Setja stefnuna á atvinnumennsku Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2017 12:20 Vísir/Stefán Strákarnir í hinu fornfræga „clani“ Seven, hafa sett stefnuna á atvinnumennskuna í Counter-Strike Go. Nú um páskana munu þeir taka þátt í mótinu Copenhagen Games og æfa þeir stíft fyrir mótið. Þeir reyna að æfa saman fimm sinnum í viku, í þrjá til fimm tíma í senn. Þeir Bergur Jóhannsson, Birgir Ágústsson, Brynjar Jóhannsson, Hafþór Örn Pétursson og Stefán Dagbjartsson skipa clanið. Seven var upprunalega stofnað árið 2004 og spiluðu meðlimir þess Counter-Strike 1.6. Þeir Birgir og Brynjar endurvöktu clanið nú nýverið og að þessu sinni spila þeir CSGO. „Þetta er skemmtilegasta hobbí sem ég hef stundað,“ segir Bergur. Hann segir menn þurfa að leggja mikið á sig til að verða góðir og Birgir slær á svipaða strengi. „Það geta allir orðið pro. Það tekur bara tíma.“ Strákarnir segja clanið hafa verið best hér á landi á árum áður og sé nú orðið það aftur. Þeir hafi til dæmis unnið síðustu tvö mót sem haldin voru hér á landi. 80 lið er skráð til leiks í CSGO á Copenhagen Games um páskana. Mótið mun standa yfir 12. til 14. apríl, en strákarnir í Seven munu fara út þann ellefta. Um er að ræða nokkuð stóran viðburð, en átta bestu liðin munu komast áfram í úrslitakeppni. Mótið er gott tækifæri til fyrir strákan til að komast á enn stærra mót. Blaðamaður kíkti á æfingu hjá strákunum, þar sem þær æfðu sig í verslun Tölvutek. Þeir munu gera það aftur nú um helgina og verður hægt að kíkja á þá á milli klukkan tvö og fjögur í dag. Tölvutek styður við bakið á Seven. Það reynist þó stundum erfitt að fylgjast með hvað sé að gerast í leikjum strákanna. Bæði gerast hlutirnir hratt og mikið „lingó“ fylgir leikjunum, sem óvanir eiga erfitt með að átta sig á. Svokallaðar eSports fara sífellt stækkandi og ná til sífellt fleiri. Stór fyrirtæki eru farin að beina sjónum sínum að því að styrkja ýmiss keppnislið og það eru komnir miklir peningar í sportið. Því er ljóst að það er til mikils að vinna fyrir Seven-liða í Kaupmannahöfn um páskana. Leikjavísir Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Strákarnir í hinu fornfræga „clani“ Seven, hafa sett stefnuna á atvinnumennskuna í Counter-Strike Go. Nú um páskana munu þeir taka þátt í mótinu Copenhagen Games og æfa þeir stíft fyrir mótið. Þeir reyna að æfa saman fimm sinnum í viku, í þrjá til fimm tíma í senn. Þeir Bergur Jóhannsson, Birgir Ágústsson, Brynjar Jóhannsson, Hafþór Örn Pétursson og Stefán Dagbjartsson skipa clanið. Seven var upprunalega stofnað árið 2004 og spiluðu meðlimir þess Counter-Strike 1.6. Þeir Birgir og Brynjar endurvöktu clanið nú nýverið og að þessu sinni spila þeir CSGO. „Þetta er skemmtilegasta hobbí sem ég hef stundað,“ segir Bergur. Hann segir menn þurfa að leggja mikið á sig til að verða góðir og Birgir slær á svipaða strengi. „Það geta allir orðið pro. Það tekur bara tíma.“ Strákarnir segja clanið hafa verið best hér á landi á árum áður og sé nú orðið það aftur. Þeir hafi til dæmis unnið síðustu tvö mót sem haldin voru hér á landi. 80 lið er skráð til leiks í CSGO á Copenhagen Games um páskana. Mótið mun standa yfir 12. til 14. apríl, en strákarnir í Seven munu fara út þann ellefta. Um er að ræða nokkuð stóran viðburð, en átta bestu liðin munu komast áfram í úrslitakeppni. Mótið er gott tækifæri til fyrir strákan til að komast á enn stærra mót. Blaðamaður kíkti á æfingu hjá strákunum, þar sem þær æfðu sig í verslun Tölvutek. Þeir munu gera það aftur nú um helgina og verður hægt að kíkja á þá á milli klukkan tvö og fjögur í dag. Tölvutek styður við bakið á Seven. Það reynist þó stundum erfitt að fylgjast með hvað sé að gerast í leikjum strákanna. Bæði gerast hlutirnir hratt og mikið „lingó“ fylgir leikjunum, sem óvanir eiga erfitt með að átta sig á. Svokallaðar eSports fara sífellt stækkandi og ná til sífellt fleiri. Stór fyrirtæki eru farin að beina sjónum sínum að því að styrkja ýmiss keppnislið og það eru komnir miklir peningar í sportið. Því er ljóst að það er til mikils að vinna fyrir Seven-liða í Kaupmannahöfn um páskana.
Leikjavísir Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira