinu niður í um sjö sekúndur þegar minnst var en það dugði ekki til. Baráttan um þriðja sætið á milli Verstappen og Ricciardo hitnaði á síðustu hringjum keppninnar. Ricciardo var kominn vel inn fyrir sekúnduna á hring 50 og var farinn að opna afturvænginn. Ricciardo tókst þrátt fyrir góðar tilraunir ekki að stela verðlaunasætinu af liðsfélaga sínum.Hér að neðan má sjá gagnvirkt brautarkort sem sýnir öll helstu úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Verstappen var fljótastur á fyrri æfingu í Kína | Seinni æfingu aflýst Fyrri æfingin var stöðvuð tvisvar í langan tíma en Max Verstappen tókst að fara hraðast á Red Bull bílnum á blautri brautinni. Seinni æfingunni var aflýst. 7. apríl 2017 12:30 Hamilton: Ferrari bílarnir virkuðu hraðir í dag Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag. Hann náði sínum sjötta ráspól í röð, sem jafnar met Ayrton Senna, átrúnaðargoðs Hamilton. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. apríl 2017 21:30 Lewis Hamilton á ráspól í Kína Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir kínverska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji, einum þúsundasta á eftir Vettel. 8. apríl 2017 08:05 Wehrlein ekki með í Kína Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1, verður ekki með í kínverska kappakstrinum um komandi helgi. Antonio Giovinazzi fær því annað tækifæri eftir frábæra fumraun í Ástralíu. 4. apríl 2017 17:15 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Verstappen var fljótastur á fyrri æfingu í Kína | Seinni æfingu aflýst Fyrri æfingin var stöðvuð tvisvar í langan tíma en Max Verstappen tókst að fara hraðast á Red Bull bílnum á blautri brautinni. Seinni æfingunni var aflýst. 7. apríl 2017 12:30
Hamilton: Ferrari bílarnir virkuðu hraðir í dag Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag. Hann náði sínum sjötta ráspól í röð, sem jafnar met Ayrton Senna, átrúnaðargoðs Hamilton. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. apríl 2017 21:30
Lewis Hamilton á ráspól í Kína Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir kínverska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji, einum þúsundasta á eftir Vettel. 8. apríl 2017 08:05
Wehrlein ekki með í Kína Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1, verður ekki með í kínverska kappakstrinum um komandi helgi. Antonio Giovinazzi fær því annað tækifæri eftir frábæra fumraun í Ástralíu. 4. apríl 2017 17:15