Allsherjar úttekt í undirbúningi á United Silicon og aðlögunartíma hafnað Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2017 20:00 Verksmiðja United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun undirbýr allsherjar úttekt á starfsemi United Silicon í Helguvík og hefur hafnað beiðni fyrirtækisins um sex mánaða aðlögunartíma til að koma mengunarmálum í lag. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ákveðið að heimila ekki nýja stóriðju í bænum umfram það sem þegar hefur verið samið. Á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag ítrekaði Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra að hún væri almennt ekki hrifin af uppbyggingu stóriðju og hún gilti varhug við kísilmálmverksmiðjum. Hún væri hins vegar bundinn samningum fyrri ríkisstjórna og af lögum.Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/Vilhelm„Ég er ekki hrifin af mengandi stóriðjustarfsemi. En ég hef auðvitað líka sagt að ég er bundinn af ákvörðunum fyrri ríkisstjórna. Það er nú bara þannig. En það sem ég get gert í málinu er að passa upp á að ítrustu varúðarkröfum sé beitt,“ sagði Björt. Og þar reynir á Umhverfisstofnun. Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri hjá stofnuninni sagði fyrir nefndinni í dag að Umhverfisstofnun hefði ýmis úrræði og hefði nú þegar takmarkað starfsemi United Silicon vegna mengunarmála. „En það er alveg ljóst að það er ekki hægt að ganga lengra að sinni á meðan framkvæmd verður úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. Það er aðgerð sem við höfum ekki farið í áður en erum með í undirbúningi. Við höfum sem sagt áhyggjur af þeim atriðum. Hvort hönnun reykræstivirkja er nægjanlega skilvirk,“ sagði Sigrún.Takmarkanir á starfseminni Þá hefur Umhverfisstofnun hafnað ósk fyrirtækisins um sex mánaða aðlögunartíma til að koma starfseminni í lag. Heimilar aðeins að annar af tveimur ofnum verði í notkun eins og er og að nú þegar verði stigin skref til úrbóta. En forstjóri fyrirtækisins segir eðlilegt að byrjunarerfiðleikari hafi komið upp þótt sumir þeirra hafi komið á óvart. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs segir að Reykjanesbær hafi hins vegar ákveðið að bærinn muni ekki leggja land undir frekari stóriðju en þegar hafi verið samið um.Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.Vísir„í gær samþykktum við nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru miklar breytingar á iðnaðarsvæðinu og bönnum frekari mengandi iðnað á svæðinu. Það var samþykkt í bæjarstjórn í gærkvöldi. Þannig að við erum búin að stíga þau skref að takmarka þetta verulega og læra kannski af reynslunni. Við hefðum kannski átt að bregðast fyrr við,“ sagði Friðjón. Hins vegar sæti bæjarfélagið upp með hálfuppbyggt álver sem enginn vissi hvað yrði um og ríkið hefði ekki staðið við umfangsmikla uppbyggingu hafnarmannvirkja í tengslum við samninga þess við stóriðjuna. En gert samninga um stóriðju sem bærinn væri bundinn af. Umhverfisráðherra er ánægð með stefnubreytingu bæjarins. „Ég fagna því sérstaklega að bæjarstjórn Reykjanesbæjar sé að taka það inn í sitt skipulag að hverfa frá þessari stóriðjustefnu. Út af því að það er auðvitað dálítið þar sem þetta byrjar. Að það sé veitt vilyrði fyrir lóðum,“ sagði Björt Ólafsdóttir. United Silicon Tengdar fréttir Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. 5. apríl 2017 10:56 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Umhverfisstofnun undirbýr allsherjar úttekt á starfsemi United Silicon í Helguvík og hefur hafnað beiðni fyrirtækisins um sex mánaða aðlögunartíma til að koma mengunarmálum í lag. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ákveðið að heimila ekki nýja stóriðju í bænum umfram það sem þegar hefur verið samið. Á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag ítrekaði Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra að hún væri almennt ekki hrifin af uppbyggingu stóriðju og hún gilti varhug við kísilmálmverksmiðjum. Hún væri hins vegar bundinn samningum fyrri ríkisstjórna og af lögum.Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/Vilhelm„Ég er ekki hrifin af mengandi stóriðjustarfsemi. En ég hef auðvitað líka sagt að ég er bundinn af ákvörðunum fyrri ríkisstjórna. Það er nú bara þannig. En það sem ég get gert í málinu er að passa upp á að ítrustu varúðarkröfum sé beitt,“ sagði Björt. Og þar reynir á Umhverfisstofnun. Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri hjá stofnuninni sagði fyrir nefndinni í dag að Umhverfisstofnun hefði ýmis úrræði og hefði nú þegar takmarkað starfsemi United Silicon vegna mengunarmála. „En það er alveg ljóst að það er ekki hægt að ganga lengra að sinni á meðan framkvæmd verður úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. Það er aðgerð sem við höfum ekki farið í áður en erum með í undirbúningi. Við höfum sem sagt áhyggjur af þeim atriðum. Hvort hönnun reykræstivirkja er nægjanlega skilvirk,“ sagði Sigrún.Takmarkanir á starfseminni Þá hefur Umhverfisstofnun hafnað ósk fyrirtækisins um sex mánaða aðlögunartíma til að koma starfseminni í lag. Heimilar aðeins að annar af tveimur ofnum verði í notkun eins og er og að nú þegar verði stigin skref til úrbóta. En forstjóri fyrirtækisins segir eðlilegt að byrjunarerfiðleikari hafi komið upp þótt sumir þeirra hafi komið á óvart. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs segir að Reykjanesbær hafi hins vegar ákveðið að bærinn muni ekki leggja land undir frekari stóriðju en þegar hafi verið samið um.Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.Vísir„í gær samþykktum við nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru miklar breytingar á iðnaðarsvæðinu og bönnum frekari mengandi iðnað á svæðinu. Það var samþykkt í bæjarstjórn í gærkvöldi. Þannig að við erum búin að stíga þau skref að takmarka þetta verulega og læra kannski af reynslunni. Við hefðum kannski átt að bregðast fyrr við,“ sagði Friðjón. Hins vegar sæti bæjarfélagið upp með hálfuppbyggt álver sem enginn vissi hvað yrði um og ríkið hefði ekki staðið við umfangsmikla uppbyggingu hafnarmannvirkja í tengslum við samninga þess við stóriðjuna. En gert samninga um stóriðju sem bærinn væri bundinn af. Umhverfisráðherra er ánægð með stefnubreytingu bæjarins. „Ég fagna því sérstaklega að bæjarstjórn Reykjanesbæjar sé að taka það inn í sitt skipulag að hverfa frá þessari stóriðjustefnu. Út af því að það er auðvitað dálítið þar sem þetta byrjar. Að það sé veitt vilyrði fyrir lóðum,“ sagði Björt Ólafsdóttir.
United Silicon Tengdar fréttir Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. 5. apríl 2017 10:56 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. 5. apríl 2017 10:56