Theodór Sigurbjörnsson, markahæsti leikmaður Olís-deildar karla í handbolta, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við ÍBV.
Theodór hefur alla tíð spilað með ÍBV. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2014 og bikarmeistari 2015.
Theodór hefur verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar undanfarin ár og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili. Eyjamaðurinn hefur skorað 222 mörk í 25 leikjum, eða 8,9 mörk að meðaltali í leik.
Frammistaða Theodórs hefur vakið athygli erlendra félaga en nú er ljóst að hann verður áfram hjá ÍBV sem situr í 2. sæti Olís-deildarinnar þegar ein umferð er eftir.
Theodór hefur leikið fjóra A-landsleiki og skorað eitt mark.
Sá markahæsti framlengir við ÍBV
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn





Aron verður heldur ekki með í dag
Handbolti
