Leikarinn og grínistinn Don Rickles er látinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. apríl 2017 18:30 Rickles var gjarn á að móðga áhorfendur sína og er hann talinn upphafsmaður slíks grínstíls. Vísir/Getty Leikarinn og grínistinn Don Rickles lést í dag, níræður að aldri, en hann gerði garðinn frægan sem uppistandari og síðar leikari. Spannaði feril hans rúma sex áratugi. Variety greinir frá. Rickles tróð meðal annars reglulega upp í Las Vegas þar sem hann varð frægur fyrir grínstíl sinn, sem fólst í að móðga áhorfendur sína með stórskemmtilegum hætti og er hann jafnan talinn upphafsmaður slíks grínefnis. Hann skaust á stjörnuhiminn fyrir alvöru árið 1965 þegar spjallþáttastjórnandinn Johnny Carson, forveri Jay Leno og Jimmy Fallon, fékk hann í þáttinn til sín. Hann átti eftir að mæta reglulega í heimsókn til allra þriggja þáttastjórnenda. Rickles talsetti þá einnig hinn svokallaða „Kartöfluhaus“ eða „Potato Head“ í Toy Story myndunum og varð það meðal hans frægustu hlutverka. Rickles skilur eftir sig eiginkonu, uppkominn son og dóttur, ásamt tveimur barnabörnum. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikarinn og grínistinn Don Rickles lést í dag, níræður að aldri, en hann gerði garðinn frægan sem uppistandari og síðar leikari. Spannaði feril hans rúma sex áratugi. Variety greinir frá. Rickles tróð meðal annars reglulega upp í Las Vegas þar sem hann varð frægur fyrir grínstíl sinn, sem fólst í að móðga áhorfendur sína með stórskemmtilegum hætti og er hann jafnan talinn upphafsmaður slíks grínefnis. Hann skaust á stjörnuhiminn fyrir alvöru árið 1965 þegar spjallþáttastjórnandinn Johnny Carson, forveri Jay Leno og Jimmy Fallon, fékk hann í þáttinn til sín. Hann átti eftir að mæta reglulega í heimsókn til allra þriggja þáttastjórnenda. Rickles talsetti þá einnig hinn svokallaða „Kartöfluhaus“ eða „Potato Head“ í Toy Story myndunum og varð það meðal hans frægustu hlutverka. Rickles skilur eftir sig eiginkonu, uppkominn son og dóttur, ásamt tveimur barnabörnum.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira