Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 28-27 | Naumur sigur FH í fyrsta leik Smári Jökull Jónsson skrifar 19. apríl 2017 22:45 Gísli Þorgeir Kristjánsson átti flottan leik. vísir/ernir FH er komið yfir í einvíginu gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur urðu 28-27 eftir spennandi lokamínútur. FH hrósaði sigri í deildarkeppninni á meðan Afturelding endaði í 4.sætinu. Liðin höfðu mæst í þrígang í vetur þar sem þau höfðu unnið einn sigur hvort og einum leik hafði lokið með jafntefli. Það kom því ekkert á óvart að jafnræði skyldi vera með liðunum í kvöld. Þau skiptust á að skora í upphafi en heimamenn voru þó skrefinu á undan. Lítið var um markvörslu hjá liðunum og Einar Andri Einarsson skipti í tvígang um markvörð í fyrri hálfleik með litlum árangri en markverðir gestanna vörðu aðeins eitt skot í hálfleiknum. Um miðjan fyrri hálfleik tók FH ágætan sprett með Gísla Þorgeir Kristjánsson í broddi fylkingar. Hann fór á kostum, skoraði hvert markið á fætur öðru og var maðurinn á bakvið það að heimamenn náðu mest fjögurra marka forskoti, 14-10. Það voru hins vegar gestirnir sem skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins og munurinn því aðeins eitt mark þegar flautað var til leikhlés, staðan 14-13. Þrátt fyrir að vera einum færri í upphafi seinni hálfleiks var það Afturelding sem skoraði fyrstu tvö mörk hálfleiksins og komust yfir, mest tveimur mörkum þegar staðan var 17-15. FH tók hinsvegar yfirhöndina á ný og Mosfellingar eltu. Gestirnir létu dómarana fara töluvert í taugarnar á sér og í einhver skipti höfðu þeir töluvert til síns máls. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Liðin skiptust á að skora en þegar rúm mínúta var eftir gat Afturelding jafnað. Mikk Pinnonen fór þá afar illa að ráði sínu, kastaði boltanum beint í hendur FH-inga og Mosfellingar fengu tveggja mínútna brottvísun fyrir brot í kjölfarið. FH hélt í sókn en kastaði boltanum útaf og Afturelding fékk annað tækifæri til að jafna með um 45 sekúndur á klukkunni. Einar Andri þjálfari þeirra tók leikhlé og stillti upp í kerfi. FH-vörnin stóð hins vegar vel og Ernir Hrafn Arnarsson fékk dæmdan á sig ruðning þegar 5 sekúndur voru eftir. Mosfellingar voru afar ósáttir og vildu meina að varnarmenn FH hefðu staðið inni í teig en dómararnir, þeir Ramunas Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson létu mótmæli þeirra sem vind um eyru þjóta. FH hrósaði því eins marks sigri, lokatölur 28-27 og þeir eru því komnir með yfirhöndina í einvíginu en þrjá leiki þarf til að komast í úrslitaeinvígið. Liðin mætast næst á laugardag í Mosfellsbænum.Mörk FH: Einar Rafn Eiðsson 7, Gísli Þorgeir Kristjánsson 7, Arnar Freyr Ársælsson 5, Ágúst Birgisson 4, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Ásbjörn Friðriksson 2.Mörk Aftureldingar: Ernir Hrafn Arnarsson 8, Árni Bragi Eyjólfsson 5, Elvar Ásgeirsson 5, Kristinn Hrannar Bjarkason 3, Mikk Pinnonen 2, Gunnar Kristinn Þórsson 2, Jón Heiðar Gunnarsson 1, Guðni Kristinsson 1. Halldór Jóhann: Margt mun ráðast á síðustu fimm mínútunumHalldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH.Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var afar ánægður með að hans menn væru komnir yfir í einvíginu gegn Aftureldingu og hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna. „Þetta var týpískur fyrsti leikur í svona rimmu, mikil barátta og kannski stundum á kostnað handboltans. En það voru fullt af mjög góðum punktum hjá okkur en líka fullt sem við getum lagað uppá framhaldið,“ sagði Halldór Jóhann þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Fyrst og fremst er ég gríðarlega ánægður með karakterinn í hópnum, þróttinn og að klára þetta í lokin. Þetta verður svona áfram og menn þurfa að undirbúa sig að það getur mikið ráðist á síðustu 5 mínútunum,“ bætti Halldór en mikil spenna var undir lokin í kvöld og Mosfellingar gátu jafnað metin í lokasókninni. FH komst í 14-10 undir lok fyrri hálfleiks en Mosfellingar skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins þar sem leikmenn FH fóru frekar illa að ráði sínu. „Mér fannst við klaufar þar. Við vorum með boltann og gátum náð fimm marka forystu. Við klikkum á dauðafæri og þeir skora þrjú mörk í röð. Það hefði verið þægilegra að fara með meiri forystu en það var svo sem ekkert að. Við vorum að spila vel frammi og skoruðum 14 mörk. Það var einn og einn hlutur varnarlega sem við hefðum getað gert betur og við fengum mikið af mörkum á okkur í lokin þegar höndin var komin upp og þeir að puða.“ Næsti leikur liðanna fer fram á laugardaginn í Mosfellsbæ og sagðist Halldór Jóhann eiga von á sömu baráttu áfram í þeim leik. „Einar Andri er klókur þjálfari en við þurfum að hugsa fyrst og fremst um okkur. Næsti leikur er það sem skiptir máli núna og ég fer í þann undirbúning strax í kvöld. Markvarslan þeirra var ekki mikil nema kannski í dauðafærum en hún var það svo sem ekki hjá okkur heldur, bæði liðin eiga það inni,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Einar Andri: Maður vill ekki móðga neinnEinar Andri ræðir við Þorleif Árna annan af dómurum leiksins í kvöld en Mosfellingar kvörtuðu töluvert undan þeim svartklæddu.vísir/andri marinóEinar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar sagði sína menn hafa leikið vel í tapleiknum gegn FH í kvöld og vildi lítið tjá sig um frammistöðu dómaranna. „Við spiluðum mjög vel í kvöld. Markvarslan var ekki nógu góð í fyrri hálfleik og síðan kemur einn stuttur kafli þar sem við missum aðeins agann í sóknarleiknum. Annars er seinni hálfleikur mjög góður og við erum óheppnir að ná ekki að klára þetta,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi eftir leikinn í Krikanum í kvöld. „Þetta féll bara þeirra megin í dag, það er einfalda skýringin án þess að vera búinn að horfa á þetta aftur. Mér fannst við óskynsamir í 2-3 sóknum í lokin og síðan datt frákast með þeim sem hefði mátt falla með okkur.“ Mosfellingar kvörtuðu mikið undan dómurunum á meðan á leik stóð í kvöld og höfðu nokkuð til síns máls í einhver skipti. Þeir vildu til að mynda fá víti á lokasekúndunum en í staðinn var dæmdur ruðningur á Erni Hrafn Arnarsson. „Ég held að það sé best að segja sem minnst. Þetta er langt mót og maður vill ekki móðga neinn,“ bætti Einar Andri við og vildi augljóslega lítið ræða frammistöðu þeirra Ramunas Mikulunis og Þorleifs Árna Björnssonar. Næsti leikur liðanna fer fram í Mosfellsbænum á laugardaginn og með tapi þar verða Mosfellingar komnir í erfiða stöðu en þrjá leiki þarf til að komast í úrslitaeinvígið. „Við þurfum að setjast yfir leikinn og sjá. Heilt yfir var þetta í lagi en það eru smáatriði hér og þar sem við þurfum að finna og láta falla með okkur,“ og sagði að hann ætti ekki von á að Böðvar Páll Ásgeirsson yrði með í leiknum á laugardag en vonir stóðu til að hann yrði klár fyrir einvígið gegn FH eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í nær allan vetur. „Það er erfitt að segja um úrslitakeppnina en eins og staðan er í dag þá er hann ekki með,“ sagði Einar Andri að lokum. Gísli Þorgeir: Verður erfiðara næstFH-ingar fagna sigri fyrr í vetur.vísir/eyþórGísli Þorgeir Kristjánsson kom sterkur inn í lið FH eftir að hafa byrjað á bekknum í leiknum gegn Aftureldingu í kvöld. Hann skoraði sex mörk í fyrri hálfleik og var Mosfellingum afar erfiður. „Við byrjuðum vel og komumst fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik. En vegna óskynsamlegra ákvarðana og lélegra skota í dauðafærum þá komast þeir aftur inn í leikinn. Fyrr á tímabilinu hefðum við kannski siglt þessu áfram og bætt í en við erum klaufar og gerum þetta aftur að leik,“ sagði Gísli Þorgeir þegar Vísir talaði við hann eftir sigurleikinn í kvöld. „Í seinni hálfleik er þetta alltaf leikur en við siglum þessu heim í lokin“. Eins og áður segir var Gísli frábær sóknarlega, þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði sex af sjö mörkum sínum. „Ég er mjög sáttur með mína frammistöðu en svo lengi sem ég spila vel fyrir liðið og legg mitt að mörkum þá er ég alltaf sáttur.“ „Ég á von á brjálaðri stemmningu í næsta leik og ennþá grimmara Aftureldingsliði í vörn og sókn. Það verður erfiðara en hér í dag að mínu mati,“ og bætti við að hann ætlaði ekkert að setja pressu á Halldór þjálfara um sæti í byrjunarliðinu eftir frammistöðuna í kvöld. „Nei nei, hann tekur sínar ákvarðanir út frá því hvað er best fyrir liðið. En að sjálfsögðu vill ég byrja,“ bætti Gísli við brosandi að lokum. 28-27 (Leik lokið) - Mosfellingar fá dæmdan á sig ruðning og FH vinnur boltann. Leiktíminn rennur út og FH vinnur!28-27 (60.mín) - Arnar Freyr kastar boltanum upp í stúku, Mosfellingar vinna boltann og Einar Andri tekur leikhlé þegar 44 sekúndur eru eftir.28-27 (59.mín) - Einstaklega klaufalegt hjá Mikk. Keyrir upp völlinn þegar Afturelding vinnur boltann, beint á vörnina og á hræðilega sendingu beint í hendur FH-inga. Þegar þeir eru á leið upp togar Þrándur í treyju eins þeirra og fær tveggja mínútna brottvísun. Mosfellingar einum færri það sem eftir er af venjulegum leiktíma.28-27 (58.mín) - Vörn Mosfellinga stendur vel en Einar Rafn skorar með undirhandarskoti. Ernir Hrafn minnkar muninn á ný úr víti. Mosfellingar þurfa að fá stopp í vörninni.27-26 (57.mín) - Árni Bragi vinnur boltann en fær dæmt á sig tvígrip við litla hrifningu gestanna. 27-26 (56.mín) - Elvar skorar sitt fimmta mark og munurinn eitt mark á ný.27-25 (56.min) - Heppnin með FH þegar Ágúst skorar. Hirðir frákast eftir að Davíð ver frá Óðni en Elvar virtist vera með boltann í höndunum.26-25 (55.mín) - Ernir Hrafn minnkar muninn í eitt mark þegar tæpar sex mínútur eru eftir. Halldór Jóhann tekur leikhlé. 26-24 (54.mín) - Einar Rafn skorar úr víti og munurinn tvö mörk á ný. Mosfellingar kvarta mikið undan dómurunum þessar mínúturnar. 25-24 (53.mín) - Árni Bragi skorar sláin inn úr víti.25-23 (52.mín) - Ég verð að viðurkenna að mér finnst Afturelding akkúrat ekkert fá gefins frá þessum dómurum. Fannst brotið á Mikk í skoti núna en ekkert dæmt og Arnar Freyr skorar úr hraðaupphlaupi þess í stað.24-23 (51.mín) - Ágúst kemur FH yfir á ný með marki af línunni.23-23 (51.mín) - Elvar með rooooosalega sleggju og jafnar metin. Allt á suðupunkti hér í Krikanum.23-22 (50.mín) - Afar sérstök uppákoma. Ernir stoppar og biður dómarana um að stoppa tímann þar sem boltinn er eitthvað óhreinn. Þeir hreinlega neita því, setja höndina upp og Mosfellingar allt annað en sáttir. Skora þó að lokum og minnka muninn í eitt mark.23-21 (48.mín) - Það sló út rafmagninu hér í blaðamannastúkunni sem og á ritaraborðinu. FH fékk tækifæri til að komast þremur mörkum yfir en Ernir minnkað muninn í eitt mark þess í stað. Ásbjörn var svo að koma FH í 23-21 úr víti auk þess sem Gunnar Malmquist fékk tveggja mínútna brottvísun.22-20 (46.mín) - Jóhann skorar gott mark fyrir Aftureldingu en Ágúst svarar að bragði hinu megin. Einar Andri tekur leikhlé enda vörn gestanna verið götótt í síðustu sóknum FH.21-19 (45.mín) - Heimamenn nýta yfirtöluna betur en gestirnir og Einar Rafn kemur FH tveimur mörkum yfir á ný.20-19 (44.mín) - Nú skorar Óðinn úr horninu og kemur FH yfir. 1:10 eftir af brottvísun Mosfellinga.19-19 (43.mín) - Davíð virðist vera að vakna í marki Mosfellinga. Ver núna úr dauðafæri frá Ágústi en FH heldur boltanum. Hrafn fær tveggja mínútna brottvísun í kjölfarið og Mosfellingar eru ekki sáttir. Einar Andri nýbúinn að fá gult á bekknum og þarf að passa sig.19-19 (42.mín) - Davíð ver frá Einari Rafni og Kristinn Hrannar er fyrstur fram og jafnar metin. 19-18 (41.mín) - Ernir Hrafn skorar sitt fimmta mark og minnkar muninn.19-17 (40.mín) - FH komið tveimur mörkum yfir og Mosfellingar farið illa að ráði sínu einum fleiri.18-17 (38.mín) - Þrjú FH mörk í röð. Einar Rafn vinnur boltann og skorar úr hraðaupphlaupi. Ágúst fær síðan tveggja mínútna brottvísun fyrir að fara í andlitið á Mikk. Sýndist Þorleifur vera að hugsa um hvort gefa ætti rautt en tvær mínútur réttur dómur.17-17 (37.mín) - Vörn Mosfellinga að vakna og þeir komast tveimur mörkum yfir, seinna markið frá Árna Braga úr hraðaupphlaupi. FH ekki lengi að jafna með mörkum frá Ágústi og Óðni.15-15 (35.mín) - Einar Rafn jafnar af vítalínunni. Þetta verður líklega spenna allt til enda.14-15 (34.mín) - Elvar skorar fyrir utan þegar höndin var komin upp og engar sendingar eftir. Gestirnir búnir að skora 5 mörk í röð og komnir yfir í annað sinn í kvöld.14-14 (33.mín) - Birkir Fannar kominn í mark FH og ver frá Elvari. Óðinn hafði misnotað upplagt færi í sókninni á undan.14-14 (31.mín) - Erinr sækir víti og Árni Bragi skorar framhjá Ágústi. Staðan orðin jöfn.14-13 (Hálfleikur) - Þá fer þetta að hefjast á ný. Afturelding verður einum færri í eina mínútu og 58 sekúndur í upphafi síðari hálfleiks.14-13 (Fyrri hálfleik lokið) - Sérstakar lokasekúndur. Arnar Freyr nær skoti um leið og tíminn rennur út og það virðist brotið á honum. Dómararnir flauta og reka einn Gest Ingvarsson af velli. Þeir dæma þó ekki aukakast og Halldór Jóhann þjálfari er brjálaður. Eins marks munur í hálfleik eftir að FH var komið fjórum mörkum yfir.14-13 (30.mín) - Arnar Freyr skýtur í stöng og Árni Bragi minnkar muninn í eitt mark í sókninni í kjölfarið. 20 sek eftir.14-12 (29.mín) - Tvö mörk í röð frá Aftureldingu og Halldór Jóhann tekur leikhlé.14-10 (27.mín) - Gísli Þorgeir með sitt sjötta mark, hann er gjörsamlega að fara á kostum.13-10 (26.mín) - Arnar Freyr skorar sitt fjórða mark og það er gjörsamlega allt inni hjá FH. Davíð kemur aftur í markið. Kristinn Bjarkason minnkar muninn fyrir Mosfellinga.12-8 (24.mín) - Afturelding tekur leikhlé og Einar Andri vill vafalaust skerpa á sóknarleiknum sem hefur verið afar stirður hjá gestunum.12-8 (24.mín) - Ernir skorar sitt fjórða mark en Einar Rafn er fljótur að auka muninn á ný. Afturelding þarf að fara fá einhver varin skot frá sínum markmönnum.11-7 (23.mín) - Jón Heiðar fær tveggja mínútna brottvísun hjá Afturelding og Gísli ekki lengi að nýta sér að FH sé einum fleiri, skorar sitt fjórða mark. Búinn að vera frábær síðan hann kom inn.10-7 (22.mín) - Gísli Þorgeir með sitt fjórða mark og FH komið þremur mörkum yfir í fyrsta sinn. Afturelding í stökustu vandræðum sóknarlega.9-7 (21.mín) - Ágúst Elí kannski að hrökkva í gang. Ver frá Mikk úr fínu færi en Ásbjörn skýtur framhjá úr næstu sókn FH. Tvær sóknir í röð farið forgörðum hjá hvoru liði núna.9-7 (19.mín) - Gísli Þorgeir að koma afar sterkur inn í skyttuna, kominn með þrjú mörk og var að klína einum bolta upp í samskeytin. Ágúst Elí ver síðan víti frá Erni Hrafni.8-7 (16.mín) - Það er engin markvarsla hér í kvöld og liðin skipast á að skora. Arnar Freyr kominn með þrjú hjá FH sem og Ernir hjá Aftureldingu.6-5 (13.mín) - Elvar skorar sitt annað mark. FH skrefinu á undan þessar mínútuurnar samt.5-3 (11.mín) - Arnar Freyr með annað mark úr horninu. Davíð Svansson á enn eftir að verja skot í marki Aftureldingar.4-3 (10.mín) - Mikk Pinnonen skorar sitt fyrsta mark og minnkar muninn, fékk galopið skot fyrir utan.4-2 (10.mín) - FH tekur markmanninn út og Arnar Freyr skorar gott mark og kemur þeim tveimur mörkum yfir.3-2 (9.mín) - Ísak Rafnsson fær fyrstu tveggja mínútna brottvísunina í leiknum fyrir að ýta á Erni í loftinu. Ágúst Elí ver síðan úr góðu færi frá Gunnar í horninu.2-2 (6.mín) - Óðinn skorar úr þröngu færi í horninu eftir að höndin er komin upp. FH átti í miklum vandræðum í sókninni fram að því. 1-2 (5.mín) - Mikil barátta þessar fyrstu mínútur og varnar liðanna sterkar. Ernir kemur gestunum yfir með marki úr horninu. Kemur eilítið á óvart að Ísak skuli byrja í sókn FH en ekki Jóhann Birgir.1-1 (3.mín) - Einar Rafn skorar fyrsta mark leiksins úr víti. Bæði lið höfðu misnotað sókn fyrir það. Elvar er þó ekki lengi að jafna fyrir gestina.0-0 (1.mín) - Leikurinn er hafinn og FH byrjar í sókn með þá Arnar Frey, Ísak, Ásbjörn, Einar Rafn, Óðin og Jóhann Karl í sókninni. Davíð byrjar í marki Aftureldingar.20:00: Það er enn verið að kynna liðin og menn komnir á eftir áætlun. Þeir Ramunas Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson fara samt fljótlega að flauta þennan leik á.19:55: Þá slokkna ljósin og ljósashow er komið í gang. Engar eldvörpur eins og í Eyjum um daginn en stuð engu að síður. Heimamenn í einhverjum vandræðum með tónlistina sem rétt heyrist í. Þetta fer að byrja!19:50: 10 mínútur í leik og ég auglýsi eftir fleiri stuðningsmönnum Aftureldingar. Heimamenn eru langt komnir með að fylla aðra stúkuna en hinu megin komast töluvert fleiri.19:45: Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í deildinni í vetur og hafa það allt verið jafnir leikir. Afturelding vann fyrsta leik liðanna 27-26 í september, þau gerðu jafntefli 23-23 í desember og svo vann FH fjögurra marka sigur í leik liðanna í mars, 30-26. 19:42: Það sést ekkert til Rothöggsins, stuðningsmannasveitar Aftureldingar. Trommusveit FH er hins vegar mætt til leiks og munu eflaust láta til sín taka. Liðin eru á fullu í upphitun hér úti á velli enda rétt tæpar 20 mínútur til leiks.19:40: Það verða heiðursgestir hér á leiknum á eftir, engir aðrir en 91-92 lið FH sem vann þrefalt, urðu Deildar,-Íslands- og bikarmeistarar það tímabilið. Í því liði voru engir aukvisar, Kristján Arason, Guðjón Árnason, Gunnar Beinteinsson, Bergsveinn Bergsveinsson, Hálfdán Þórðarson, Þorgils Óttar Mathiesen og fleiri gamalkunnir. Sonur Kristjáns, Gísli Þorgeir, er meðal leikmanna FH í dag og einn efnilegasti handknattleiksmaður landsins.19:35: FH var með dagskrá hér í Kaplakrika fyrir leikinn og því þónokkuð af fólki mætt hingað í hús. Báðar stúkur opnar og má búast við fjölmenni á pöllunum. 19:30: Eins og flestir vita urðu FH-ingar deildarmeistarar en Afturelding lenti í 4.sæti Olís-deildarinnar. Það eru því liðin í 1. og 4.sæti sem mætast í öðru einvíginu en liðin sem lentu í 6. og 7.sæti mætast hinu megin. Fram og Valur.19:20: Hjá FH eru allir klárir í slaginn og Ágúst Birgisson er í leikmannahópnum. Ágúst meiddist í fyrsta leik FH og Gróttu í 8-liða úrslitum og kom ekkert við sögu í leik númer tvö. 19:20: Athygli verkur að Böðvar Páll Ásgeirsson er ekki í leikmannahópi Aftureldingar en Einar Andri þjálfari hafði talað um að hann yrði klár í slaginn, en Böðvar hefur verið frá í nær allan vetur. Þá er Birkir Benediktsson meiddur en hann fingurbrotnaði fyrir skömmu og er það í annað skipti í vetur sem það gerist. Hann er örvhentur og brotnaði á þumalfingri hægri handar og óljóst hvort hann verði meira með í vetur.19:15: Lið FH: Markmenn: Birkir Fannar Bragason og Ágúst Elí Björgvinsson. Útileikmenn: Ágúst Birgisson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ásbjörn Friðriksson, Ísak Rafnsson, Jóhann Karl Reynisson, Einar Rafn Eiðsson, Jóhann Birgir Ingvarsson, Halldór Ingi Jónsson, Jón Bjarni Ólafsson, Arnar Freyr Ársælsson, Þorgeir Björnsson. Lið Aftureldingar: Markmenn: Kristófer Fannar Guðmundsson, Davíð Svansson. Útileikmenn: Jón Heiðar Gunnarsson, Þrándur Gíslason, Elvar Ásgeirsson, Árni Bragi Eyjólfsson, Hrafn Ingvarsson, Gunnar Kristinn Þórsson, Gestur Ólafur Ingvarsson, Kristinn Hrannar Bjarkason, Jóhann Jóhannsson, Guðni Már Kristinsson, Mikk Pinnonen, Ernir Hrafn Arnarson.19:15: Góða kvöldið og verið velkomin með Vísi á fyrsta leik FH og Aftureldingar í undanúrslitum Olís-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15 en þangað til er hægt að fylgjast með upphitun okkar héðan úr Kaplakrika. Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Sjá meira
FH er komið yfir í einvíginu gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur urðu 28-27 eftir spennandi lokamínútur. FH hrósaði sigri í deildarkeppninni á meðan Afturelding endaði í 4.sætinu. Liðin höfðu mæst í þrígang í vetur þar sem þau höfðu unnið einn sigur hvort og einum leik hafði lokið með jafntefli. Það kom því ekkert á óvart að jafnræði skyldi vera með liðunum í kvöld. Þau skiptust á að skora í upphafi en heimamenn voru þó skrefinu á undan. Lítið var um markvörslu hjá liðunum og Einar Andri Einarsson skipti í tvígang um markvörð í fyrri hálfleik með litlum árangri en markverðir gestanna vörðu aðeins eitt skot í hálfleiknum. Um miðjan fyrri hálfleik tók FH ágætan sprett með Gísla Þorgeir Kristjánsson í broddi fylkingar. Hann fór á kostum, skoraði hvert markið á fætur öðru og var maðurinn á bakvið það að heimamenn náðu mest fjögurra marka forskoti, 14-10. Það voru hins vegar gestirnir sem skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins og munurinn því aðeins eitt mark þegar flautað var til leikhlés, staðan 14-13. Þrátt fyrir að vera einum færri í upphafi seinni hálfleiks var það Afturelding sem skoraði fyrstu tvö mörk hálfleiksins og komust yfir, mest tveimur mörkum þegar staðan var 17-15. FH tók hinsvegar yfirhöndina á ný og Mosfellingar eltu. Gestirnir létu dómarana fara töluvert í taugarnar á sér og í einhver skipti höfðu þeir töluvert til síns máls. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Liðin skiptust á að skora en þegar rúm mínúta var eftir gat Afturelding jafnað. Mikk Pinnonen fór þá afar illa að ráði sínu, kastaði boltanum beint í hendur FH-inga og Mosfellingar fengu tveggja mínútna brottvísun fyrir brot í kjölfarið. FH hélt í sókn en kastaði boltanum útaf og Afturelding fékk annað tækifæri til að jafna með um 45 sekúndur á klukkunni. Einar Andri þjálfari þeirra tók leikhlé og stillti upp í kerfi. FH-vörnin stóð hins vegar vel og Ernir Hrafn Arnarsson fékk dæmdan á sig ruðning þegar 5 sekúndur voru eftir. Mosfellingar voru afar ósáttir og vildu meina að varnarmenn FH hefðu staðið inni í teig en dómararnir, þeir Ramunas Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson létu mótmæli þeirra sem vind um eyru þjóta. FH hrósaði því eins marks sigri, lokatölur 28-27 og þeir eru því komnir með yfirhöndina í einvíginu en þrjá leiki þarf til að komast í úrslitaeinvígið. Liðin mætast næst á laugardag í Mosfellsbænum.Mörk FH: Einar Rafn Eiðsson 7, Gísli Þorgeir Kristjánsson 7, Arnar Freyr Ársælsson 5, Ágúst Birgisson 4, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Ásbjörn Friðriksson 2.Mörk Aftureldingar: Ernir Hrafn Arnarsson 8, Árni Bragi Eyjólfsson 5, Elvar Ásgeirsson 5, Kristinn Hrannar Bjarkason 3, Mikk Pinnonen 2, Gunnar Kristinn Þórsson 2, Jón Heiðar Gunnarsson 1, Guðni Kristinsson 1. Halldór Jóhann: Margt mun ráðast á síðustu fimm mínútunumHalldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH.Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var afar ánægður með að hans menn væru komnir yfir í einvíginu gegn Aftureldingu og hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna. „Þetta var týpískur fyrsti leikur í svona rimmu, mikil barátta og kannski stundum á kostnað handboltans. En það voru fullt af mjög góðum punktum hjá okkur en líka fullt sem við getum lagað uppá framhaldið,“ sagði Halldór Jóhann þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Fyrst og fremst er ég gríðarlega ánægður með karakterinn í hópnum, þróttinn og að klára þetta í lokin. Þetta verður svona áfram og menn þurfa að undirbúa sig að það getur mikið ráðist á síðustu 5 mínútunum,“ bætti Halldór en mikil spenna var undir lokin í kvöld og Mosfellingar gátu jafnað metin í lokasókninni. FH komst í 14-10 undir lok fyrri hálfleiks en Mosfellingar skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins þar sem leikmenn FH fóru frekar illa að ráði sínu. „Mér fannst við klaufar þar. Við vorum með boltann og gátum náð fimm marka forystu. Við klikkum á dauðafæri og þeir skora þrjú mörk í röð. Það hefði verið þægilegra að fara með meiri forystu en það var svo sem ekkert að. Við vorum að spila vel frammi og skoruðum 14 mörk. Það var einn og einn hlutur varnarlega sem við hefðum getað gert betur og við fengum mikið af mörkum á okkur í lokin þegar höndin var komin upp og þeir að puða.“ Næsti leikur liðanna fer fram á laugardaginn í Mosfellsbæ og sagðist Halldór Jóhann eiga von á sömu baráttu áfram í þeim leik. „Einar Andri er klókur þjálfari en við þurfum að hugsa fyrst og fremst um okkur. Næsti leikur er það sem skiptir máli núna og ég fer í þann undirbúning strax í kvöld. Markvarslan þeirra var ekki mikil nema kannski í dauðafærum en hún var það svo sem ekki hjá okkur heldur, bæði liðin eiga það inni,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Einar Andri: Maður vill ekki móðga neinnEinar Andri ræðir við Þorleif Árna annan af dómurum leiksins í kvöld en Mosfellingar kvörtuðu töluvert undan þeim svartklæddu.vísir/andri marinóEinar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar sagði sína menn hafa leikið vel í tapleiknum gegn FH í kvöld og vildi lítið tjá sig um frammistöðu dómaranna. „Við spiluðum mjög vel í kvöld. Markvarslan var ekki nógu góð í fyrri hálfleik og síðan kemur einn stuttur kafli þar sem við missum aðeins agann í sóknarleiknum. Annars er seinni hálfleikur mjög góður og við erum óheppnir að ná ekki að klára þetta,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi eftir leikinn í Krikanum í kvöld. „Þetta féll bara þeirra megin í dag, það er einfalda skýringin án þess að vera búinn að horfa á þetta aftur. Mér fannst við óskynsamir í 2-3 sóknum í lokin og síðan datt frákast með þeim sem hefði mátt falla með okkur.“ Mosfellingar kvörtuðu mikið undan dómurunum á meðan á leik stóð í kvöld og höfðu nokkuð til síns máls í einhver skipti. Þeir vildu til að mynda fá víti á lokasekúndunum en í staðinn var dæmdur ruðningur á Erni Hrafn Arnarsson. „Ég held að það sé best að segja sem minnst. Þetta er langt mót og maður vill ekki móðga neinn,“ bætti Einar Andri við og vildi augljóslega lítið ræða frammistöðu þeirra Ramunas Mikulunis og Þorleifs Árna Björnssonar. Næsti leikur liðanna fer fram í Mosfellsbænum á laugardaginn og með tapi þar verða Mosfellingar komnir í erfiða stöðu en þrjá leiki þarf til að komast í úrslitaeinvígið. „Við þurfum að setjast yfir leikinn og sjá. Heilt yfir var þetta í lagi en það eru smáatriði hér og þar sem við þurfum að finna og láta falla með okkur,“ og sagði að hann ætti ekki von á að Böðvar Páll Ásgeirsson yrði með í leiknum á laugardag en vonir stóðu til að hann yrði klár fyrir einvígið gegn FH eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í nær allan vetur. „Það er erfitt að segja um úrslitakeppnina en eins og staðan er í dag þá er hann ekki með,“ sagði Einar Andri að lokum. Gísli Þorgeir: Verður erfiðara næstFH-ingar fagna sigri fyrr í vetur.vísir/eyþórGísli Þorgeir Kristjánsson kom sterkur inn í lið FH eftir að hafa byrjað á bekknum í leiknum gegn Aftureldingu í kvöld. Hann skoraði sex mörk í fyrri hálfleik og var Mosfellingum afar erfiður. „Við byrjuðum vel og komumst fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik. En vegna óskynsamlegra ákvarðana og lélegra skota í dauðafærum þá komast þeir aftur inn í leikinn. Fyrr á tímabilinu hefðum við kannski siglt þessu áfram og bætt í en við erum klaufar og gerum þetta aftur að leik,“ sagði Gísli Þorgeir þegar Vísir talaði við hann eftir sigurleikinn í kvöld. „Í seinni hálfleik er þetta alltaf leikur en við siglum þessu heim í lokin“. Eins og áður segir var Gísli frábær sóknarlega, þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði sex af sjö mörkum sínum. „Ég er mjög sáttur með mína frammistöðu en svo lengi sem ég spila vel fyrir liðið og legg mitt að mörkum þá er ég alltaf sáttur.“ „Ég á von á brjálaðri stemmningu í næsta leik og ennþá grimmara Aftureldingsliði í vörn og sókn. Það verður erfiðara en hér í dag að mínu mati,“ og bætti við að hann ætlaði ekkert að setja pressu á Halldór þjálfara um sæti í byrjunarliðinu eftir frammistöðuna í kvöld. „Nei nei, hann tekur sínar ákvarðanir út frá því hvað er best fyrir liðið. En að sjálfsögðu vill ég byrja,“ bætti Gísli við brosandi að lokum. 28-27 (Leik lokið) - Mosfellingar fá dæmdan á sig ruðning og FH vinnur boltann. Leiktíminn rennur út og FH vinnur!28-27 (60.mín) - Arnar Freyr kastar boltanum upp í stúku, Mosfellingar vinna boltann og Einar Andri tekur leikhlé þegar 44 sekúndur eru eftir.28-27 (59.mín) - Einstaklega klaufalegt hjá Mikk. Keyrir upp völlinn þegar Afturelding vinnur boltann, beint á vörnina og á hræðilega sendingu beint í hendur FH-inga. Þegar þeir eru á leið upp togar Þrándur í treyju eins þeirra og fær tveggja mínútna brottvísun. Mosfellingar einum færri það sem eftir er af venjulegum leiktíma.28-27 (58.mín) - Vörn Mosfellinga stendur vel en Einar Rafn skorar með undirhandarskoti. Ernir Hrafn minnkar muninn á ný úr víti. Mosfellingar þurfa að fá stopp í vörninni.27-26 (57.mín) - Árni Bragi vinnur boltann en fær dæmt á sig tvígrip við litla hrifningu gestanna. 27-26 (56.mín) - Elvar skorar sitt fimmta mark og munurinn eitt mark á ný.27-25 (56.min) - Heppnin með FH þegar Ágúst skorar. Hirðir frákast eftir að Davíð ver frá Óðni en Elvar virtist vera með boltann í höndunum.26-25 (55.mín) - Ernir Hrafn minnkar muninn í eitt mark þegar tæpar sex mínútur eru eftir. Halldór Jóhann tekur leikhlé. 26-24 (54.mín) - Einar Rafn skorar úr víti og munurinn tvö mörk á ný. Mosfellingar kvarta mikið undan dómurunum þessar mínúturnar. 25-24 (53.mín) - Árni Bragi skorar sláin inn úr víti.25-23 (52.mín) - Ég verð að viðurkenna að mér finnst Afturelding akkúrat ekkert fá gefins frá þessum dómurum. Fannst brotið á Mikk í skoti núna en ekkert dæmt og Arnar Freyr skorar úr hraðaupphlaupi þess í stað.24-23 (51.mín) - Ágúst kemur FH yfir á ný með marki af línunni.23-23 (51.mín) - Elvar með rooooosalega sleggju og jafnar metin. Allt á suðupunkti hér í Krikanum.23-22 (50.mín) - Afar sérstök uppákoma. Ernir stoppar og biður dómarana um að stoppa tímann þar sem boltinn er eitthvað óhreinn. Þeir hreinlega neita því, setja höndina upp og Mosfellingar allt annað en sáttir. Skora þó að lokum og minnka muninn í eitt mark.23-21 (48.mín) - Það sló út rafmagninu hér í blaðamannastúkunni sem og á ritaraborðinu. FH fékk tækifæri til að komast þremur mörkum yfir en Ernir minnkað muninn í eitt mark þess í stað. Ásbjörn var svo að koma FH í 23-21 úr víti auk þess sem Gunnar Malmquist fékk tveggja mínútna brottvísun.22-20 (46.mín) - Jóhann skorar gott mark fyrir Aftureldingu en Ágúst svarar að bragði hinu megin. Einar Andri tekur leikhlé enda vörn gestanna verið götótt í síðustu sóknum FH.21-19 (45.mín) - Heimamenn nýta yfirtöluna betur en gestirnir og Einar Rafn kemur FH tveimur mörkum yfir á ný.20-19 (44.mín) - Nú skorar Óðinn úr horninu og kemur FH yfir. 1:10 eftir af brottvísun Mosfellinga.19-19 (43.mín) - Davíð virðist vera að vakna í marki Mosfellinga. Ver núna úr dauðafæri frá Ágústi en FH heldur boltanum. Hrafn fær tveggja mínútna brottvísun í kjölfarið og Mosfellingar eru ekki sáttir. Einar Andri nýbúinn að fá gult á bekknum og þarf að passa sig.19-19 (42.mín) - Davíð ver frá Einari Rafni og Kristinn Hrannar er fyrstur fram og jafnar metin. 19-18 (41.mín) - Ernir Hrafn skorar sitt fimmta mark og minnkar muninn.19-17 (40.mín) - FH komið tveimur mörkum yfir og Mosfellingar farið illa að ráði sínu einum fleiri.18-17 (38.mín) - Þrjú FH mörk í röð. Einar Rafn vinnur boltann og skorar úr hraðaupphlaupi. Ágúst fær síðan tveggja mínútna brottvísun fyrir að fara í andlitið á Mikk. Sýndist Þorleifur vera að hugsa um hvort gefa ætti rautt en tvær mínútur réttur dómur.17-17 (37.mín) - Vörn Mosfellinga að vakna og þeir komast tveimur mörkum yfir, seinna markið frá Árna Braga úr hraðaupphlaupi. FH ekki lengi að jafna með mörkum frá Ágústi og Óðni.15-15 (35.mín) - Einar Rafn jafnar af vítalínunni. Þetta verður líklega spenna allt til enda.14-15 (34.mín) - Elvar skorar fyrir utan þegar höndin var komin upp og engar sendingar eftir. Gestirnir búnir að skora 5 mörk í röð og komnir yfir í annað sinn í kvöld.14-14 (33.mín) - Birkir Fannar kominn í mark FH og ver frá Elvari. Óðinn hafði misnotað upplagt færi í sókninni á undan.14-14 (31.mín) - Erinr sækir víti og Árni Bragi skorar framhjá Ágústi. Staðan orðin jöfn.14-13 (Hálfleikur) - Þá fer þetta að hefjast á ný. Afturelding verður einum færri í eina mínútu og 58 sekúndur í upphafi síðari hálfleiks.14-13 (Fyrri hálfleik lokið) - Sérstakar lokasekúndur. Arnar Freyr nær skoti um leið og tíminn rennur út og það virðist brotið á honum. Dómararnir flauta og reka einn Gest Ingvarsson af velli. Þeir dæma þó ekki aukakast og Halldór Jóhann þjálfari er brjálaður. Eins marks munur í hálfleik eftir að FH var komið fjórum mörkum yfir.14-13 (30.mín) - Arnar Freyr skýtur í stöng og Árni Bragi minnkar muninn í eitt mark í sókninni í kjölfarið. 20 sek eftir.14-12 (29.mín) - Tvö mörk í röð frá Aftureldingu og Halldór Jóhann tekur leikhlé.14-10 (27.mín) - Gísli Þorgeir með sitt sjötta mark, hann er gjörsamlega að fara á kostum.13-10 (26.mín) - Arnar Freyr skorar sitt fjórða mark og það er gjörsamlega allt inni hjá FH. Davíð kemur aftur í markið. Kristinn Bjarkason minnkar muninn fyrir Mosfellinga.12-8 (24.mín) - Afturelding tekur leikhlé og Einar Andri vill vafalaust skerpa á sóknarleiknum sem hefur verið afar stirður hjá gestunum.12-8 (24.mín) - Ernir skorar sitt fjórða mark en Einar Rafn er fljótur að auka muninn á ný. Afturelding þarf að fara fá einhver varin skot frá sínum markmönnum.11-7 (23.mín) - Jón Heiðar fær tveggja mínútna brottvísun hjá Afturelding og Gísli ekki lengi að nýta sér að FH sé einum fleiri, skorar sitt fjórða mark. Búinn að vera frábær síðan hann kom inn.10-7 (22.mín) - Gísli Þorgeir með sitt fjórða mark og FH komið þremur mörkum yfir í fyrsta sinn. Afturelding í stökustu vandræðum sóknarlega.9-7 (21.mín) - Ágúst Elí kannski að hrökkva í gang. Ver frá Mikk úr fínu færi en Ásbjörn skýtur framhjá úr næstu sókn FH. Tvær sóknir í röð farið forgörðum hjá hvoru liði núna.9-7 (19.mín) - Gísli Þorgeir að koma afar sterkur inn í skyttuna, kominn með þrjú mörk og var að klína einum bolta upp í samskeytin. Ágúst Elí ver síðan víti frá Erni Hrafni.8-7 (16.mín) - Það er engin markvarsla hér í kvöld og liðin skipast á að skora. Arnar Freyr kominn með þrjú hjá FH sem og Ernir hjá Aftureldingu.6-5 (13.mín) - Elvar skorar sitt annað mark. FH skrefinu á undan þessar mínútuurnar samt.5-3 (11.mín) - Arnar Freyr með annað mark úr horninu. Davíð Svansson á enn eftir að verja skot í marki Aftureldingar.4-3 (10.mín) - Mikk Pinnonen skorar sitt fyrsta mark og minnkar muninn, fékk galopið skot fyrir utan.4-2 (10.mín) - FH tekur markmanninn út og Arnar Freyr skorar gott mark og kemur þeim tveimur mörkum yfir.3-2 (9.mín) - Ísak Rafnsson fær fyrstu tveggja mínútna brottvísunina í leiknum fyrir að ýta á Erni í loftinu. Ágúst Elí ver síðan úr góðu færi frá Gunnar í horninu.2-2 (6.mín) - Óðinn skorar úr þröngu færi í horninu eftir að höndin er komin upp. FH átti í miklum vandræðum í sókninni fram að því. 1-2 (5.mín) - Mikil barátta þessar fyrstu mínútur og varnar liðanna sterkar. Ernir kemur gestunum yfir með marki úr horninu. Kemur eilítið á óvart að Ísak skuli byrja í sókn FH en ekki Jóhann Birgir.1-1 (3.mín) - Einar Rafn skorar fyrsta mark leiksins úr víti. Bæði lið höfðu misnotað sókn fyrir það. Elvar er þó ekki lengi að jafna fyrir gestina.0-0 (1.mín) - Leikurinn er hafinn og FH byrjar í sókn með þá Arnar Frey, Ísak, Ásbjörn, Einar Rafn, Óðin og Jóhann Karl í sókninni. Davíð byrjar í marki Aftureldingar.20:00: Það er enn verið að kynna liðin og menn komnir á eftir áætlun. Þeir Ramunas Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson fara samt fljótlega að flauta þennan leik á.19:55: Þá slokkna ljósin og ljósashow er komið í gang. Engar eldvörpur eins og í Eyjum um daginn en stuð engu að síður. Heimamenn í einhverjum vandræðum með tónlistina sem rétt heyrist í. Þetta fer að byrja!19:50: 10 mínútur í leik og ég auglýsi eftir fleiri stuðningsmönnum Aftureldingar. Heimamenn eru langt komnir með að fylla aðra stúkuna en hinu megin komast töluvert fleiri.19:45: Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í deildinni í vetur og hafa það allt verið jafnir leikir. Afturelding vann fyrsta leik liðanna 27-26 í september, þau gerðu jafntefli 23-23 í desember og svo vann FH fjögurra marka sigur í leik liðanna í mars, 30-26. 19:42: Það sést ekkert til Rothöggsins, stuðningsmannasveitar Aftureldingar. Trommusveit FH er hins vegar mætt til leiks og munu eflaust láta til sín taka. Liðin eru á fullu í upphitun hér úti á velli enda rétt tæpar 20 mínútur til leiks.19:40: Það verða heiðursgestir hér á leiknum á eftir, engir aðrir en 91-92 lið FH sem vann þrefalt, urðu Deildar,-Íslands- og bikarmeistarar það tímabilið. Í því liði voru engir aukvisar, Kristján Arason, Guðjón Árnason, Gunnar Beinteinsson, Bergsveinn Bergsveinsson, Hálfdán Þórðarson, Þorgils Óttar Mathiesen og fleiri gamalkunnir. Sonur Kristjáns, Gísli Þorgeir, er meðal leikmanna FH í dag og einn efnilegasti handknattleiksmaður landsins.19:35: FH var með dagskrá hér í Kaplakrika fyrir leikinn og því þónokkuð af fólki mætt hingað í hús. Báðar stúkur opnar og má búast við fjölmenni á pöllunum. 19:30: Eins og flestir vita urðu FH-ingar deildarmeistarar en Afturelding lenti í 4.sæti Olís-deildarinnar. Það eru því liðin í 1. og 4.sæti sem mætast í öðru einvíginu en liðin sem lentu í 6. og 7.sæti mætast hinu megin. Fram og Valur.19:20: Hjá FH eru allir klárir í slaginn og Ágúst Birgisson er í leikmannahópnum. Ágúst meiddist í fyrsta leik FH og Gróttu í 8-liða úrslitum og kom ekkert við sögu í leik númer tvö. 19:20: Athygli verkur að Böðvar Páll Ásgeirsson er ekki í leikmannahópi Aftureldingar en Einar Andri þjálfari hafði talað um að hann yrði klár í slaginn, en Böðvar hefur verið frá í nær allan vetur. Þá er Birkir Benediktsson meiddur en hann fingurbrotnaði fyrir skömmu og er það í annað skipti í vetur sem það gerist. Hann er örvhentur og brotnaði á þumalfingri hægri handar og óljóst hvort hann verði meira með í vetur.19:15: Lið FH: Markmenn: Birkir Fannar Bragason og Ágúst Elí Björgvinsson. Útileikmenn: Ágúst Birgisson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ásbjörn Friðriksson, Ísak Rafnsson, Jóhann Karl Reynisson, Einar Rafn Eiðsson, Jóhann Birgir Ingvarsson, Halldór Ingi Jónsson, Jón Bjarni Ólafsson, Arnar Freyr Ársælsson, Þorgeir Björnsson. Lið Aftureldingar: Markmenn: Kristófer Fannar Guðmundsson, Davíð Svansson. Útileikmenn: Jón Heiðar Gunnarsson, Þrándur Gíslason, Elvar Ásgeirsson, Árni Bragi Eyjólfsson, Hrafn Ingvarsson, Gunnar Kristinn Þórsson, Gestur Ólafur Ingvarsson, Kristinn Hrannar Bjarkason, Jóhann Jóhannsson, Guðni Már Kristinsson, Mikk Pinnonen, Ernir Hrafn Arnarson.19:15: Góða kvöldið og verið velkomin með Vísi á fyrsta leik FH og Aftureldingar í undanúrslitum Olís-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15 en þangað til er hægt að fylgjast með upphitun okkar héðan úr Kaplakrika.
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Sjá meira