Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2017 15:40 Yfir 200 manns særðust í árásinni, þar á meðal fjöldi barna. vísir/getty Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. Bærinn er á valdi uppreisnarmanna en að því er fram kemur í frétt á vef Guardian var árásin gerð af mönnum á flugvélum sem talið er að séu hliðhollir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Saríngas var að öllum líkindum notað í árásinni. Skömmu eftir að efnavopnaárásin var gerð voru gerðar loftárásir annars vegar á spítala í borginni og hins vegar tvær bráðamóttökur þar sem verið var að taka á móti fórnarlömbum efnavopnaárásarinnar. Árásin er gerð degi eftir að sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti því yfir að Bandaríkjastjórn legði ekki lengur áherslu á það að koma al-Assad frá völdum og sama dag og tveggja daga ráðstefna um framtíð Sýrlands hófst í Brussel en það eru Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar sem standa að ráðstefnunni. Verið er að taka saman upplýsingar um árásina af samtökum sem berjast fyrir því að efnavopn verði bönnuð með öllu í heiminum. Þá hefur Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands, krafist neyðarfunds hjá öryggisráði SÞ vegna árásarinnar. Þúsundir flóttamanna hafa flúið til Khan Sheikhun undanfarin misseri frá nágrannahéraðinu Hama vegna átaka sem geisað hafa þar. „Í þessari árás þá köfnuðu tugir barna í svefni,“ sagði Ahmad Tarakji, formaður Sýrlensk-Ameríska læknafélagsins, við fjölmiðla og spurði hversu lengi heiminum ætlaði að mistakast að takast á við þessa hræðilegu glæpi. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin vilja ekki lengur koma Assad frá 30. mars 2017 19:08 Hefja sóknina að Raqqa í næsta mánuði Íslamska ríkið hefur þurft að gefa undan víða á undanförnum mánuðum, en þrjú mismunandi bandalög berjast gegn þeim í Sýrlandi og í Írak. 26. mars 2017 16:01 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. Bærinn er á valdi uppreisnarmanna en að því er fram kemur í frétt á vef Guardian var árásin gerð af mönnum á flugvélum sem talið er að séu hliðhollir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Saríngas var að öllum líkindum notað í árásinni. Skömmu eftir að efnavopnaárásin var gerð voru gerðar loftárásir annars vegar á spítala í borginni og hins vegar tvær bráðamóttökur þar sem verið var að taka á móti fórnarlömbum efnavopnaárásarinnar. Árásin er gerð degi eftir að sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti því yfir að Bandaríkjastjórn legði ekki lengur áherslu á það að koma al-Assad frá völdum og sama dag og tveggja daga ráðstefna um framtíð Sýrlands hófst í Brussel en það eru Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar sem standa að ráðstefnunni. Verið er að taka saman upplýsingar um árásina af samtökum sem berjast fyrir því að efnavopn verði bönnuð með öllu í heiminum. Þá hefur Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands, krafist neyðarfunds hjá öryggisráði SÞ vegna árásarinnar. Þúsundir flóttamanna hafa flúið til Khan Sheikhun undanfarin misseri frá nágrannahéraðinu Hama vegna átaka sem geisað hafa þar. „Í þessari árás þá köfnuðu tugir barna í svefni,“ sagði Ahmad Tarakji, formaður Sýrlensk-Ameríska læknafélagsins, við fjölmiðla og spurði hversu lengi heiminum ætlaði að mistakast að takast á við þessa hræðilegu glæpi.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin vilja ekki lengur koma Assad frá 30. mars 2017 19:08 Hefja sóknina að Raqqa í næsta mánuði Íslamska ríkið hefur þurft að gefa undan víða á undanförnum mánuðum, en þrjú mismunandi bandalög berjast gegn þeim í Sýrlandi og í Írak. 26. mars 2017 16:01 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Hefja sóknina að Raqqa í næsta mánuði Íslamska ríkið hefur þurft að gefa undan víða á undanförnum mánuðum, en þrjú mismunandi bandalög berjast gegn þeim í Sýrlandi og í Írak. 26. mars 2017 16:01