Nýjasta mynd Shia LaBeouf þénaði ígildi eins bíómiða í Bretlandi Birgir Olgeirsson skrifar 5. apríl 2017 10:55 Shia LaBeouf í Man Down. Nýjasta mynd bandaríska leikarans Shia LaBeouf þénaði aðeins 977 krónur, eða sjö pund, í miðasölu kvikmyndahúss í Bretlandi um liðna helgi. Að meðaltali kostar hver bíómiði í Bretlandi 7,21 pund, sem gera rétt rúmlega þúsund krónur miðað við gengi dagsins í dag. Myndin ber heitið Man Down en hún var sýnd í Reel Cinema-kvikmyndahúsinu í Burnley. Samtímis var myndin aðgengileg á efnisveitum, sem gæti útskýrt að hluta þessa dræmu aðsókn í Burnley. LaBeouf hefur átt stormasaman feril. Ungur birtist hann í stórmyndum á borð við Transformers og Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull. Hann sagði skilið við stórmyndaferilinn fyrir nokkru og hefur einbeitt sér að minni myndum síðastliðin ár. Hann fékk ágætis viðtökur fyrir leik sinn í American Honey sem kom út í fyrra en aðrar myndir, á borð við The Company You Keep og Charlie Countryman, hafa varla ratað inn á ratar gagnrýnenda og áhorfenda, að því er fram kemur á Variety. Fjölmiðlar ytra hafa hins vegar fylgst með einkalífi kauða og sérkennilegum gjörningum hans. Leikstjóri Man Down er Dito Montiel en hann og LaBeouf unnu saman að myndinni A Guide to Recognizing Your Saints sem kom út árið 2006. Man Down var sýnd á kvikmyndahátíðum í Feneyjum og Toronto en hlaut þar fremur neikvæðar viðtökur. Myndinni gekk þó betur í Bandaríkjunum þar sem hún hefur þénað nærri 450 þúsund dollurum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Nýjasta mynd bandaríska leikarans Shia LaBeouf þénaði aðeins 977 krónur, eða sjö pund, í miðasölu kvikmyndahúss í Bretlandi um liðna helgi. Að meðaltali kostar hver bíómiði í Bretlandi 7,21 pund, sem gera rétt rúmlega þúsund krónur miðað við gengi dagsins í dag. Myndin ber heitið Man Down en hún var sýnd í Reel Cinema-kvikmyndahúsinu í Burnley. Samtímis var myndin aðgengileg á efnisveitum, sem gæti útskýrt að hluta þessa dræmu aðsókn í Burnley. LaBeouf hefur átt stormasaman feril. Ungur birtist hann í stórmyndum á borð við Transformers og Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull. Hann sagði skilið við stórmyndaferilinn fyrir nokkru og hefur einbeitt sér að minni myndum síðastliðin ár. Hann fékk ágætis viðtökur fyrir leik sinn í American Honey sem kom út í fyrra en aðrar myndir, á borð við The Company You Keep og Charlie Countryman, hafa varla ratað inn á ratar gagnrýnenda og áhorfenda, að því er fram kemur á Variety. Fjölmiðlar ytra hafa hins vegar fylgst með einkalífi kauða og sérkennilegum gjörningum hans. Leikstjóri Man Down er Dito Montiel en hann og LaBeouf unnu saman að myndinni A Guide to Recognizing Your Saints sem kom út árið 2006. Man Down var sýnd á kvikmyndahátíðum í Feneyjum og Toronto en hlaut þar fremur neikvæðar viðtökur. Myndinni gekk þó betur í Bandaríkjunum þar sem hún hefur þénað nærri 450 þúsund dollurum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira