Ekki önnur rannsókn nema ný gögn finnist Snærós Sindradóttir skrifar 3. apríl 2017 13:00 Sigríður Á. Andersen Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmist efasemdir um að rannsókn eigi að fara fram á einkavæðingu Landsbankans, eða vilja ekki taka afstöðu til málsins fyrr en eftir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur fjallað um málið. Þingmenn hinna stjórnarflokkanna tveggja eru aftur á móti afgerandi í þeirri afstöðu sinni að rannsaka beri sölu Landsbankans og að skýrsla um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að sölunni á Búnaðarbankanum gefi fullt tilefni til að fara í saumana á sölunni. „Þessar tvær einkavæðingar fóru fram á svipuðum tíma svo mér finnst full ástæða til að líta frekar á einkavæðingu Landsbankans,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, sem situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Brynjar Níelssonvísir/anton brinkSamkvæmt greinargerð þingsályktunartillögunnar um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupunum á Búnaðarbankanum, ber stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að afmarka nánar mögulega rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Á þetta bentu allir þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Fréttablaðið ræddi við og hafa efasemdir um hvað nákvæmlega ætti að rannsaka. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist til dæmis ekki hafa heyrt nákvæmlega hvað ætti að rannsaka. „Ekki nema það kæmi eitthvað konkret upp sem þyrfti að rannsaka.“ Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé ástæða til þess að rannsaka sölu Landsbankans nema eitthvað nýtt komi fram sem gefi tilefni til rannsóknar. Nefndin komi til með að lesa rannsókn á einkavæðingu Búnaðarbankans og taka ákvörðun í kjölfarið. Vilhjálmur Bjarnason tekur í sama streng. „Hvað viltu rannsaka í Landsbankasölunni? Það er hægt að rannsaka og rannsaka en hver er spurningin í rannsókninni? Menn verða að leggja af stað með einhverja spurningu. Ég er alveg orðinn uppgefinn á þessari þvælu um að rannsaka og rannsaka.“ Björt Ólafsdóttir og Theódóra S. Þorsteinsdóttir í Bjartri framtíð sögðu afdráttarlaust að þær vildu rannsókn á Landsbankanum. Þingmenn Viðreisnar, Pawel Bartoszek og Hanna Katrín Friðriksson, tóku í sama streng og Jón Steindór og sögðust vilja rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Áður hefur Benedikt Jóhannsson fjármálaráðherra lýst sömu skoðun yfir. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmist efasemdir um að rannsókn eigi að fara fram á einkavæðingu Landsbankans, eða vilja ekki taka afstöðu til málsins fyrr en eftir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur fjallað um málið. Þingmenn hinna stjórnarflokkanna tveggja eru aftur á móti afgerandi í þeirri afstöðu sinni að rannsaka beri sölu Landsbankans og að skýrsla um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að sölunni á Búnaðarbankanum gefi fullt tilefni til að fara í saumana á sölunni. „Þessar tvær einkavæðingar fóru fram á svipuðum tíma svo mér finnst full ástæða til að líta frekar á einkavæðingu Landsbankans,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, sem situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Brynjar Níelssonvísir/anton brinkSamkvæmt greinargerð þingsályktunartillögunnar um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupunum á Búnaðarbankanum, ber stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að afmarka nánar mögulega rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Á þetta bentu allir þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Fréttablaðið ræddi við og hafa efasemdir um hvað nákvæmlega ætti að rannsaka. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist til dæmis ekki hafa heyrt nákvæmlega hvað ætti að rannsaka. „Ekki nema það kæmi eitthvað konkret upp sem þyrfti að rannsaka.“ Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé ástæða til þess að rannsaka sölu Landsbankans nema eitthvað nýtt komi fram sem gefi tilefni til rannsóknar. Nefndin komi til með að lesa rannsókn á einkavæðingu Búnaðarbankans og taka ákvörðun í kjölfarið. Vilhjálmur Bjarnason tekur í sama streng. „Hvað viltu rannsaka í Landsbankasölunni? Það er hægt að rannsaka og rannsaka en hver er spurningin í rannsókninni? Menn verða að leggja af stað með einhverja spurningu. Ég er alveg orðinn uppgefinn á þessari þvælu um að rannsaka og rannsaka.“ Björt Ólafsdóttir og Theódóra S. Þorsteinsdóttir í Bjartri framtíð sögðu afdráttarlaust að þær vildu rannsókn á Landsbankanum. Þingmenn Viðreisnar, Pawel Bartoszek og Hanna Katrín Friðriksson, tóku í sama streng og Jón Steindór og sögðust vilja rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Áður hefur Benedikt Jóhannsson fjármálaráðherra lýst sömu skoðun yfir.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira