Lewis Hamilton á ráspól í Kína Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. apríl 2017 08:05 Lewis Hamilton var fljótastur í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir kínverska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji, einum þúsundasta á eftir Vettel. Eftir nánast engar föstudagsæfignar fengu ökumenn og lið að spreyta sig á þurri þriðju æfingu í morgun. Liðin voru því að reyna að stilla bílunum almennilega upp ásamt því að reyna að setja góðan tíma í tímatökunni.Fyrsta lota Ferrari menn komu út á mjúkum dekkjum, öfugt við alla aðra sem voru á ofur-mjúkum strax í upphafi. Vettel setti hraðasta tímann í fyrstu tilraun og Raikkonen þann þriðja hraðasta en Hamilton á Mercedes var á milli þeirra eftir að allir höfðu sett einn tímatökuhring að minnsta kosti. Antonio Giovanizzi missti stjórn á bílnum þegar tíminn hafði klárast í fyrstu lotu. Sauber bíll Giovanizzi fór illa út úr árekstrinum við varnarvegg og því gat hann ekki tekið þátt í annarri lotu þótt hann hafi komist áfram. Í fyrstu lotu duttu út; Esteban Ocon á Force India, Max Verstappen á Red Bull sem var að glíma við vélavandræði, Jolyon Palmer á Renault, Romain Grosjean á Haas sem snéri bílnum á og missti taktinn í tímatökunni og Stoffel Vandoorne á McLaren sem var um 15 km/klst hægari en fljótustu bílarnir við lok lengsta beina kafla brautarinnar.Antonio Giovinazzi undir lok fyrstu lotu.Vísir/GettyÖnnur lota Vettel var fljótastur efstu manna þegar þeir höfðu sett einn tímatökuhring, Mercedes menn klufu Ferrari í tvennt og Raikkonen fjórði. Munurinn á Vettel og Hamilton var ekki nema 0,015 eftir fyrstu tilraun. Kimi Raikkonen og Vettel settu svo annan brautartíma og Raikkonen endaði 0,2 sekúndum fljótari en Vettel á toppnum í annarri lotu. Í annarri lotu duttu út; Giovinazzi og Marcus Ericsson á Sauber, Fernando Alonso á McLaren, Kevin Magnussen á Haas og Carlos Sainz á Toro Rosso.Þriðja lota Eftir fyrstu tilraun efstu manna var Hamilton fljótastur, Vettel var annar og Valtteri Bottas þriðji. Raikkonen var fjórði og Daniel Ricciardo var fimmti. Munurinn á Vettel og Hamilton var 0,186 sekúndur. Hamilton náði sínum sjötta ráspól í Kína. Mercedes liðið er að taka þátt í 150. keppni liðsins um helgina og hefur með ráspólnum í dag náð 75 ráspólum.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Verstappen var fljótastur á fyrri æfingu í Kína | Seinni æfingu aflýst Fyrri æfingin var stöðvuð tvisvar í langan tíma en Max Verstappen tókst að fara hraðast á Red Bull bílnum á blautri brautinni. Seinni æfingunni var aflýst. 7. apríl 2017 12:30 Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30 Wehrlein ekki með í Kína Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1, verður ekki með í kínverska kappakstrinum um komandi helgi. Antonio Giovinazzi fær því annað tækifæri eftir frábæra fumraun í Ástralíu. 4. apríl 2017 17:15 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir kínverska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji, einum þúsundasta á eftir Vettel. Eftir nánast engar föstudagsæfignar fengu ökumenn og lið að spreyta sig á þurri þriðju æfingu í morgun. Liðin voru því að reyna að stilla bílunum almennilega upp ásamt því að reyna að setja góðan tíma í tímatökunni.Fyrsta lota Ferrari menn komu út á mjúkum dekkjum, öfugt við alla aðra sem voru á ofur-mjúkum strax í upphafi. Vettel setti hraðasta tímann í fyrstu tilraun og Raikkonen þann þriðja hraðasta en Hamilton á Mercedes var á milli þeirra eftir að allir höfðu sett einn tímatökuhring að minnsta kosti. Antonio Giovanizzi missti stjórn á bílnum þegar tíminn hafði klárast í fyrstu lotu. Sauber bíll Giovanizzi fór illa út úr árekstrinum við varnarvegg og því gat hann ekki tekið þátt í annarri lotu þótt hann hafi komist áfram. Í fyrstu lotu duttu út; Esteban Ocon á Force India, Max Verstappen á Red Bull sem var að glíma við vélavandræði, Jolyon Palmer á Renault, Romain Grosjean á Haas sem snéri bílnum á og missti taktinn í tímatökunni og Stoffel Vandoorne á McLaren sem var um 15 km/klst hægari en fljótustu bílarnir við lok lengsta beina kafla brautarinnar.Antonio Giovinazzi undir lok fyrstu lotu.Vísir/GettyÖnnur lota Vettel var fljótastur efstu manna þegar þeir höfðu sett einn tímatökuhring, Mercedes menn klufu Ferrari í tvennt og Raikkonen fjórði. Munurinn á Vettel og Hamilton var ekki nema 0,015 eftir fyrstu tilraun. Kimi Raikkonen og Vettel settu svo annan brautartíma og Raikkonen endaði 0,2 sekúndum fljótari en Vettel á toppnum í annarri lotu. Í annarri lotu duttu út; Giovinazzi og Marcus Ericsson á Sauber, Fernando Alonso á McLaren, Kevin Magnussen á Haas og Carlos Sainz á Toro Rosso.Þriðja lota Eftir fyrstu tilraun efstu manna var Hamilton fljótastur, Vettel var annar og Valtteri Bottas þriðji. Raikkonen var fjórði og Daniel Ricciardo var fimmti. Munurinn á Vettel og Hamilton var 0,186 sekúndur. Hamilton náði sínum sjötta ráspól í Kína. Mercedes liðið er að taka þátt í 150. keppni liðsins um helgina og hefur með ráspólnum í dag náð 75 ráspólum.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Verstappen var fljótastur á fyrri æfingu í Kína | Seinni æfingu aflýst Fyrri æfingin var stöðvuð tvisvar í langan tíma en Max Verstappen tókst að fara hraðast á Red Bull bílnum á blautri brautinni. Seinni æfingunni var aflýst. 7. apríl 2017 12:30 Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30 Wehrlein ekki með í Kína Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1, verður ekki með í kínverska kappakstrinum um komandi helgi. Antonio Giovinazzi fær því annað tækifæri eftir frábæra fumraun í Ástralíu. 4. apríl 2017 17:15 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Verstappen var fljótastur á fyrri æfingu í Kína | Seinni æfingu aflýst Fyrri æfingin var stöðvuð tvisvar í langan tíma en Max Verstappen tókst að fara hraðast á Red Bull bílnum á blautri brautinni. Seinni æfingunni var aflýst. 7. apríl 2017 12:30
Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30
Wehrlein ekki með í Kína Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1, verður ekki með í kínverska kappakstrinum um komandi helgi. Antonio Giovinazzi fær því annað tækifæri eftir frábæra fumraun í Ástralíu. 4. apríl 2017 17:15