Sjálfstæðisflokkurinn myndi styðja rannsókn á einkavæðingu Landsbankans Anton Egilsson skrifar 8. apríl 2017 12:45 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki setja sig upp á móti því að rannsókn yrði gerð á einkavæðingu Landsbankans, komist þingnefnd að því að ástæða væri til sérstakrar rannsóknar á sölunni. Bjarni var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð tvö í dag en þar var farið um víðan völl. Þar ræddu þeir meðal annars um efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem samþykkt var á Alþingi í vikunni og skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans. Í þættinum sagði Bjarni að það væri sín upplifun að með sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hafi verið sett á svið sjónarspil. „Það er mín upplifun, að þarna hafi verið dregin upp einhver leiktjöld til þess að láta líta þannig út að menn væru með breiðari hóp og dreifðara eignarhald.“ Niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis voru þær að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hefði í reynd aldrei verið fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur árið 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Það var því afdráttarlaus niðurstaða að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á bankanum. Bjarni segir það jafnframt miður hve langan tíma það hafi tekið að leiða málið til lykta. „Manni finnst það mjög dapurlegt að við séum að komast til botns í þessu máli árið 2017, næg hafa tilefnin verið fram til þessa. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það er á vissan hátt gagnrýnisvert að ráðgjafar stjórnvalda við söluna á sínum tíma skyldu ekki hafa gengið betur í skugga um og kannski haft fyrir því að kalla þessa aðila til sín og rekið úr þeim garnirnar með þeirra áform.Vill eyða allri tortryggni Var Bjarni inntur eftir svörum um afstöðu sína til þess að einkavæðing Landsbankans yrði rannsökuð en kaupendur hans fengu umtalsverð lán fyrir kaupunum líkt og kaupendur Búnaðarbankans. „Við studdum það í þinginu 2012 og aftur í fyrra að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti að taka það til athugunar hvað stæði út af,“ sagði Bjarni og bætti því við að nefndin hefði málið til skoðunar í dag. Ef að þingnefndin komist að niðurstöðu um að ástæða sé til þess að skoða kaupin nánar þá muni Sjálfstæðisflokkurinn styðja það. „Ég vil gera allt sem við getum til að eyða tortryggni. Til að eyða öllum vafa um hvað raunverulega átti sér stað til þess að við getum endurheimt traust.“Viðtalið við má Bjarna má sjá í heild sinni hér að ofan. Salan á Búnaðarbankanum Víglínan Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki setja sig upp á móti því að rannsókn yrði gerð á einkavæðingu Landsbankans, komist þingnefnd að því að ástæða væri til sérstakrar rannsóknar á sölunni. Bjarni var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð tvö í dag en þar var farið um víðan völl. Þar ræddu þeir meðal annars um efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem samþykkt var á Alþingi í vikunni og skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans. Í þættinum sagði Bjarni að það væri sín upplifun að með sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hafi verið sett á svið sjónarspil. „Það er mín upplifun, að þarna hafi verið dregin upp einhver leiktjöld til þess að láta líta þannig út að menn væru með breiðari hóp og dreifðara eignarhald.“ Niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis voru þær að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hefði í reynd aldrei verið fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur árið 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Það var því afdráttarlaus niðurstaða að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á bankanum. Bjarni segir það jafnframt miður hve langan tíma það hafi tekið að leiða málið til lykta. „Manni finnst það mjög dapurlegt að við séum að komast til botns í þessu máli árið 2017, næg hafa tilefnin verið fram til þessa. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það er á vissan hátt gagnrýnisvert að ráðgjafar stjórnvalda við söluna á sínum tíma skyldu ekki hafa gengið betur í skugga um og kannski haft fyrir því að kalla þessa aðila til sín og rekið úr þeim garnirnar með þeirra áform.Vill eyða allri tortryggni Var Bjarni inntur eftir svörum um afstöðu sína til þess að einkavæðing Landsbankans yrði rannsökuð en kaupendur hans fengu umtalsverð lán fyrir kaupunum líkt og kaupendur Búnaðarbankans. „Við studdum það í þinginu 2012 og aftur í fyrra að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti að taka það til athugunar hvað stæði út af,“ sagði Bjarni og bætti því við að nefndin hefði málið til skoðunar í dag. Ef að þingnefndin komist að niðurstöðu um að ástæða sé til þess að skoða kaupin nánar þá muni Sjálfstæðisflokkurinn styðja það. „Ég vil gera allt sem við getum til að eyða tortryggni. Til að eyða öllum vafa um hvað raunverulega átti sér stað til þess að við getum endurheimt traust.“Viðtalið við má Bjarna má sjá í heild sinni hér að ofan.
Salan á Búnaðarbankanum Víglínan Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira