Trump íhugar hernaðaraðgerðir gegn al-Assad Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. apríl 2017 00:15 Árásinni hefur verið mótmælt víða um heim. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur upplýst nokkra þingmenn Repúblikana í fulltrúadeildinni um að hann íhugi nú hernaðaraðgerðir í Sýrlandi. Að sögn CNN er ástæðan sú að Trump telur þörf á að svara árásinni á bæinn Khan Sheikhoun sem gerð var í vikunni. Fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá því að saríngasi hafi verið varpað á bæinn úr lofti. Notkun efnavopna er stríðsglæpur. Samtök á borð við Syrian Observatory for Human Rights sem og íbúar bæjarins telja að sýrlenski herinn hafi verið þar að verki en ríkisstjórn Sýrlands neitar því. Æ greinilegra verður að saríngasi hafi verið beitt. Í gær sögðust starfsmenn Lækna án landamæra hafa meðhöndlað átta fórnarlömb árásarinnar og hefðu einkenni þeirra samræmst einkennum saríngaseitrunar. Heimildarmaður CNN sagði Trump ekki hafa gert upp hug sinn. Hann reiði sig á dómgreind varnarmálaráðherrans James Mattis. Þá greindi CNN frá því að heimildarmenn innan varnarmálaráðuneytisins segðu að áætlanir um að ráðast á efnavopnabúr og framleiðslustöðvar Sýrlandshers væru til og að búið sé að kynna ríkisstjórn Trumps áætlanirnar. Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, útilokar ekki hernaðaraðgerðir. „Allir möguleikar eru uppi á borðinu,“ sagði Pence í gær við Fox News. Hann sagði tíma til kominn að Sýrlendingar stæðu við orð sín um að eyða efnavopnabúri sínu líkt og þeir höfðu lofað.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir allt koma til greina.vísir/EPABandaríkin fordæma allar hryllilegar árásirTrump fundaði sjálfur með Abdúlla, konungi Jórdaníu, í Hvíta húsinu. Eftir fundinn var hann berorður. „Efnavopnaárásin í Sýrlandi var hryllileg. Hún beindist gegn saklausu fólki. Meðal annars konum, ungum börnum og meira að segja fallegum ungbörnum, dauði þeirra var lítilsvirðing við mannkynið,“ sagði Trump. Þá sagði Trump að aðgerðir Bashars al-Assad Sýrlandsforseta væri ekki hægt að umbera. „Bandaríkin standa með bandamönnum sínum víða um heim og fordæma þessa hryllilegu árás sem og allar hryllilegar árásir svo því sé haldið til haga,“ sagði Trump.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar hernaðaraðgerðir.Nordicphotos/AFPSýrlendingar setja rannsakendum skilyrði Walid Muallem, utanríkisráðherra Sýrlands, setti í gær fram ákveðin skilyrði fyrir hugsanlegri rannsókn Sameinuðu þjóðanna á árásinni í Khan Sheikhoun. Í viðtali við BBC sagði Muallem að rannsóknin þyrfti að vera ópólitísk, mörg ríki þyrftu að koma að henni og hún þyrfti að hefjast í höfuðborginni Damaskus. Þá neitaði hann því að Sýrlendingar hefðu nú eða nokkurn tímann notað efnavopn. Ríkisstjórnin myndi nú hugsa málið í samstarfi við bandamenn sína í Rússlandi um hvort þeir muni samþykkja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fari fram á slíka rannsókn. Á blaðamannafundi sakaði Muallem uppreisnarmenn sem voru ekki aðilar að vopnahléssamningum um að geyma efnavopn sín í íbúðahverfum. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur upplýst nokkra þingmenn Repúblikana í fulltrúadeildinni um að hann íhugi nú hernaðaraðgerðir í Sýrlandi. Að sögn CNN er ástæðan sú að Trump telur þörf á að svara árásinni á bæinn Khan Sheikhoun sem gerð var í vikunni. Fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá því að saríngasi hafi verið varpað á bæinn úr lofti. Notkun efnavopna er stríðsglæpur. Samtök á borð við Syrian Observatory for Human Rights sem og íbúar bæjarins telja að sýrlenski herinn hafi verið þar að verki en ríkisstjórn Sýrlands neitar því. Æ greinilegra verður að saríngasi hafi verið beitt. Í gær sögðust starfsmenn Lækna án landamæra hafa meðhöndlað átta fórnarlömb árásarinnar og hefðu einkenni þeirra samræmst einkennum saríngaseitrunar. Heimildarmaður CNN sagði Trump ekki hafa gert upp hug sinn. Hann reiði sig á dómgreind varnarmálaráðherrans James Mattis. Þá greindi CNN frá því að heimildarmenn innan varnarmálaráðuneytisins segðu að áætlanir um að ráðast á efnavopnabúr og framleiðslustöðvar Sýrlandshers væru til og að búið sé að kynna ríkisstjórn Trumps áætlanirnar. Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, útilokar ekki hernaðaraðgerðir. „Allir möguleikar eru uppi á borðinu,“ sagði Pence í gær við Fox News. Hann sagði tíma til kominn að Sýrlendingar stæðu við orð sín um að eyða efnavopnabúri sínu líkt og þeir höfðu lofað.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir allt koma til greina.vísir/EPABandaríkin fordæma allar hryllilegar árásirTrump fundaði sjálfur með Abdúlla, konungi Jórdaníu, í Hvíta húsinu. Eftir fundinn var hann berorður. „Efnavopnaárásin í Sýrlandi var hryllileg. Hún beindist gegn saklausu fólki. Meðal annars konum, ungum börnum og meira að segja fallegum ungbörnum, dauði þeirra var lítilsvirðing við mannkynið,“ sagði Trump. Þá sagði Trump að aðgerðir Bashars al-Assad Sýrlandsforseta væri ekki hægt að umbera. „Bandaríkin standa með bandamönnum sínum víða um heim og fordæma þessa hryllilegu árás sem og allar hryllilegar árásir svo því sé haldið til haga,“ sagði Trump.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar hernaðaraðgerðir.Nordicphotos/AFPSýrlendingar setja rannsakendum skilyrði Walid Muallem, utanríkisráðherra Sýrlands, setti í gær fram ákveðin skilyrði fyrir hugsanlegri rannsókn Sameinuðu þjóðanna á árásinni í Khan Sheikhoun. Í viðtali við BBC sagði Muallem að rannsóknin þyrfti að vera ópólitísk, mörg ríki þyrftu að koma að henni og hún þyrfti að hefjast í höfuðborginni Damaskus. Þá neitaði hann því að Sýrlendingar hefðu nú eða nokkurn tímann notað efnavopn. Ríkisstjórnin myndi nú hugsa málið í samstarfi við bandamenn sína í Rússlandi um hvort þeir muni samþykkja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fari fram á slíka rannsókn. Á blaðamannafundi sakaði Muallem uppreisnarmenn sem voru ekki aðilar að vopnahléssamningum um að geyma efnavopn sín í íbúðahverfum.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira