Úrslit MORFÍS, eða Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, fara fram í Háskólabíói klukkan 20 í kvöld.
Úrslitaviðureignin er á milli Flensborgarskólans í Hafnarfirði og Verzlunarskóla Íslands. Umræðuefnið er „ESB er að bregðast hlutverki sínu“. Verzló mælir með en Flensborg á móti.
Kynnir og fundarstjóri er grínistinn og athafnakonan Steiney Skúladóttir. Keppnin verður í beinni útsendingu á Facebook-síðu Morfís sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan.