Leit af tengdasyninum með standpínuna eitt augnablik og dóttirin varð ólétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2017 13:00 Það er óhætt að segja að glatt hafi verið á hjalla hjá þeim Íslendingum sem lögðu leið sína til Frakklands síðastliðið sumar og fylgdust með strákunum okkar í eldlínunni á EM í sumar. Fáir voru pressari en parið Hafdís Kristínardóttir og Jón Friðrik Sigurðarson. Parið varð á vegi fréttateymis Vísis sem hafði fyrir sið að heilsa upp á stuðningsmenn í beinni útsendingu fyrir og eftir hvern einasta leik strákanna okkar og taka púlsinn. Í þetta skiptið var um lokaleikinn í riðlinum að ræða, gegn Austurríki, þar sem okkar menn voru í bullandi séns að komast í sextán liða úrslit með hagstæðum úrslitum. Hafdís og Jón Friðrik voru stödd fyrir utan Rauðu Mylluna í París ásamt mörg hundruð stuðningsmönnum Íslands þar sem sólin skein og Víkingaklöpp dunuðu. Undirritaður tók púlsinn á Hafdísi, Jóni Friðriki og Kristínu, móður Hafdísar, en óhætt er að segja að svör Jóns Friðriks hafi vakið mikla athygli þegar hann var spurður að því hvernig væri að vera staddur í Frakklandi með sínum uppáhaldskonum.Uppákomuna má sjá í spilaranum að ofan.Hunsaði viðvörunarbjöllu „Maður er bara eiginlega alltaf með standpínu,“ sagði Jón Friðrik og er óhætt að segja að hann hafi slegið fréttamann, unnustu sína og tengdamóður út af laginu með svarinu.Fótboltamiðilinn 433.is skrifaði frétt um þessa uppákomu á sínum tíma sem vakti mikla athygli. Svo mikla að nú níu mánuðum síðar rifjar Hafdís upp fréttina af því tilefni að óðum styttist í að þau Jón Friðrik eignist barn. „Þvílík tilviljun að það sé um það bil fullur meðgöngutími síðan Jón sagði í beinni útsendingu frá Frakklandi með tengdamömmu sina sér við hlið að hann væri nú alltaf með standpínu. Þarna er klár viðvörunarbjalla sem ég hunsaði og ligg nú afvelta með belginn upp í loft og bíð þess að fá afraksturinn í hendurnar,“ sagði Hafdís sem augljóslega hefur mikinn húmor fyrir uppákomunni líkt og Jón sem er reglulega minntur á viðtalið af vinum sínum og vinnufélögum. Kristín tengdamóðir lætur ekkert slá sig útaf laginu og grípur boltann á lofti: „Ég skil þetta ekki, fór með tl Parísar og við gistum í sama herbergi og Dísa. Ég vildi passa upp á að ekkert ósiðlegt væri í gangi, þau eru sko ekki gift. En ég vaknaði á undan þeim og fór í göngutúr, treysti á að þau væru þreytt og svæfu áfram. Sennilega vanhugsað hjá mér. En samt sem áður þá er þessi þungun velkomin og gleðileg.“Hafdís er sett þann 11. apríl og segist í samtali við Vísi vera orðin vön ýmsu með honum Jóni Friðriki sínum. Þá er rétt að taka fram að Hafdís var sannspá er varðaði Austurríkisleikinn og að Ísland mundi komast áfram í sextán liða úrslitin. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Það er óhætt að segja að glatt hafi verið á hjalla hjá þeim Íslendingum sem lögðu leið sína til Frakklands síðastliðið sumar og fylgdust með strákunum okkar í eldlínunni á EM í sumar. Fáir voru pressari en parið Hafdís Kristínardóttir og Jón Friðrik Sigurðarson. Parið varð á vegi fréttateymis Vísis sem hafði fyrir sið að heilsa upp á stuðningsmenn í beinni útsendingu fyrir og eftir hvern einasta leik strákanna okkar og taka púlsinn. Í þetta skiptið var um lokaleikinn í riðlinum að ræða, gegn Austurríki, þar sem okkar menn voru í bullandi séns að komast í sextán liða úrslit með hagstæðum úrslitum. Hafdís og Jón Friðrik voru stödd fyrir utan Rauðu Mylluna í París ásamt mörg hundruð stuðningsmönnum Íslands þar sem sólin skein og Víkingaklöpp dunuðu. Undirritaður tók púlsinn á Hafdísi, Jóni Friðriki og Kristínu, móður Hafdísar, en óhætt er að segja að svör Jóns Friðriks hafi vakið mikla athygli þegar hann var spurður að því hvernig væri að vera staddur í Frakklandi með sínum uppáhaldskonum.Uppákomuna má sjá í spilaranum að ofan.Hunsaði viðvörunarbjöllu „Maður er bara eiginlega alltaf með standpínu,“ sagði Jón Friðrik og er óhætt að segja að hann hafi slegið fréttamann, unnustu sína og tengdamóður út af laginu með svarinu.Fótboltamiðilinn 433.is skrifaði frétt um þessa uppákomu á sínum tíma sem vakti mikla athygli. Svo mikla að nú níu mánuðum síðar rifjar Hafdís upp fréttina af því tilefni að óðum styttist í að þau Jón Friðrik eignist barn. „Þvílík tilviljun að það sé um það bil fullur meðgöngutími síðan Jón sagði í beinni útsendingu frá Frakklandi með tengdamömmu sina sér við hlið að hann væri nú alltaf með standpínu. Þarna er klár viðvörunarbjalla sem ég hunsaði og ligg nú afvelta með belginn upp í loft og bíð þess að fá afraksturinn í hendurnar,“ sagði Hafdís sem augljóslega hefur mikinn húmor fyrir uppákomunni líkt og Jón sem er reglulega minntur á viðtalið af vinum sínum og vinnufélögum. Kristín tengdamóðir lætur ekkert slá sig útaf laginu og grípur boltann á lofti: „Ég skil þetta ekki, fór með tl Parísar og við gistum í sama herbergi og Dísa. Ég vildi passa upp á að ekkert ósiðlegt væri í gangi, þau eru sko ekki gift. En ég vaknaði á undan þeim og fór í göngutúr, treysti á að þau væru þreytt og svæfu áfram. Sennilega vanhugsað hjá mér. En samt sem áður þá er þessi þungun velkomin og gleðileg.“Hafdís er sett þann 11. apríl og segist í samtali við Vísi vera orðin vön ýmsu með honum Jóni Friðriki sínum. Þá er rétt að taka fram að Hafdís var sannspá er varðaði Austurríkisleikinn og að Ísland mundi komast áfram í sextán liða úrslitin.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira