Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði verða lögð fyrir grunnskólabörn næsta vor. Sviðsstjóri hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu segir að með þeim verði hægt að fylgjast betur með námsframvindu og grípa fyrr inn í hjá nemendum sem eiga í erfiðleikum. Innlent 23.5.2025 13:04
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Kennarastarfið er þýðingarmikið starf í íslensku samfélagi og talsverðar áhyggjur hafa komið fram vegna kennaraskorts sem hefur aukist mjög á nýliðnum árum. Skoðun 23.5.2025 09:30
Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma Ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði voru lögð fyrir 7.000 nemendur í 26 skólum landsins. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kemur fram að fyrirlögninni hafi verið ætlað að prufukeyra nýtt samræmt námsmat, Matsferil, þannig að hægt verði að leggja ný samræmd próf fyrir nemendur frá 4. bekk og upp úr í öllum grunnskólum landsins næsta vor. Innlent 23.5.2025 08:09
Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fylgja, er skýrt kveðið á um að allir eigi rétt á menntun án aðgreiningar – á öllum skólastigum. Í 24. grein samningsins segir sérstaklega að fatlað fólk eigi að hafa aðgang að háskólanámi á jafnræðisgrundvelli við aðra, með viðeigandi aðlögun og stuðningi. Skoðun 21. maí 2025 09:01
Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Reitir fasteignafélag og Háskólinn í Reykjavík (HR) hafa undirritað rammasamning um samstarf til þriggja ára. Samstarfið felur í sér árlega hugmyndasamkeppni fyrir nemendur HR þar sem þau fá tækifæri til að takast á við raunveruleg verkefni úr starfsemi Reita. Viðskipti innlent 21. maí 2025 08:33
Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Krakkar í Mosfellsbæ gengu til kosninga í dag og meirihlutinn valdi þrautabraut á vatni, stóra aparólu og stærðarinnar snúningsrólu. Krakkarnir framkvæmdu sjálfir hinar lýðræðislegu kosningar og héldu meira að segja úti kosningaeftirliti. Bæjaryfirvöld hyggjast verja tuttugu milljónum í að koma upp vinningstillögunum. Innlent 20. maí 2025 19:24
Drengir á jaðrinum Sit hér við tölvuna og reyni að einbeita mér, á einum heitasta og sólríkasta degi ársins. Langar svolítið að fara og „fela mig í blómabreiðu þar til heimurinn lagast”, en hann breytist víst ekki ef við leggjumst í dvala, eins og Lóaboratorium benti mér réttilega í morgun. Skoðun 20. maí 2025 07:31
Brúin komin upp við Dugguvog Búið er að opna Sæbraut að nýju eftir að göngu- og hjólabrúin milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs var hífð upp á stigahúsin í nótt. Brúin er 28 metra löng og var ekið í heilu lagi frá Mosfellsbæ að Dugguvogi í gærkvöldi og svo hífð upp í nótt. Innlent 20. maí 2025 06:32
Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Við höfum séð þetta áður. Við fjármálahrunið 2008 voru merki um að stefndi í stórslys, en lítið var aðhafst fyrr en allt var komið í óefni. Skoðun 19. maí 2025 14:02
Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Háskóli Íslands ætti að ráða hundrað bandaríska fræðimenn til starfa til að lyfta upp rannsóknum, kennslu og nýsköpun, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fjöldi bandarískra vísindamanna leitar nú að vinnu erlendis vegna stórfellds niðurskurðar í vísindarannsóknum og störfum vestanhafs. Innlent 19. maí 2025 10:28
Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Úrslitakeppni stærðfræðikeppninnar Pangeu fyrir nemendur í 8. og 9. bekk var haldin í tíunda skiptið í dag í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Keppnin er sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi og siguvegararnir í ár komu úr Laugardal og Hveragerði. Innlent 17. maí 2025 18:19
Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Árleg gleðiganga fjögurra leik- og grunnskóla í Laugardal fór fram í dag í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks þann 17. maí. Lífið 16. maí 2025 19:39
Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Borgarráð hefur lagt blessun sína yfir tillögu um breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna uppbyggingu skólaþorps á hluta bílastæðasvæðis Laugardalsvallar við Reykjaveg. Fyrrverandi borgarstjóri greiddi atkvæði með tillögunni, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn. Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokki segist hafa miklar áhyggjur af öryggi skólabarna vegna umferðarinnar sem verður á svæðinu. Innlent 16. maí 2025 15:56
Óvíst hvar börnin lenda í haust Hluta leikskólans Hagaborgar við Fornhaga verður lokað eftir sumarlokun og börn færð í annað húsnæði sem þó á enn eftir að finna. Mygla og myglugró hafa greinst í leikskólanum. Einni deild hefur verið lokað og tvö rými skermuð af. Innlent 16. maí 2025 06:31
Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Borgarráð samþykkti í dag að ráðast í átak til að fjölga leikskólaplássum í borginni um 162 með því að byggja fjórtán nýjar kennslustofur við sex leikskóla víða um borgina ásamt tengibyggingum og lóðaframkvæmdum. Innlent 15. maí 2025 18:40
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Allt starfsfólk leikskóla borgarinnar er með 36 stunda vinnuviku miðað við fullt starf. Um þetta var samið í síðustu kjarasamningum hjá Eflingu og Sameyki en þeir sem eru í KÍ eru með vinnutímastyttingu upp á fjóra klukkutíma á viku. Skoðun 14. maí 2025 11:00
Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í eðlisfræði, er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi síðastliðinn laugardag. Innlent 14. maí 2025 08:29
Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Nemandi í HR sem glímir við geðræn veikindi kærði ákvörðun Háskólans í Reykjavík að hann þyrfti að sitja tvö sjúkrapróf samdægurs. Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema staðfesti ákvörðun háskólans og hafnaði kröfum nemandans. Innlent 13. maí 2025 18:40
„Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum. Innlent 12. maí 2025 11:43
„Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ „Við tölum oft um að þurfa að uppfæra símana okkar og uppfæra tölvurnar okkar. En það sama þarf að gerast hjá fólki með fíknisjúkdóma; sem þarf má segja að uppfæra heilann á sama hátt,“ segir Bergrún Brá Kormáksdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafanemi á Vogi. Áskorun 11. maí 2025 08:01
Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Notaður tennisbolti, endurnýtt fiskinet og íslenskt þorskroð er nýjasta leikfang hunda og kallast „Urri“. Heiðurinn af leikfanginu eiga fimm nemendur í Menntaskólanum við Sund, sem unnu frumkvöðlakeppni hér heima og munu keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegri frumkvöðlakeppni í Grikklandi í sumar. Lífið 10. maí 2025 19:46
Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Formaður KSÍ segir fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það blasi illa við sambandinu að troða eigi áformunum í gegnum kerfið. Innlent 9. maí 2025 23:32
Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ 45 börn á leikskólanum Mánagarði greindust með E. coli sýkingu í október árið 2024. Hópsýkingin er sú stærsta hérlendis og þurfti að umturna öllu skipulagi á Barnaspítala Hringsins til að sjá um börnin. Nýrnalæknar voru til taks allan sólarhringinn í þrjár vikur á meðan hæst stóð. Innlent 9. maí 2025 20:50
„Hún er albesti vinur minn“ Hundurinn Orka nýtist vel fyrir nemendur sem hafa orðið fyrir einelti að mati kennara sem stendur að baki framtaksins hundur í kennslustofu. Nemendur segja hundinn vera þeirra besti vinur. Innlent 8. maí 2025 23:58