Golf

Ábending frá sjónvarpsáhorfanda réði úrslitum á fyrsta risamóti ársins | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lexi Thompson var í öngum sínum.
Lexi Thompson var í öngum sínum. vísir/getty
Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson var gráti næst eftir að hafa misst af sigrinum á ANA Inspiration, fyrsta risamóti ársins.

Thompson var með forystu fyrir lokahringinn og á góðri leið með að tryggja sér sigur á mótinu. En svo varð ekki.

Athugull sjónvarpsáhorfandi sendi inn ábendingu og sagði að Thompson hefði ekki stillt boltanum rétt upp áður en hún púttaði á 17. holu þriðja hringsins.

Dómararnir fóru yfir málið og dæmdu fjögur vítishögg á Thompson í refsingu. Ótrúleg uppákoma en á þessum tímapunkti var Thompson með tveggja högga forystu á Suzann Pettersen frá Noregi.

Við þetta missti Thompson forystuna en tókst að koma sér í bráðabana með því að ná fugli á 18. holu.

Thompson lék hringina fjóra á alls 14 höggum undir pari, líkt og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu. Sú síðarnefnda hafði svo betur í bráðabananum og tryggði sér sinn annan sigur á risamóti á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×