Sif Atla: Shooter er heitasti sjónvarpsþátturinn hjá íslensku stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2017 13:00 Sif Atladóttir. Mynd/Fésbókarsíða KSÍ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur vináttuleik gegn Slóvakíu í dag. Leikurinn fer fram í Senec í Slóvakíu og hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi íslenska liðsins, tók Sif Atladóttur í viðtal fyrir leikinn. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari leggur upp með að setja kraft í sóknarleikinn í dag en slóvenska liðið er mjög öflugt í skyndisóknum og þar reynir á Sif og stelpurnar í íslensku vörninni. „Við erum búnar að eiga tvær mjög góðar æfingar og erum búnar að fara mikið yfir sóknarleikinn. Það er mikil áhersla á hann í leiknum,“ sagði Sif Atladóttir í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands. „Þetta er mikið til upprifjun og Freyr kemur svo inn með áhersluatriði inn í liðið. Við erum að reyna að bæta okkur frá leik til leiks og frá æfingu til æfingu. Þetta er því mikið til endurtekningar en maður verður betri eftir því sem maður kemst betur inn í svona hluti,“ sagði Sif en hvað vita íslensku stelpurnar um slóvakíska liðið? „Við vitum að þær eru góðar í skyndisóknum og mjög sterkar í föstum leikatriðrum. Það verður mjög spennandi að takast á við föst leikatriði og skyndisóknirnar,“ sagði Sif. Óskar Örn spurði Sif um hvað væri í gangi hjá liðinu á bak við tjöldin þegar liðið er ekki á æfingum eða í leikjum. „Það er svolítið gott og blandað. Við ræðum mikið þætti og hverjir séu heitustu þættirnir. Núna er það Shooter. Ég hef ekki horft á hann sjálf og er því spennt fyrir honum. Ég ætla að láta það bíða af því að ég tilheyi lærdómshópnum. Við erum ansi margar sem erum að læra eða að undirbúa okkur fyrir háskólanám. Við söfnum okkur saman á þessum fallegu dögunum til að mótivera okkur til að læra. Það eru lokapróf framundan,“ sagði Sif. Það eru tíu ár síðan að Sif Atladóttir spilaði sinn fyrsta landsleik og næsti landsleikur verður númer sextíu. „Það er mjög spennandi. 60 landsleikir er þvílíkt afrek og er ógeðslega stolt af því. Það er mikið búið að gerast og breytast á þessum tíu árum. Mér finnst æðislegt að fá að vera hér ennþá og sýnir það hvað er geðveikt að spila fyrir Ísland,“ sagði Sif. Hverjar eru stærstu breytingarnar á þessum tíma? „Þetta verður alltaf meiri og meiri fagmennska. Við verðum alltaf stærri og stærri, það verður stærri umgjörð og meiri fagmennska í skipulaginu. Því meiri sem þetta þróast í þá átt því betur getum við sinnt okkar starfi inn á vellinum og gert þjóðina stoltari og okkur sjálfar stoltar,“ sagði Sif. Það styttist í Evrópumótið í Hollandi og Sif lýst vel á stöðu mála í undirbúningnum. „Þetta er einstakur hópur og það verður ótrúlega gaman að halda áfram okkar vegferð þó að við verðum í sitthverju landinu að undirbúa okkur. Þetta verður spennandi sumar og ég hlakka til að mæta til Hollands og sjá alla í bláu treyjunum,“ sagði Sif. Það má sjá allt spjallið við Sif í spilaranum hér fyrir neðan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur vináttuleik gegn Slóvakíu í dag. Leikurinn fer fram í Senec í Slóvakíu og hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi íslenska liðsins, tók Sif Atladóttur í viðtal fyrir leikinn. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari leggur upp með að setja kraft í sóknarleikinn í dag en slóvenska liðið er mjög öflugt í skyndisóknum og þar reynir á Sif og stelpurnar í íslensku vörninni. „Við erum búnar að eiga tvær mjög góðar æfingar og erum búnar að fara mikið yfir sóknarleikinn. Það er mikil áhersla á hann í leiknum,“ sagði Sif Atladóttir í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands. „Þetta er mikið til upprifjun og Freyr kemur svo inn með áhersluatriði inn í liðið. Við erum að reyna að bæta okkur frá leik til leiks og frá æfingu til æfingu. Þetta er því mikið til endurtekningar en maður verður betri eftir því sem maður kemst betur inn í svona hluti,“ sagði Sif en hvað vita íslensku stelpurnar um slóvakíska liðið? „Við vitum að þær eru góðar í skyndisóknum og mjög sterkar í föstum leikatriðrum. Það verður mjög spennandi að takast á við föst leikatriði og skyndisóknirnar,“ sagði Sif. Óskar Örn spurði Sif um hvað væri í gangi hjá liðinu á bak við tjöldin þegar liðið er ekki á æfingum eða í leikjum. „Það er svolítið gott og blandað. Við ræðum mikið þætti og hverjir séu heitustu þættirnir. Núna er það Shooter. Ég hef ekki horft á hann sjálf og er því spennt fyrir honum. Ég ætla að láta það bíða af því að ég tilheyi lærdómshópnum. Við erum ansi margar sem erum að læra eða að undirbúa okkur fyrir háskólanám. Við söfnum okkur saman á þessum fallegu dögunum til að mótivera okkur til að læra. Það eru lokapróf framundan,“ sagði Sif. Það eru tíu ár síðan að Sif Atladóttir spilaði sinn fyrsta landsleik og næsti landsleikur verður númer sextíu. „Það er mjög spennandi. 60 landsleikir er þvílíkt afrek og er ógeðslega stolt af því. Það er mikið búið að gerast og breytast á þessum tíu árum. Mér finnst æðislegt að fá að vera hér ennþá og sýnir það hvað er geðveikt að spila fyrir Ísland,“ sagði Sif. Hverjar eru stærstu breytingarnar á þessum tíma? „Þetta verður alltaf meiri og meiri fagmennska. Við verðum alltaf stærri og stærri, það verður stærri umgjörð og meiri fagmennska í skipulaginu. Því meiri sem þetta þróast í þá átt því betur getum við sinnt okkar starfi inn á vellinum og gert þjóðina stoltari og okkur sjálfar stoltar,“ sagði Sif. Það styttist í Evrópumótið í Hollandi og Sif lýst vel á stöðu mála í undirbúningnum. „Þetta er einstakur hópur og það verður ótrúlega gaman að halda áfram okkar vegferð þó að við verðum í sitthverju landinu að undirbúa okkur. Þetta verður spennandi sumar og ég hlakka til að mæta til Hollands og sjá alla í bláu treyjunum,“ sagði Sif. Það má sjá allt spjallið við Sif í spilaranum hér fyrir neðan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Sjá meira