Freyr: Söru Björk líður vel í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2017 13:00 Sara Björk Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson. Vísir/Samsett Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er statt í miðri tíu daga æfingaferð til Slóvakíu og Hollands en liðið mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á morgun. Freyr Alexandersson er ánægður með stöðuna á hópnum. „Það hefur allt gengið mjög vel. Þetta var gott ferðalag þar sem farangur skilaði sér og flugið var þægilegt. Aðstæður hér í Slóvakíu eru allar hinar bestu, gott veður og fínt hótel,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins í viðtali við Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúa íslenska liðsins í ferðinni. „Mannskapurinn er í fínu standi. Það eru allar með á æfingunni í dag og við erum full af tilhlökkun fyrir að takast á við þetta verkefni sem er framundan á fimmtudaginn,“ sagði Freyr. „Við ætlum að nýta þetta verkefni vel. Við ætlum að byrja á því að setja orku í sóknarleikinn og það verður mikil áherslu lögð á það að vinna með sóknarleikinn í leiknum á móti Slóvakíu. Æfingarnar í dag og á morgun fara mestmegnis í það,“ sagði Freyr. „Svo munum við aðeins skerpa á því hvernig á að verjast skyndisóknum andstæðinganna því Slóvakía er með mjög gott skyndisóknarlið,“ sagði Freyr. „Við munum síðan leggja meiri áherslu á varnarleikinn fyrir leikinn á móti Hollandi svo að þessir tíu dagar nýtist sem best fyrir Ísland,“ sagði Freyr. Leikmenn á Norðurlöndum eru að fara að byrja tímabilið sitt og þá styttist óðum í Pepsi-deild kvenna. Það er samt einn leikmaður í hópnum sem hefur haft mikið að gera að undanförnu,. „Sara Björk er fullu með Wolfsburg og það er búið að vera mikið álag á henni. Henni líður vel í dag og það verða allir klárir í slaginn á fimmtudaginn,“ sagði Freyr. Sara Björk og félagar hennar duttu naumlega út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum en eru í baráttunni um þýska meistaratitilinn. „Það er mikil eftirvænting innan hópsins fyrir Evrópumótinu og heima líka meðal almennings. Við finnum fyrir því. Það eru núna hundrað dagar í móti og við erum mjög spennt að fara til Hollands en við þurfum að passa okkur að njóta vegferðarinnar og hvers einasta verkefnis. Við erum einbeitt á það að taka einn dag í einu og reyna að bæta okkur þannig,“ sagði Freyr. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er statt í miðri tíu daga æfingaferð til Slóvakíu og Hollands en liðið mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á morgun. Freyr Alexandersson er ánægður með stöðuna á hópnum. „Það hefur allt gengið mjög vel. Þetta var gott ferðalag þar sem farangur skilaði sér og flugið var þægilegt. Aðstæður hér í Slóvakíu eru allar hinar bestu, gott veður og fínt hótel,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins í viðtali við Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúa íslenska liðsins í ferðinni. „Mannskapurinn er í fínu standi. Það eru allar með á æfingunni í dag og við erum full af tilhlökkun fyrir að takast á við þetta verkefni sem er framundan á fimmtudaginn,“ sagði Freyr. „Við ætlum að nýta þetta verkefni vel. Við ætlum að byrja á því að setja orku í sóknarleikinn og það verður mikil áherslu lögð á það að vinna með sóknarleikinn í leiknum á móti Slóvakíu. Æfingarnar í dag og á morgun fara mestmegnis í það,“ sagði Freyr. „Svo munum við aðeins skerpa á því hvernig á að verjast skyndisóknum andstæðinganna því Slóvakía er með mjög gott skyndisóknarlið,“ sagði Freyr. „Við munum síðan leggja meiri áherslu á varnarleikinn fyrir leikinn á móti Hollandi svo að þessir tíu dagar nýtist sem best fyrir Ísland,“ sagði Freyr. Leikmenn á Norðurlöndum eru að fara að byrja tímabilið sitt og þá styttist óðum í Pepsi-deild kvenna. Það er samt einn leikmaður í hópnum sem hefur haft mikið að gera að undanförnu,. „Sara Björk er fullu með Wolfsburg og það er búið að vera mikið álag á henni. Henni líður vel í dag og það verða allir klárir í slaginn á fimmtudaginn,“ sagði Freyr. Sara Björk og félagar hennar duttu naumlega út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum en eru í baráttunni um þýska meistaratitilinn. „Það er mikil eftirvænting innan hópsins fyrir Evrópumótinu og heima líka meðal almennings. Við finnum fyrir því. Það eru núna hundrað dagar í móti og við erum mjög spennt að fara til Hollands en við þurfum að passa okkur að njóta vegferðarinnar og hvers einasta verkefnis. Við erum einbeitt á það að taka einn dag í einu og reyna að bæta okkur þannig,“ sagði Freyr. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Sjá meira