Arnar: Hagaði mér eins og tíu ára krakki í tíu sekúndur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. apríl 2017 12:35 Arnar Pétursson. vísir/vilhelm Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, segist sjá eftir því að hafa sagt þjálfara Vals, Óskari Bjarna Óskarssyni, að „fokka sér“ í leik liðanna í gær. „Það urðu læti á þarna á ákveðnum tímapunkti. Þetta fór aðeins úr böndunum,“ segir Arnar en hann var mjög ósáttur við að markvörður hans, Stephen Nielsen, skildi ekki bara fá rautt spjald í leiknum heldur einnig blátt. Það þýðir að Stephen gæti verið í banni í næsta leik. „Það sem gerist er að Alexander Júlíusson skýtur í þrígang í hausinn á honum á 15 mínútum. Ég skildi því Stephen vel að hafa reiðst. Ég get samt ekki séð að hann geri neitt við Alexander. Það sem hann gerir er varla tvær mínútur, hvað þá rautt og aldrei nokkurn tímann blátt spjald.“Sjá einnig: „Fokkaðu þér“ Arnar segir að Óskar Bjarni hafi öskrað á dómarana og beðið um blátt spjald eftir að Stephen fékk rautt. Það fannst Arnari vera of langt gengið og því brást hann afar illa við með áðurnefndu orðalagi. „Ég hagaði mér eins og tíu ára krakki í tíu sekúndur og sé vissulega eftir því. Ég var verulega ósáttur við þessi viðbrögð Óskars þar sem hans maður hafði skotið þrisvar í hausinn á markverðinum mínum,“ segir Arnar en þrátt fyrir þetta upphlaup segir hann að það sé allt í góðu á milli hans og Óskars. „Við Óskar erum góðir félagar og ég ber mikla virðingu fyrir honum. Hann er algjör toppmaður. Mér fannst samt, og finnst enn, að það hafi verið algjörlega út úr korti að hann hafi verið að heimta blátt spjald. Mér fannst hann ganga of langt þar. Auðvitað hefði ég samt ekki átt að segja það sem ég sagði.“ Þessi lið mætast síðan í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar en fyrsti leikur liðanna fer fram í Eyjum á sunnudag. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 29-30 | Eyjamenn unnu en náðu ekki í titilinn Eyjamenn unnu góðan sigur, 30-29, á Val í lokaumferð Olís-deildar karla í Valsheimilinu í kvöld. 4. apríl 2017 21:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, segist sjá eftir því að hafa sagt þjálfara Vals, Óskari Bjarna Óskarssyni, að „fokka sér“ í leik liðanna í gær. „Það urðu læti á þarna á ákveðnum tímapunkti. Þetta fór aðeins úr böndunum,“ segir Arnar en hann var mjög ósáttur við að markvörður hans, Stephen Nielsen, skildi ekki bara fá rautt spjald í leiknum heldur einnig blátt. Það þýðir að Stephen gæti verið í banni í næsta leik. „Það sem gerist er að Alexander Júlíusson skýtur í þrígang í hausinn á honum á 15 mínútum. Ég skildi því Stephen vel að hafa reiðst. Ég get samt ekki séð að hann geri neitt við Alexander. Það sem hann gerir er varla tvær mínútur, hvað þá rautt og aldrei nokkurn tímann blátt spjald.“Sjá einnig: „Fokkaðu þér“ Arnar segir að Óskar Bjarni hafi öskrað á dómarana og beðið um blátt spjald eftir að Stephen fékk rautt. Það fannst Arnari vera of langt gengið og því brást hann afar illa við með áðurnefndu orðalagi. „Ég hagaði mér eins og tíu ára krakki í tíu sekúndur og sé vissulega eftir því. Ég var verulega ósáttur við þessi viðbrögð Óskars þar sem hans maður hafði skotið þrisvar í hausinn á markverðinum mínum,“ segir Arnar en þrátt fyrir þetta upphlaup segir hann að það sé allt í góðu á milli hans og Óskars. „Við Óskar erum góðir félagar og ég ber mikla virðingu fyrir honum. Hann er algjör toppmaður. Mér fannst samt, og finnst enn, að það hafi verið algjörlega út úr korti að hann hafi verið að heimta blátt spjald. Mér fannst hann ganga of langt þar. Auðvitað hefði ég samt ekki átt að segja það sem ég sagði.“ Þessi lið mætast síðan í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar en fyrsti leikur liðanna fer fram í Eyjum á sunnudag.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 29-30 | Eyjamenn unnu en náðu ekki í titilinn Eyjamenn unnu góðan sigur, 30-29, á Val í lokaumferð Olís-deildar karla í Valsheimilinu í kvöld. 4. apríl 2017 21:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 29-30 | Eyjamenn unnu en náðu ekki í titilinn Eyjamenn unnu góðan sigur, 30-29, á Val í lokaumferð Olís-deildar karla í Valsheimilinu í kvöld. 4. apríl 2017 21:30